Bandarísku landsliðskonurnar skiptu sínum nöfnum út fyrir nöfn hetja sinna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. mars 2019 13:00 Byrjunarlið bandaríska landsliðsins: Rose Levelle, (J. K. Rowling) Tobin Heath (Doris Burke), Abby Dahlkemper (Jennifer Lawrence), Alex Morgan (Abby Wambach), Kelley O'Hara (HOA - Heather O'Reilly), Megan Rapinoe (Audre Lorde), Adrianna French (Briana Scurry), Julie Ertz (Carrie Underwood), Mallory Pugh (Beyonce), Tierna Davidson (Sally Ride) og Crystal Dunn (Serena Williams). Vísir/Getty Bandaríska kvennalandsliðið í fótbolta vakti mikla athygli fyrir uppátæki sitt í leik á móti Englandi um helgina. Leikmenn eru vanalega með nöfnin sín á keppnistreyjunni fyrir ofan númerin á bakinu en það var ekki þannig hjá bandarísku landsliðskonunum í þessum leik á móti Englandi á SheBelieves æfingamótinu. Bandaríkin og England eru að undirbúa sig fyrir HM í Frakklandi í sumar. Leikurinn endaði með 2-2 jafntefli en stærsta fréttin var samt búningar bandarísku landsliðskvennanna. Bandarísku landsliðkonurnar skiptu sínum nöfnum nefnilega út fyrir hetjurnar sínar eða þær konur sem höfðu haft mest áhrif á þær. Þetta voru þær konur sem höfðu kvatt þær til dáða með því að standa fastar á sínu og ná árangri á sínu sviði. Í keppnistreyjunum voru því nöfn allt frá Beyoncé og RBG til Abby Wambach og Serenu Williams.From Beyoncé and RBG to Abby Wambach and Serena Williams, the USWNT honored the iconic women who inspired them. pic.twitter.com/ac4OXxfHBd — FOX Sports (@FOXSports) March 3, 2019Abby Wambach er sú sem hefur skorað flest mörk fyrir fótboltalandslið, karla og kvenna, eða 184 mörk í 256 landsleikjum. Hún var meyr þegar hún þakkaði Alex Morgan fyrir að hafa sett sitt nafn á treyu sína eins og sést hér fyrir neðan.This honor was as meaningful to me, as any championship I’ve won. Amazing idea! All the feels. Thank you @alexmorgan13 and all the @USWNT players for being such badass roll models. :) #SheBelieveshttps://t.co/cQDt2xKImG — Abby Wambach (@AbbyWambach) March 2, 2019Hetjur bandarísku landsliðskvennanna voru ekki aðeins íþróttakonur heldur einnig leikkonur, listamenn, sjónvarpskonur, Nóbelsverðlaunahafar og fleiri baráttukonur. Hetjur byrjunarliðskvenna bandaríska landsliðsins voru: Rose Levelle, (J. K. Rowling) Tobin Heath (Doris Burke), Abby Dahlkemper (Jennifer Lawrence), Alex Morgan (Abby Wambach), Kelley O'Hara (HOA - Heather O'Reilly), Megan Rapinoe (Audre Lorde), Adrianna French (Briana Scurry), Julie Ertz (Carrie Underwood), Mallory Pugh (Beyonce), Tierna Davidson (Sally Ride) og Crystal Dunn (Serena Williams). Hér fyrir neðan má líka sjá skemmtilega uppsetningu hjá Front Office Sports á Twitter þar sem sést mynd af bandarísku landsliðskonunum og fyrir ofan er hetjur þeirra.Here is a look at the women that inspire the starting players for @USWNT via @espnW. pic.twitter.com/AIyiqDlbIj — Front Office Sports (@frntofficesport) March 3, 2019 Fótbolti Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Hættur aðeins þrítugur Golf Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Sjá meira
Bandaríska kvennalandsliðið í fótbolta vakti mikla athygli fyrir uppátæki sitt í leik á móti Englandi um helgina. Leikmenn eru vanalega með nöfnin sín á keppnistreyjunni fyrir ofan númerin á bakinu en það var ekki þannig hjá bandarísku landsliðskonunum í þessum leik á móti Englandi á SheBelieves æfingamótinu. Bandaríkin og England eru að undirbúa sig fyrir HM í Frakklandi í sumar. Leikurinn endaði með 2-2 jafntefli en stærsta fréttin var samt búningar bandarísku landsliðskvennanna. Bandarísku landsliðkonurnar skiptu sínum nöfnum nefnilega út fyrir hetjurnar sínar eða þær konur sem höfðu haft mest áhrif á þær. Þetta voru þær konur sem höfðu kvatt þær til dáða með því að standa fastar á sínu og ná árangri á sínu sviði. Í keppnistreyjunum voru því nöfn allt frá Beyoncé og RBG til Abby Wambach og Serenu Williams.From Beyoncé and RBG to Abby Wambach and Serena Williams, the USWNT honored the iconic women who inspired them. pic.twitter.com/ac4OXxfHBd — FOX Sports (@FOXSports) March 3, 2019Abby Wambach er sú sem hefur skorað flest mörk fyrir fótboltalandslið, karla og kvenna, eða 184 mörk í 256 landsleikjum. Hún var meyr þegar hún þakkaði Alex Morgan fyrir að hafa sett sitt nafn á treyu sína eins og sést hér fyrir neðan.This honor was as meaningful to me, as any championship I’ve won. Amazing idea! All the feels. Thank you @alexmorgan13 and all the @USWNT players for being such badass roll models. :) #SheBelieveshttps://t.co/cQDt2xKImG — Abby Wambach (@AbbyWambach) March 2, 2019Hetjur bandarísku landsliðskvennanna voru ekki aðeins íþróttakonur heldur einnig leikkonur, listamenn, sjónvarpskonur, Nóbelsverðlaunahafar og fleiri baráttukonur. Hetjur byrjunarliðskvenna bandaríska landsliðsins voru: Rose Levelle, (J. K. Rowling) Tobin Heath (Doris Burke), Abby Dahlkemper (Jennifer Lawrence), Alex Morgan (Abby Wambach), Kelley O'Hara (HOA - Heather O'Reilly), Megan Rapinoe (Audre Lorde), Adrianna French (Briana Scurry), Julie Ertz (Carrie Underwood), Mallory Pugh (Beyonce), Tierna Davidson (Sally Ride) og Crystal Dunn (Serena Williams). Hér fyrir neðan má líka sjá skemmtilega uppsetningu hjá Front Office Sports á Twitter þar sem sést mynd af bandarísku landsliðskonunum og fyrir ofan er hetjur þeirra.Here is a look at the women that inspire the starting players for @USWNT via @espnW. pic.twitter.com/AIyiqDlbIj — Front Office Sports (@frntofficesport) March 3, 2019
Fótbolti Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Hættur aðeins þrítugur Golf Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Sjá meira