Enski boltinn

Messan: Þetta er enginn heimsendir fyrir Liverpool

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jordan Henderson útskýrir málið fyrir Mohamed Salah í leiknum á móti Everton um helgina.
Jordan Henderson útskýrir málið fyrir Mohamed Salah í leiknum á móti Everton um helgina. Getty/Andrew Powell
Jóhannes Karl Guðjónsson gagnrýndi nálgun Liverpool liðsins í síðustu leikjum en lærisveinar Jürgen Klopp hafa gert fjögur jafntefli í síðustu sex leikjum sínum. Fyrir vikið er Liverpool ekki lengur á toppnum.

Messan fjallaði um Liverpool liðið í gær og þá staðreynd að liðið sé búið að missa toppsætið til Manchester City.

„Liverpool er búið að missa toppsætið og auðvitað skiptir breiddin gríðarlega miklu máli. Mér finnst líka nálgunin hjá Liverpool inn í marga af þessum leikjum í febrúar, þegar þeir hafa verið á toppnum, verið röng. Þeir hafa að mínu viti verið að fara inn í leikina til að tapa þeim ekki,“ sagði Jóhannes Karl Guðjónsson í Messunni.

„Það finnst mér vera sorglegt, hvort sem það er rétt eða ekkert. Ég hef haft það á tilfinningunni að þeir vilji ekki gefa frá sér toppsætið, vilji ekki tapa leikjunum og eru því aðeins of passífir,“ sagði Jóhannes Karl.

„Liverpool hefði getað komið þessu í sjö stig með að vinna Leicester á heimavelli,“ bendir Hjörvar Hafliðason á en heldur svo áfram.

„Þetta er ennþá alvöru titilbarátta. Það eru níu leikir eftir og City á eftir að fara á Old Trafford. Það er hellingur eftir í þessu,“ sagði Hjörvar.

„Í eðlilegu árferði þá er bara stig á Goodison Park og stig á Old Trafford bara flott. Þetta er enginn heimsendir fyrir Liverpool,“ sagði Hjörvar.

Það má sjá alla umfjöllunina um Liverpool hér fyrir neðan.



Klippa: Messan: Gengi Liverpool liðsins



Fleiri fréttir

Sjá meira


×