Enski boltinn

Þýsku risarnir vilja tvíeykið frá Palace

Anton Ingi Leifsson skrifar
vísir/getty
Wilfried Zaha og Aaron Wan-Bissaka eru eftirsóttir af þýsku stórveldunum, Borussia Dortmund og Bayern Munchen, og gætu fært sig um set í sumar. Sky Sports greinir frá.

Dortmund spurðist fyrir um Zaha í janúarglugganum og er hann talinn vera sá sem á að fylla skarð Christian Pulisic sem gengur í raðir Chelsea í sumar. Lundúnarliðið kaupir hann á 57,6 milljonir punda.

Zaha skrifaði undir nýjan samning við Palace í ágúst síðastliðnum og núverandi samningur gildir til 2023 en hann var eftirsóttur síðasta sumar. Ernirnir eru sagðir vilja 70 milljónir punda fyrir Fílbeinsstrendinginn.







Wan-Bissaka er minna þekktur en þessi enski unglingalandsliðsmaður kom í gegnum unglingastarf Palace. Hann hefur vakið mikla athygli og samningur hans við Palace gildir til sumarsins 2022.

Dortmund og Bayern berjast á toppnum í Þýskalandi og eru jöfn þegar 24 umferðir eru búnar. Tíu umferðir eru eftir af mótinu og mætast liðin í byrjun apríl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×