Enski boltinn

„Klopp er að fara á taugum“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Klopp á línunni um helgina.
Klopp á línunni um helgina. vísir/getty
Hegðun Jurgen Klopp og skiptingar hans í leiknum gegn Everton sýna að hann er að fara á taugum í baráttunni á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Þetta segir sparkspekingurinn Paul Merson.

Klopp lenti í orðaskakki við blaðamann eftir 0-0 jafnteflið gegn Everton á sunnudaginn sem gerir það að verkum að Manchester City er komið með eins stigs forskot á toppi deildarinnar.

„Jurgen Klopp er að fara á taugum,“ sagði Merson í þættinum The Debate sem fer fram á mánudagskvöldum á Sky Sports.

„Að byrja tala eitthvað um Manchester City á hans blaðamannafundi.. ekki hugsa um Manchester City, hugsaðu bara um hvað þú sjálfur ert að gera.“







„Panikkið sýnir sig í skiptingunum. Að setja Adam Lallana inn fyrir Sadio Mane. Þú þurftir að vinna þennan leik. Everton voru aldrei að fara vinna leikinn. Þeir voru ánægðir með stigið.“

„Svo kom James Milner inn á. Mér líkar vel við Milner en þú þurftir að vinna leikinn. Þú varst með Daniel Sturrdige og Xherdan Shaqiri á bekknum. Ég hef verið stjóri sjálfur og þú situr stundum og hugsar eftir leikinn: Þetta hefði ég ekki átt að gera.“

Mohamed Salah hefur verið í sviðsljósinu undanfarnar vikur og þá ekki fyrir góða frammistöðu því Egyptinn hefur einungis skorað eitt mark í sex síðustu leikjum sínum. Merson hefur ekki bara áhyggjur af Salah heldur öllu sóknartríói Liverpool.

„Þeir líta út fyrir að vera stressaðir. Þeir verða að fara aftur að spila með sama frjálsfræði og brosi og þeir gerðu í uppafi tímabils. Þeir þurfa að hætta vera stressaðir því þeir munu ekki fá mörg mörk á sig útaf frábærri vörn.“

„Manchester City vinnur ekki alla níu leiki sína. Ég verð mjög hissa ef þeir vinna alla níu leikina,“ en City er einu stigi á undan Liverpool er níu umferðir eru óleiknar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×