Enski boltinn

Pochettino kallar eftir hjálp frá enska knattspyrnusambandinu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Pochettino ekki sáttur.
Pochettino ekki sáttur. vísir/getty
Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, er ósáttur við að Dortmund fái meiri tíma til að undirbúa sig fyrir síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Tottenham leiðir 3-0 eftir fyrri leik liðanna á Wembley og er í góðri stöðu fyrir síðari leikinn sem fer fram í kvöld.

Lundúnarliðið spilaði í hádeginu á laugardaginn er liðið gerði 1-1 jafntefli við Arsenal í hörkuleik en sólahring áður spilaði Dortmund gegn Augsburg. Þeir töpuðu þeim leik 3-0.

Pochettino hefur kallað eftir því að félögunum í Englandi verði rétt hjálparhönd og segir hann Dortmund hafa

„Ég held að við þurfum hjálp frá enska sambandinu, við þurfum hjálp frá ensku úrvalsdeildinni en ég veit ekkert um þetta því ég er ekki að taka þessar ákvarðanir,“ sagði Argentínumaðurinn.

„Ég veit ekki hvort að þetta sé sök enska sambandsins eða úrvalsdeildarinnar eða hvort að sökin sé hjá Tottenham. Sjáðu hvað gerist hjá Rennes í Evrópudeildinni. Þeir frestuðu leiknum sínum um helgina til að gera sig klára fyrir leikinn gegn Arsenal.“

„Í Evrópu eru önnur knattspyrnusambönd duglegri að hjálpa liðum til að ganga sem best í Evrópukeppnum. Ég væri til í að vera í sömu stöðu og andstæðingur okkur. Mér finnst þetta ekki réttlátt og við þurfum að breyta þessu ef við viljum að ensku liðin verði samkeppnishæfari í keppninni.“

Flautað verður til leiks klukkan 20.00 í kvöld á Westfalen-leikvanginum en upphitun hefst á Stöð 2 Sport klukkan 19.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×