Virgil van Dijk kemur í veg fyrir að Solskjær geti flutt heim til sín Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. mars 2019 09:15 Ole Gunnar Solskjær. Getty/Jordan Mansfield Enskir fjölmiðlar segja frá því að besti varnarmaður ensku úrvalsdeildarinnar á þessu tímabili standi líka í vegi fyrir knattspyrnustjóra Manchester United. Norðmaðurinn Ole Gunnar Solskjær varð óvænt knattspyrnustjóri Manchester United í desember en nú lítur út fyrir að hann verði framtíðarstjórinn á Old Trafford. Solskjær þarf því að fara finna sér framtíðarhúsnæði á svæðinu því hingað til hefur hann eytt tíma sínum á hóteli eins og forveri hans Jose Mourinho gerði allan tímann sinn sem knattspyrnustjóri Manchester United.Ole Gunnar Solskjaer can’t move home because his £4m mansion has been rented by Liverpool's Virgil van Dijk. Ole probably never thought he would be coming back to @ManUtd but now he can’t move back into his old place which he still owns.https://t.co/nQMuRyjrEb — Legit.ng (@legitngnews) March 5, 2019Norðmaðurinn er farinn að leita sér að húsnæði sem yrði þá hans annað á svæðinu. Enskir fjölmiðlar segja frá óvenjulegum húsnæðisvandræðum Ole Gunnars. Ole Gunnar Solskjær spilaði á sínum tíma í ellefu ár með Manchester United og starfaði einnig hjá félaginu í þrjú ár eftir að knattspyrnuferlinum lauk. Hann bjó því í Manchester eða nágrenni í fjórtán ár eða frá 1996 til 2011. Það kemur því engum á óvart að Solkjær hafi eignast hús á Manchester-svæðinu og það sem meira er að hann á það húsnæði enn. Vandamálið er að hann getur ekki flutt í sitt eigið hús þökk sé leikmanni úr liði erkifjendanna. Ole Gunnar Solskjær flutti heim til Molde eftir tíma sinn hjá Manchester United en seldi ekki húsið í Cheshire heldur leigði það út. Solskjær reyndi að selja húsið en fann engan kaupanda og því var ákveðið að setja það á leigumarkaðinn. Bizarre reason Man Utd boss Ole Gunnar Solskjaer isn't living in his £4m mansion https://t.co/oanG0LgTeMpic.twitter.com/ufP5d8LYfc — Mirror Football (@MirrorFootball) March 4, 2019Virgil van Dijk, miðvörður Liverpool, er af þeim sökum sá sem kemur í veg fyrir að Solskjær geti flutt aftur heim til sín. Hann leigir húsið hjá Norðmanninum. Þegar Liverpool keypti Van Dijk frá Southampton þá flutti hollenski miðvörðurinn inn í húsið hans Ole Gunnar Solskjær. Húsið er í Cheshire, suður af bæði Liverpool og Manchester en það er ekki langt á milli þessara borga. Jose Morinho var gestur Lowry lúxushótelsins í 127 vikur en Solskjær hefur nú verið þar í níu vikur. Nú er Solskjær kominn með nóg af hótellífinu. Það er reyndar ekki óalgengt að knattspyrnumenn eða stjórar leigi hús hjá hvorum öðrum. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, leigir þannig húsið hans Brendan Rodgers en Rodgers tók nýverið við liði Leicester City. Klopp grínaðist með það þegar hann varð spurður út í ráðningu Brendan Rodgers að þetta væri í lagi svo lengi sem hann kæmi ekki til Everton og þyrfti af þeim sökum að reka hann út úr húsinu. Enski boltinn Mest lesið Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Raggi Nat á Nesið Körfubolti Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Fleiri fréttir Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sjá meira
Enskir fjölmiðlar segja frá því að besti varnarmaður ensku úrvalsdeildarinnar á þessu tímabili standi líka í vegi fyrir knattspyrnustjóra Manchester United. Norðmaðurinn Ole Gunnar Solskjær varð óvænt knattspyrnustjóri Manchester United í desember en nú lítur út fyrir að hann verði framtíðarstjórinn á Old Trafford. Solskjær þarf því að fara finna sér framtíðarhúsnæði á svæðinu því hingað til hefur hann eytt tíma sínum á hóteli eins og forveri hans Jose Mourinho gerði allan tímann sinn sem knattspyrnustjóri Manchester United.Ole Gunnar Solskjaer can’t move home because his £4m mansion has been rented by Liverpool's Virgil van Dijk. Ole probably never thought he would be coming back to @ManUtd but now he can’t move back into his old place which he still owns.https://t.co/nQMuRyjrEb — Legit.ng (@legitngnews) March 5, 2019Norðmaðurinn er farinn að leita sér að húsnæði sem yrði þá hans annað á svæðinu. Enskir fjölmiðlar segja frá óvenjulegum húsnæðisvandræðum Ole Gunnars. Ole Gunnar Solskjær spilaði á sínum tíma í ellefu ár með Manchester United og starfaði einnig hjá félaginu í þrjú ár eftir að knattspyrnuferlinum lauk. Hann bjó því í Manchester eða nágrenni í fjórtán ár eða frá 1996 til 2011. Það kemur því engum á óvart að Solkjær hafi eignast hús á Manchester-svæðinu og það sem meira er að hann á það húsnæði enn. Vandamálið er að hann getur ekki flutt í sitt eigið hús þökk sé leikmanni úr liði erkifjendanna. Ole Gunnar Solskjær flutti heim til Molde eftir tíma sinn hjá Manchester United en seldi ekki húsið í Cheshire heldur leigði það út. Solskjær reyndi að selja húsið en fann engan kaupanda og því var ákveðið að setja það á leigumarkaðinn. Bizarre reason Man Utd boss Ole Gunnar Solskjaer isn't living in his £4m mansion https://t.co/oanG0LgTeMpic.twitter.com/ufP5d8LYfc — Mirror Football (@MirrorFootball) March 4, 2019Virgil van Dijk, miðvörður Liverpool, er af þeim sökum sá sem kemur í veg fyrir að Solskjær geti flutt aftur heim til sín. Hann leigir húsið hjá Norðmanninum. Þegar Liverpool keypti Van Dijk frá Southampton þá flutti hollenski miðvörðurinn inn í húsið hans Ole Gunnar Solskjær. Húsið er í Cheshire, suður af bæði Liverpool og Manchester en það er ekki langt á milli þessara borga. Jose Morinho var gestur Lowry lúxushótelsins í 127 vikur en Solskjær hefur nú verið þar í níu vikur. Nú er Solskjær kominn með nóg af hótellífinu. Það er reyndar ekki óalgengt að knattspyrnumenn eða stjórar leigi hús hjá hvorum öðrum. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, leigir þannig húsið hans Brendan Rodgers en Rodgers tók nýverið við liði Leicester City. Klopp grínaðist með það þegar hann varð spurður út í ráðningu Brendan Rodgers að þetta væri í lagi svo lengi sem hann kæmi ekki til Everton og þyrfti af þeim sökum að reka hann út úr húsinu.
Enski boltinn Mest lesið Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Raggi Nat á Nesið Körfubolti Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Fleiri fréttir Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sjá meira