Enski boltinn

Langt síðan að sum lið í ensku úrvalsdeildinni sátu í toppsæti deildarinnar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Pep Guardiola fagnar því þegar Manchester City komst á toppinn.
Pep Guardiola fagnar því þegar Manchester City komst á toppinn. Getty/Catherine Ivill
Liverpool missti toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar til Manchester City fyrir fjórum dögum eins og flestir vita. Það er aftur á móti langt síðan önnur lið ensku úrvalsdeildarinnar voru á toppnum.

Tölfræðiþjónustan Opta hefur tekið saman hversu lengi liðin í ensku úrvalsdeildinni hafa þurft að bíða eftir að komst í efsta sæti deildarinnar.

Sérstaka athygli vekur fjarvera Tottenham frá toppsætinu en þrátt fyrir að Tottenham hafi verið í titilbaráttunni undanfarin tímabil þá er komið mjög langt síðan að liðið var á toppnum.

Nú eru liðnir 1649 dagar síðan að Tottenham var á toppnum í ensku úrvalsdeildinni en það gerðist síðast í lok ágúst 2014 eftir 4-0 sigur á Queens Park Rangers í 2. umferð.  Tottenham fékk aðeins eitt stig í næstu þremur leikjum og hefur ekki komist á toppinn síðan.

Nágrannar þeirra í Arsenal hafa líka þurft að bíða lengur en Huddersfield Town eftir því að sitja í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar. Arsenal var síðast á toppnum fyrir 571 degi en það eru 570 dagar síðan að Huddersfield var efst í ensku deildinni.

Löng bið Tottenham er þó ekkert miðað við Fulham liðið sem var síðast á toppnum fyrir 2387 dögum síðan. Það gera sex og hálft ár.

Hér fyrir neðan má sjá líka töfluna frá Opta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×