Innlent

Samþykktu að endurheimta Miðbakkann sem almenningsrými

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Tillaga borgarfulltrúa meirihlutans í borgarstjórn um að endurheimta Miðbakkann sem almannarými var samþykkt einróma á fundi borgarstjórnar í kvöld.
Tillaga borgarfulltrúa meirihlutans í borgarstjórn um að endurheimta Miðbakkann sem almannarými var samþykkt einróma á fundi borgarstjórnar í kvöld.

Tillaga borgarfulltrúa meirihlutans í borgarstjórn um að endurheimta Miðbakkann sem almenningsrými var samþykkt einróma á fundi borgarstjórnar í kvöld.

Í greinargerð með tillögunni segir að þrátt fyrir að Miðbakkinn hafi í gegnum tíðina verið vettvangur merkilegra viðburða í sögu lands og borgar hafi hann síðustu árin verið að hluta til nýttur sem bílastæði og því hafi hann mátt muna sinn fífil fegurri.

„Þegar nýr bílakjallari opnar undir Hafnartorgi opnast jafnframt tækifæri til að nýta þetta stóra almannarými undir annað en bílastæði.“

Kristín Soffía mælti fyrir tillögu meirihlutans. Vísir/stefán

Kristín Soffía Jónsdóttir, borgarfulltrú Samfylkingarinnar, mælti fyrir tillögunni en hún sagði að samhliða aukinni uppbyggingu í miðborg og hafnarsvæðinu sé mikilvægt að efla almenningsrými og tryggja góða aðstöðu á svæðinu svo fjölskyldur og almenningur geti notið sín.

Skynjar andstyggð meirihlutans á einkabílnum

Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrú Miðflokksins, segist vera fylgjandi því að svæðið verði gert aðgengilegt fyrir gesti og gangandi en aftur á móti slái hana aðfarir meirihlutans gegn einkabílnum.

„það er þessi andstyggð sem birtist alltaf gegn einkabílnum og þarna er verið að útrýma enn einu sinni bílastæðum í tíð þessara meirihluta. Og það er ekki nóg með það að það eigi að taka úr sambandi bílastæðin við tollhúsið, Laugaveginn og nánast allan miðbæinn og nú á að afleggja bílastæðin þarna. Svar þessa meirihluta er alltaf á þá leið að allir bílar eigi núna að fara í nýja byggingu hér niður í miðbæ þar sem verið er að byggja hér bílakjallara. Hvernig er hægt að halda alltaf þessu fram að eitt bílastæði eigi að taka við allri bílaumferð sem er á þessu svæði?“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.