Enski boltinn

Alisson þarf gjörsamlega að loka Liverpool markinu til ná meti Petr Cech

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alisson Becker hefur verið frábær á sínu fyrsta tímabili með Liverpool.
Alisson Becker hefur verið frábær á sínu fyrsta tímabili með Liverpool. Getty/Robbie Jay Barratt
Liverpool liðinu gengur illa að skora mörk þessa daganna en traust vörn og frábær markvörður sjá til þess að liðið tapar ekki leikjum.

Brasilíski markvörðurinn Alisson Becker hefur nú haldið marki sínu hreinu í undanförnum fimm leikjum í öllum keppnum og alls sautján sinnum í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili.

Það er því ekkert skrýtið að fróðir menn séu farnir að fletta upp í metaskránum. Alisson Becker getur enn náð tveimur metum en annað þeirra þarf talsvert meira átak.





Alisson Becker hefur haldið Liverpool markinu 17 sinnum hreinu í 29 leikjum og er aðeins búinn að fá á sig 15 mörk samanlagt. Alisson ógnar félagsmeti Jose Reina og svo deildarmeti Petr Cech.

Jose Reina hélt Liverpool markinu tuttugu sinnum hreinu á sínu fyrsta tímabili á Anfield 2005-06. Petr Cech hélt marki Chelsea aftur á móti 24 sinnum hreinu tímabilið 2004-05.

Liverpool á níu leiki eftir. Til að ná að jafna félagsmet Jose Reina þá þarf Alisson að halda þrisvar sinnum hreinu í þessum níu leikjum.

Til að jafna met Petr Cech þá þarf hann hins vegar að halda markinu sjö sinnum hreinu í síðustu níu leikjunum.

Alisson Becker deilir nú sæti með pólska markverðinum Jerzy Dudek sem hélt Liverpool markinu 17 sinnum hreinu í 35 leikjum tímabilið 2001 til 2002.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×