Enski boltinn

Beardsley rekinn með skömm frá Newcastle

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Beardsley þarf að finna sér nýja vinnu.
Beardsley þarf að finna sér nýja vinnu. vísir/getty
Newcastle hefur rekið þjálfara U-23 ára liðs félagsins, Peter Beardsley, fyrir kynþáttahatur og einelti.

Beardsley var settur í leyfi í janúar á síðasta ári er ásakanir um hegðun hans fóru fyrst að koma fram. Beardsley neitaði strax öllum ásökunum.

Í yfirlýsingu Newcastle er ekkert talað um af hverju Beardsley var rekinn en honum þökkuð góð störf. Beardsley þakkaði einnig fyrir tækifærið og tjáði sig heldur ekkert um ásakanirnar en ákveðið hefur verið að tjá sig ekki frekar um þær.

Þessi fyrrum landsliðsmaður Englands var sakaður um að hafa lagt leikmann sem á ættir sínar að rekja til Marokkó í einelti. Sá sagði Beardsley ítrekað hafa niðurlægt sig og nokkrir liðsfélagar hans staðfestu það.

Beardsley er goðsögn hjá Newcastle þar sem hann spilaði yfir 300 leiki fyrir félagið. Hann spilaði einnig 59 leiki fyrir enska landsliðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×