Solskjær efstur á Solskjær-töflunni á Solskjær-síðunni Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. mars 2019 13:00 Ole Gunnar Solskjær vann leikinn í vesti í gærkvöldi. vísir/getty Ole Gunnar Solskjær er maðurinn í Noregi þessa dagana en árangur hans með Manchester United undanfarna mánuði hefur verið engum líkur. Nú síðast í gærkvöldi toppaði sá norski sig með því að leggja Paris Saint-Germain, 3-1, í París eftir 2-0 tap á heimavelli í fyrri leik liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar og þannig komst United áfram. Norskir fjölmiðlar fylgjast vel með Solskjær enda er hann í einu stærsta stjórastarfi heims og berst fyrir því að fá starfið til frambúðar. Hann er á láni frá Molde í Noregi en sigurinn í gærkvöldi gulltryggir líklega áframhaldandi veru hans í Manchester. Norska risablaðið Verdens Gang fylgist betur en nokkur annar miðill með Solskjær en bein útsending var úr höfuðstöðvum blaðsins í gær á meðan að leik stóð þar sem að þrír spekingar ræddu allt sem að Solskjær gerði frá upphafi til enda. Ekki má svo gleyma forsíðu blaðsins sem kom út fyrir fyrri leikinn á móti PSG en þar voru 53 litlar myndir af brosandi Solskjær með fyrirsögninni: „53 dagar af brosum.“If you wondered if Norway are in Solskjær- wonderland now. This is our biggest paper #vg. “53 days with smiles” @ManUtdpic.twitter.com/K6M72TpcDo — Jan Aage Fjortoft (@JanAageFjortoft) February 12, 2019 Verdens Gang er með sérstaka undirsíðu á heimasíðu sinni tileinkaða öllu sem tengist Solskjær hjá Manchester United en hún ber heitið „Solskjær Spesialen.“ Ef menn skoða hana reglulega er ekki hægt að missa af einum einasta hlut tengdum þeim norska. Þar inni koma öll nýjustu myndbönd tengd Solskjær, litlir fréttamolar sem stærri fréttir og bæði stuttar og langar umsagnir um hvern einasta leik sem Manchester United spilar undir stjórn Solskjær. Þá er einnig stöðutaflan í ensku úrvalsdeildinni en ekki venjulega taflan þar sem að Manchester City er á toppnum og Liverpool í öðru sæti en Manchester United berst fyrir sæti í Meistaradeildinni. Ó, nei. Á sérsíðunni um Solskjær er að sjálfsögðu Solskjær-taflan þar sem að United er efst með 32 stig, fimm stigum á undan Manchester City en United er búið að safna flestum stigum í síðustu tólf umferðum síðan að Solskjær tók við United-liðinu. Einnig er svo hægt að senda inn skilaboð á síðuna og koma þar með spurningar nú eða bara fara yfir helstu mál tengd Ole Gunnar Solskjær, en ekki hvað? Enski boltinn Tengdar fréttir Fagnaði með Cantona og Ferguson á meðan kallað var eftir því að hann fengi starfið Ole Gunnar Solskjær er að reyna að setja einhver met í að vera elskaður á einum stað. 7. mars 2019 08:00 Neville við Solskjær: Hversu langan samning viltu, hvað viltu í laun og hvar á styttan að vera? Ole Gunnar Solskjær er vinsælasti maðurinn á Old Trafford. 7. mars 2019 09:00 Hálft fjórða ár frá því að Solskjær var að þjálfa börn í Laugardalnum Ole Gunnar Solskjær stýrði liði sonar síns á Rey Cup í Reykjavík sumarið 2015. 7. mars 2019 10:30 Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Sjá meira
Ole Gunnar Solskjær er maðurinn í Noregi þessa dagana en árangur hans með Manchester United undanfarna mánuði hefur verið engum líkur. Nú síðast í gærkvöldi toppaði sá norski sig með því að leggja Paris Saint-Germain, 3-1, í París eftir 2-0 tap á heimavelli í fyrri leik liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar og þannig komst United áfram. Norskir fjölmiðlar fylgjast vel með Solskjær enda er hann í einu stærsta stjórastarfi heims og berst fyrir því að fá starfið til frambúðar. Hann er á láni frá Molde í Noregi en sigurinn í gærkvöldi gulltryggir líklega áframhaldandi veru hans í Manchester. Norska risablaðið Verdens Gang fylgist betur en nokkur annar miðill með Solskjær en bein útsending var úr höfuðstöðvum blaðsins í gær á meðan að leik stóð þar sem að þrír spekingar ræddu allt sem að Solskjær gerði frá upphafi til enda. Ekki má svo gleyma forsíðu blaðsins sem kom út fyrir fyrri leikinn á móti PSG en þar voru 53 litlar myndir af brosandi Solskjær með fyrirsögninni: „53 dagar af brosum.“If you wondered if Norway are in Solskjær- wonderland now. This is our biggest paper #vg. “53 days with smiles” @ManUtdpic.twitter.com/K6M72TpcDo — Jan Aage Fjortoft (@JanAageFjortoft) February 12, 2019 Verdens Gang er með sérstaka undirsíðu á heimasíðu sinni tileinkaða öllu sem tengist Solskjær hjá Manchester United en hún ber heitið „Solskjær Spesialen.“ Ef menn skoða hana reglulega er ekki hægt að missa af einum einasta hlut tengdum þeim norska. Þar inni koma öll nýjustu myndbönd tengd Solskjær, litlir fréttamolar sem stærri fréttir og bæði stuttar og langar umsagnir um hvern einasta leik sem Manchester United spilar undir stjórn Solskjær. Þá er einnig stöðutaflan í ensku úrvalsdeildinni en ekki venjulega taflan þar sem að Manchester City er á toppnum og Liverpool í öðru sæti en Manchester United berst fyrir sæti í Meistaradeildinni. Ó, nei. Á sérsíðunni um Solskjær er að sjálfsögðu Solskjær-taflan þar sem að United er efst með 32 stig, fimm stigum á undan Manchester City en United er búið að safna flestum stigum í síðustu tólf umferðum síðan að Solskjær tók við United-liðinu. Einnig er svo hægt að senda inn skilaboð á síðuna og koma þar með spurningar nú eða bara fara yfir helstu mál tengd Ole Gunnar Solskjær, en ekki hvað?
Enski boltinn Tengdar fréttir Fagnaði með Cantona og Ferguson á meðan kallað var eftir því að hann fengi starfið Ole Gunnar Solskjær er að reyna að setja einhver met í að vera elskaður á einum stað. 7. mars 2019 08:00 Neville við Solskjær: Hversu langan samning viltu, hvað viltu í laun og hvar á styttan að vera? Ole Gunnar Solskjær er vinsælasti maðurinn á Old Trafford. 7. mars 2019 09:00 Hálft fjórða ár frá því að Solskjær var að þjálfa börn í Laugardalnum Ole Gunnar Solskjær stýrði liði sonar síns á Rey Cup í Reykjavík sumarið 2015. 7. mars 2019 10:30 Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Sjá meira
Fagnaði með Cantona og Ferguson á meðan kallað var eftir því að hann fengi starfið Ole Gunnar Solskjær er að reyna að setja einhver met í að vera elskaður á einum stað. 7. mars 2019 08:00
Neville við Solskjær: Hversu langan samning viltu, hvað viltu í laun og hvar á styttan að vera? Ole Gunnar Solskjær er vinsælasti maðurinn á Old Trafford. 7. mars 2019 09:00
Hálft fjórða ár frá því að Solskjær var að þjálfa börn í Laugardalnum Ole Gunnar Solskjær stýrði liði sonar síns á Rey Cup í Reykjavík sumarið 2015. 7. mars 2019 10:30