Solskjær efstur á Solskjær-töflunni á Solskjær-síðunni Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. mars 2019 13:00 Ole Gunnar Solskjær vann leikinn í vesti í gærkvöldi. vísir/getty Ole Gunnar Solskjær er maðurinn í Noregi þessa dagana en árangur hans með Manchester United undanfarna mánuði hefur verið engum líkur. Nú síðast í gærkvöldi toppaði sá norski sig með því að leggja Paris Saint-Germain, 3-1, í París eftir 2-0 tap á heimavelli í fyrri leik liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar og þannig komst United áfram. Norskir fjölmiðlar fylgjast vel með Solskjær enda er hann í einu stærsta stjórastarfi heims og berst fyrir því að fá starfið til frambúðar. Hann er á láni frá Molde í Noregi en sigurinn í gærkvöldi gulltryggir líklega áframhaldandi veru hans í Manchester. Norska risablaðið Verdens Gang fylgist betur en nokkur annar miðill með Solskjær en bein útsending var úr höfuðstöðvum blaðsins í gær á meðan að leik stóð þar sem að þrír spekingar ræddu allt sem að Solskjær gerði frá upphafi til enda. Ekki má svo gleyma forsíðu blaðsins sem kom út fyrir fyrri leikinn á móti PSG en þar voru 53 litlar myndir af brosandi Solskjær með fyrirsögninni: „53 dagar af brosum.“If you wondered if Norway are in Solskjær- wonderland now. This is our biggest paper #vg. “53 days with smiles” @ManUtdpic.twitter.com/K6M72TpcDo — Jan Aage Fjortoft (@JanAageFjortoft) February 12, 2019 Verdens Gang er með sérstaka undirsíðu á heimasíðu sinni tileinkaða öllu sem tengist Solskjær hjá Manchester United en hún ber heitið „Solskjær Spesialen.“ Ef menn skoða hana reglulega er ekki hægt að missa af einum einasta hlut tengdum þeim norska. Þar inni koma öll nýjustu myndbönd tengd Solskjær, litlir fréttamolar sem stærri fréttir og bæði stuttar og langar umsagnir um hvern einasta leik sem Manchester United spilar undir stjórn Solskjær. Þá er einnig stöðutaflan í ensku úrvalsdeildinni en ekki venjulega taflan þar sem að Manchester City er á toppnum og Liverpool í öðru sæti en Manchester United berst fyrir sæti í Meistaradeildinni. Ó, nei. Á sérsíðunni um Solskjær er að sjálfsögðu Solskjær-taflan þar sem að United er efst með 32 stig, fimm stigum á undan Manchester City en United er búið að safna flestum stigum í síðustu tólf umferðum síðan að Solskjær tók við United-liðinu. Einnig er svo hægt að senda inn skilaboð á síðuna og koma þar með spurningar nú eða bara fara yfir helstu mál tengd Ole Gunnar Solskjær, en ekki hvað? Enski boltinn Tengdar fréttir Fagnaði með Cantona og Ferguson á meðan kallað var eftir því að hann fengi starfið Ole Gunnar Solskjær er að reyna að setja einhver met í að vera elskaður á einum stað. 7. mars 2019 08:00 Neville við Solskjær: Hversu langan samning viltu, hvað viltu í laun og hvar á styttan að vera? Ole Gunnar Solskjær er vinsælasti maðurinn á Old Trafford. 7. mars 2019 09:00 Hálft fjórða ár frá því að Solskjær var að þjálfa börn í Laugardalnum Ole Gunnar Solskjær stýrði liði sonar síns á Rey Cup í Reykjavík sumarið 2015. 7. mars 2019 10:30 Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Íslenski boltinn Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Enski boltinn Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Fleiri fréttir Víti í blálokin dugði Liverpool Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Sjá meira
Ole Gunnar Solskjær er maðurinn í Noregi þessa dagana en árangur hans með Manchester United undanfarna mánuði hefur verið engum líkur. Nú síðast í gærkvöldi toppaði sá norski sig með því að leggja Paris Saint-Germain, 3-1, í París eftir 2-0 tap á heimavelli í fyrri leik liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar og þannig komst United áfram. Norskir fjölmiðlar fylgjast vel með Solskjær enda er hann í einu stærsta stjórastarfi heims og berst fyrir því að fá starfið til frambúðar. Hann er á láni frá Molde í Noregi en sigurinn í gærkvöldi gulltryggir líklega áframhaldandi veru hans í Manchester. Norska risablaðið Verdens Gang fylgist betur en nokkur annar miðill með Solskjær en bein útsending var úr höfuðstöðvum blaðsins í gær á meðan að leik stóð þar sem að þrír spekingar ræddu allt sem að Solskjær gerði frá upphafi til enda. Ekki má svo gleyma forsíðu blaðsins sem kom út fyrir fyrri leikinn á móti PSG en þar voru 53 litlar myndir af brosandi Solskjær með fyrirsögninni: „53 dagar af brosum.“If you wondered if Norway are in Solskjær- wonderland now. This is our biggest paper #vg. “53 days with smiles” @ManUtdpic.twitter.com/K6M72TpcDo — Jan Aage Fjortoft (@JanAageFjortoft) February 12, 2019 Verdens Gang er með sérstaka undirsíðu á heimasíðu sinni tileinkaða öllu sem tengist Solskjær hjá Manchester United en hún ber heitið „Solskjær Spesialen.“ Ef menn skoða hana reglulega er ekki hægt að missa af einum einasta hlut tengdum þeim norska. Þar inni koma öll nýjustu myndbönd tengd Solskjær, litlir fréttamolar sem stærri fréttir og bæði stuttar og langar umsagnir um hvern einasta leik sem Manchester United spilar undir stjórn Solskjær. Þá er einnig stöðutaflan í ensku úrvalsdeildinni en ekki venjulega taflan þar sem að Manchester City er á toppnum og Liverpool í öðru sæti en Manchester United berst fyrir sæti í Meistaradeildinni. Ó, nei. Á sérsíðunni um Solskjær er að sjálfsögðu Solskjær-taflan þar sem að United er efst með 32 stig, fimm stigum á undan Manchester City en United er búið að safna flestum stigum í síðustu tólf umferðum síðan að Solskjær tók við United-liðinu. Einnig er svo hægt að senda inn skilaboð á síðuna og koma þar með spurningar nú eða bara fara yfir helstu mál tengd Ole Gunnar Solskjær, en ekki hvað?
Enski boltinn Tengdar fréttir Fagnaði með Cantona og Ferguson á meðan kallað var eftir því að hann fengi starfið Ole Gunnar Solskjær er að reyna að setja einhver met í að vera elskaður á einum stað. 7. mars 2019 08:00 Neville við Solskjær: Hversu langan samning viltu, hvað viltu í laun og hvar á styttan að vera? Ole Gunnar Solskjær er vinsælasti maðurinn á Old Trafford. 7. mars 2019 09:00 Hálft fjórða ár frá því að Solskjær var að þjálfa börn í Laugardalnum Ole Gunnar Solskjær stýrði liði sonar síns á Rey Cup í Reykjavík sumarið 2015. 7. mars 2019 10:30 Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Íslenski boltinn Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Enski boltinn Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Fleiri fréttir Víti í blálokin dugði Liverpool Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Sjá meira
Fagnaði með Cantona og Ferguson á meðan kallað var eftir því að hann fengi starfið Ole Gunnar Solskjær er að reyna að setja einhver met í að vera elskaður á einum stað. 7. mars 2019 08:00
Neville við Solskjær: Hversu langan samning viltu, hvað viltu í laun og hvar á styttan að vera? Ole Gunnar Solskjær er vinsælasti maðurinn á Old Trafford. 7. mars 2019 09:00
Hálft fjórða ár frá því að Solskjær var að þjálfa börn í Laugardalnum Ole Gunnar Solskjær stýrði liði sonar síns á Rey Cup í Reykjavík sumarið 2015. 7. mars 2019 10:30