Erlent

Fyrsta skipti sem aðeins konur fara í geimgöngu

Kjartan Kjartansson skrifar
Anne McClain þegar geimferju hennar var skotið á loft í desember.
Anne McClain þegar geimferju hennar var skotið á loft í desember. Vísir/EPA
Tveir bandarískir þingmenn eiga að fara í geimgöngu við Alþjóðlegu geimstöðina í lok mars. Það verður í fyrsta skipti sem tvær konur fara í geimgöngu. Stjórnandi geimgöngunnar verður jafnframt kona.

Talskona bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA staðfestir að miðað við núverandi dagskrá verði geimgangan sem er áætluð 29. mars sú fyrsta þar sem aðeins konur koma við sögu. Það hafi þó ekki verið ákveðið gagngert því upphaflega áttu geimgöngurnar ekki að fara fram fyrr en í haust. Dagskráin geti enn breyst.

Þær Anne McClain og Christina H. Koch eiga að vera í um það bil sjö klukkustundir utan við geimstöðina. McClain er nú þegar í geimstöðinni en ferð Koch þangað á að hefjast 14. mars. Þetta verður fyrsta geimganga McClain og fyrsta geimferð Koch, að sögn CNN-fréttastöðvarinnar.

Báðar konu voru hluti af 2013-árgangi geimfara NASA þar sem helmingurinn var konur. Metfjöldi umsókna barst um að komast í þann hóp.

Kristen Facciol frá kanadísku geimvísindastofnuninni verður stjórnandi geimgöngu McClain og Koch á jörðu niðri.

Christina Koch við æfingar fyrir leiðangur sinn.Vísir/EPA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×