Augun verða tvítug á ný þegar minnst er gamla Kvennaskólans Kristján Már Unnarsson skrifar 8. mars 2019 11:40 Jóhanna Erla Pálmadóttir, verkefnisstjóri Textílmiðstöðvarinnar. Stöð 2/Einar Árnaason. Gamli Kvennaskólinn á Blönduósi hefur öðlast nýtt hlutverk; sem alþjóðleg þróunar- og þekkingarmiðstöð á sviði textíls. Þar dvelja nú innlendir og erlendir listamenn og hönnuðir um lengri eða skemmri tíma til að efla færni sína í textíl. Greint var frá þessu í fréttum Stöðvar 2. Húsið var að meginhluta byggt árið 1912 og hýsti í sjö áratugi einhverja mikilvægustu stofnun sveitanna í Húnavatnssýslum. Þótt starfsemi Kvennaskólans lyki árið 1978 nýtist þetta virðulega hús enn.Gamli Kvennaskólinn stendur við ós Blöndu, á norðurbakkanum.Stöð 2/Einar Árnason.Textílsetur Íslands hefur raunar starfað þar í fjórtán ár en með samruna við Þekkingarmiðstöð á Blönduósi varð Textílmiðstöð Íslands formlega til núna í ársbyrjun. „Við erum í rauninni að efla textílinn og stefnum á það að hönnuðir, listamenn og handverksfólk geti komið hingað til okkar á Blönduós til þess að vinna að sinni hönnun; bæta við sig þekkingu,“ segir Elsa Arnardóttir, forstöðumaður Textílmiðstöðvar Íslands.Elsa Arnardóttir, forstöðumaður Textílmiðstöðvar Íslands.Stöð 2/Einar Árnason.Þangað sækir textílfólk víða að úr heiminum. Þetta er alþjóðlegt umhverfi og í húsinu býðst því bæði gisti- og vinnuaðstaða. „Í ár lítur út fyrir að við fáum á að giska 90 til 100 listamenn og hönnuði hérna til okkar í listamiðstöðina,“ segir Elsa. Þeir dvelja í minnst mánuð og sumir upp í tvo. Þá koma skólahópar í styttri heimsóknir frá innlendum og erlendum lista- og handverksskólum.Frá starfsemi Textílmiðstöðvarinnar í gamla Kvennaskólanum.Stöð 2/Einar Árnason.Jóhanna Erla Pálmadóttir, verkefnisstjóri Textílmiðstöðvarinnar, segir að gömlum nemendum Kvennaskólans þyki dásamlegt að sjá húsið nýtast með þessum hætti. Augu þeirra verði tvítug aftur af gleði þegar þeir komi í heimsókn í gamla skólann sinn og minnist þeirra góðu daga sem þar voru. Húsmæðraskólarnir annars höfðu orð á sér fyrir að vera helstu hjónabandsmiðlanir dreifbýlisins. En gegndi þessi sama hlutverki á Blönduósi? „Að sjálfsögðu. Það var nú bara maður hérna í morgun sem sagði: Hvernig hefðum við farið að hefði ekki verið kvennaskóli hérna á Blönduósi,“ segir Jóhanna og hlær. Áætlað er að um eitthundrað listamenn og hönnuðir dvelji í ár í Textílmiðstöðinni um lengri eða skemmri tíma til að efla færni sína á sviði textíls.Stöð 2/Einar Árnason.Nánar verður fjallað um starfsemina í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 næstkomandi mánudagskvöld. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Blönduós Skóla - og menntamál Tíska og hönnun Um land allt Tengdar fréttir Spennandi hönnuðir sýna á morgun á Reykjavík Fashion Festival Lífið kynnist hönnuðunum og hugmyndunum á bakvíð fatalínu þeirra á RFF. 28. mars 2014 15:00 Láta gamlan draum rætast um nám í hússtjórnarskóla Nokkuð er um það að konur á efri árum láti gamlan draum rætast og fari í hússtjórnarskóla. 14. desember 2014 21:30 Kynntu sér nýja kynslóð fatahönnuða Það var mikið um dýrðir í Norðurljósasal Hörpu í gær þegar tískusýning níu útskriftarnema í fatahönnun við LHÍ fór fram. Þeir voru margir sem lögðu leið sína á sýninguna og kynntu sér þessa nýju kynslóð fatahönnuða og afrakstur þeirra eftir þriggja ára nám. 4. maí 2017 10:30 Við nálgumst söguna sem vefarar Bókin Kljásteinavefstaðurinn – kljásteinarnir klingja verður kynnt í dag í Heimilisiðnaðarfélagi Íslands að Nethyl 2e. Höfundarnir eru þrjár konur. Ein þeirra er Hildur Hákonardóttir. 15. desember 2017 10:15 Rómantík húsmæðraskólans ber enn ávöxt í sveitum Austurlands Húsmæðraskólarnir þóttu fyrrum einhver helsta hjúskaparmiðlun landsbyggðarinnar. En rómantíkin er enn til staðar í hússtjórnarskólanum á Hallormsstað. 5. nóvember 2018 21:00 Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Gamli Kvennaskólinn á Blönduósi hefur öðlast nýtt hlutverk; sem alþjóðleg þróunar- og þekkingarmiðstöð á sviði textíls. Þar dvelja nú innlendir og erlendir listamenn og hönnuðir um lengri eða skemmri tíma til að efla færni sína í textíl. Greint var frá þessu í fréttum Stöðvar 2. Húsið var að meginhluta byggt árið 1912 og hýsti í sjö áratugi einhverja mikilvægustu stofnun sveitanna í Húnavatnssýslum. Þótt starfsemi Kvennaskólans lyki árið 1978 nýtist þetta virðulega hús enn.Gamli Kvennaskólinn stendur við ós Blöndu, á norðurbakkanum.Stöð 2/Einar Árnason.Textílsetur Íslands hefur raunar starfað þar í fjórtán ár en með samruna við Þekkingarmiðstöð á Blönduósi varð Textílmiðstöð Íslands formlega til núna í ársbyrjun. „Við erum í rauninni að efla textílinn og stefnum á það að hönnuðir, listamenn og handverksfólk geti komið hingað til okkar á Blönduós til þess að vinna að sinni hönnun; bæta við sig þekkingu,“ segir Elsa Arnardóttir, forstöðumaður Textílmiðstöðvar Íslands.Elsa Arnardóttir, forstöðumaður Textílmiðstöðvar Íslands.Stöð 2/Einar Árnason.Þangað sækir textílfólk víða að úr heiminum. Þetta er alþjóðlegt umhverfi og í húsinu býðst því bæði gisti- og vinnuaðstaða. „Í ár lítur út fyrir að við fáum á að giska 90 til 100 listamenn og hönnuði hérna til okkar í listamiðstöðina,“ segir Elsa. Þeir dvelja í minnst mánuð og sumir upp í tvo. Þá koma skólahópar í styttri heimsóknir frá innlendum og erlendum lista- og handverksskólum.Frá starfsemi Textílmiðstöðvarinnar í gamla Kvennaskólanum.Stöð 2/Einar Árnason.Jóhanna Erla Pálmadóttir, verkefnisstjóri Textílmiðstöðvarinnar, segir að gömlum nemendum Kvennaskólans þyki dásamlegt að sjá húsið nýtast með þessum hætti. Augu þeirra verði tvítug aftur af gleði þegar þeir komi í heimsókn í gamla skólann sinn og minnist þeirra góðu daga sem þar voru. Húsmæðraskólarnir annars höfðu orð á sér fyrir að vera helstu hjónabandsmiðlanir dreifbýlisins. En gegndi þessi sama hlutverki á Blönduósi? „Að sjálfsögðu. Það var nú bara maður hérna í morgun sem sagði: Hvernig hefðum við farið að hefði ekki verið kvennaskóli hérna á Blönduósi,“ segir Jóhanna og hlær. Áætlað er að um eitthundrað listamenn og hönnuðir dvelji í ár í Textílmiðstöðinni um lengri eða skemmri tíma til að efla færni sína á sviði textíls.Stöð 2/Einar Árnason.Nánar verður fjallað um starfsemina í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 næstkomandi mánudagskvöld. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Blönduós Skóla - og menntamál Tíska og hönnun Um land allt Tengdar fréttir Spennandi hönnuðir sýna á morgun á Reykjavík Fashion Festival Lífið kynnist hönnuðunum og hugmyndunum á bakvíð fatalínu þeirra á RFF. 28. mars 2014 15:00 Láta gamlan draum rætast um nám í hússtjórnarskóla Nokkuð er um það að konur á efri árum láti gamlan draum rætast og fari í hússtjórnarskóla. 14. desember 2014 21:30 Kynntu sér nýja kynslóð fatahönnuða Það var mikið um dýrðir í Norðurljósasal Hörpu í gær þegar tískusýning níu útskriftarnema í fatahönnun við LHÍ fór fram. Þeir voru margir sem lögðu leið sína á sýninguna og kynntu sér þessa nýju kynslóð fatahönnuða og afrakstur þeirra eftir þriggja ára nám. 4. maí 2017 10:30 Við nálgumst söguna sem vefarar Bókin Kljásteinavefstaðurinn – kljásteinarnir klingja verður kynnt í dag í Heimilisiðnaðarfélagi Íslands að Nethyl 2e. Höfundarnir eru þrjár konur. Ein þeirra er Hildur Hákonardóttir. 15. desember 2017 10:15 Rómantík húsmæðraskólans ber enn ávöxt í sveitum Austurlands Húsmæðraskólarnir þóttu fyrrum einhver helsta hjúskaparmiðlun landsbyggðarinnar. En rómantíkin er enn til staðar í hússtjórnarskólanum á Hallormsstað. 5. nóvember 2018 21:00 Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Spennandi hönnuðir sýna á morgun á Reykjavík Fashion Festival Lífið kynnist hönnuðunum og hugmyndunum á bakvíð fatalínu þeirra á RFF. 28. mars 2014 15:00
Láta gamlan draum rætast um nám í hússtjórnarskóla Nokkuð er um það að konur á efri árum láti gamlan draum rætast og fari í hússtjórnarskóla. 14. desember 2014 21:30
Kynntu sér nýja kynslóð fatahönnuða Það var mikið um dýrðir í Norðurljósasal Hörpu í gær þegar tískusýning níu útskriftarnema í fatahönnun við LHÍ fór fram. Þeir voru margir sem lögðu leið sína á sýninguna og kynntu sér þessa nýju kynslóð fatahönnuða og afrakstur þeirra eftir þriggja ára nám. 4. maí 2017 10:30
Við nálgumst söguna sem vefarar Bókin Kljásteinavefstaðurinn – kljásteinarnir klingja verður kynnt í dag í Heimilisiðnaðarfélagi Íslands að Nethyl 2e. Höfundarnir eru þrjár konur. Ein þeirra er Hildur Hákonardóttir. 15. desember 2017 10:15
Rómantík húsmæðraskólans ber enn ávöxt í sveitum Austurlands Húsmæðraskólarnir þóttu fyrrum einhver helsta hjúskaparmiðlun landsbyggðarinnar. En rómantíkin er enn til staðar í hússtjórnarskólanum á Hallormsstað. 5. nóvember 2018 21:00