Augun verða tvítug á ný þegar minnst er gamla Kvennaskólans Kristján Már Unnarsson skrifar 8. mars 2019 11:40 Jóhanna Erla Pálmadóttir, verkefnisstjóri Textílmiðstöðvarinnar. Stöð 2/Einar Árnaason. Gamli Kvennaskólinn á Blönduósi hefur öðlast nýtt hlutverk; sem alþjóðleg þróunar- og þekkingarmiðstöð á sviði textíls. Þar dvelja nú innlendir og erlendir listamenn og hönnuðir um lengri eða skemmri tíma til að efla færni sína í textíl. Greint var frá þessu í fréttum Stöðvar 2. Húsið var að meginhluta byggt árið 1912 og hýsti í sjö áratugi einhverja mikilvægustu stofnun sveitanna í Húnavatnssýslum. Þótt starfsemi Kvennaskólans lyki árið 1978 nýtist þetta virðulega hús enn.Gamli Kvennaskólinn stendur við ós Blöndu, á norðurbakkanum.Stöð 2/Einar Árnason.Textílsetur Íslands hefur raunar starfað þar í fjórtán ár en með samruna við Þekkingarmiðstöð á Blönduósi varð Textílmiðstöð Íslands formlega til núna í ársbyrjun. „Við erum í rauninni að efla textílinn og stefnum á það að hönnuðir, listamenn og handverksfólk geti komið hingað til okkar á Blönduós til þess að vinna að sinni hönnun; bæta við sig þekkingu,“ segir Elsa Arnardóttir, forstöðumaður Textílmiðstöðvar Íslands.Elsa Arnardóttir, forstöðumaður Textílmiðstöðvar Íslands.Stöð 2/Einar Árnason.Þangað sækir textílfólk víða að úr heiminum. Þetta er alþjóðlegt umhverfi og í húsinu býðst því bæði gisti- og vinnuaðstaða. „Í ár lítur út fyrir að við fáum á að giska 90 til 100 listamenn og hönnuði hérna til okkar í listamiðstöðina,“ segir Elsa. Þeir dvelja í minnst mánuð og sumir upp í tvo. Þá koma skólahópar í styttri heimsóknir frá innlendum og erlendum lista- og handverksskólum.Frá starfsemi Textílmiðstöðvarinnar í gamla Kvennaskólanum.Stöð 2/Einar Árnason.Jóhanna Erla Pálmadóttir, verkefnisstjóri Textílmiðstöðvarinnar, segir að gömlum nemendum Kvennaskólans þyki dásamlegt að sjá húsið nýtast með þessum hætti. Augu þeirra verði tvítug aftur af gleði þegar þeir komi í heimsókn í gamla skólann sinn og minnist þeirra góðu daga sem þar voru. Húsmæðraskólarnir annars höfðu orð á sér fyrir að vera helstu hjónabandsmiðlanir dreifbýlisins. En gegndi þessi sama hlutverki á Blönduósi? „Að sjálfsögðu. Það var nú bara maður hérna í morgun sem sagði: Hvernig hefðum við farið að hefði ekki verið kvennaskóli hérna á Blönduósi,“ segir Jóhanna og hlær. Áætlað er að um eitthundrað listamenn og hönnuðir dvelji í ár í Textílmiðstöðinni um lengri eða skemmri tíma til að efla færni sína á sviði textíls.Stöð 2/Einar Árnason.Nánar verður fjallað um starfsemina í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 næstkomandi mánudagskvöld. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Blönduós Skóla - og menntamál Tíska og hönnun Um land allt Tengdar fréttir Spennandi hönnuðir sýna á morgun á Reykjavík Fashion Festival Lífið kynnist hönnuðunum og hugmyndunum á bakvíð fatalínu þeirra á RFF. 28. mars 2014 15:00 Láta gamlan draum rætast um nám í hússtjórnarskóla Nokkuð er um það að konur á efri árum láti gamlan draum rætast og fari í hússtjórnarskóla. 14. desember 2014 21:30 Kynntu sér nýja kynslóð fatahönnuða Það var mikið um dýrðir í Norðurljósasal Hörpu í gær þegar tískusýning níu útskriftarnema í fatahönnun við LHÍ fór fram. Þeir voru margir sem lögðu leið sína á sýninguna og kynntu sér þessa nýju kynslóð fatahönnuða og afrakstur þeirra eftir þriggja ára nám. 4. maí 2017 10:30 Við nálgumst söguna sem vefarar Bókin Kljásteinavefstaðurinn – kljásteinarnir klingja verður kynnt í dag í Heimilisiðnaðarfélagi Íslands að Nethyl 2e. Höfundarnir eru þrjár konur. Ein þeirra er Hildur Hákonardóttir. 15. desember 2017 10:15 Rómantík húsmæðraskólans ber enn ávöxt í sveitum Austurlands Húsmæðraskólarnir þóttu fyrrum einhver helsta hjúskaparmiðlun landsbyggðarinnar. En rómantíkin er enn til staðar í hússtjórnarskólanum á Hallormsstað. 5. nóvember 2018 21:00 Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Sjá meira
Gamli Kvennaskólinn á Blönduósi hefur öðlast nýtt hlutverk; sem alþjóðleg þróunar- og þekkingarmiðstöð á sviði textíls. Þar dvelja nú innlendir og erlendir listamenn og hönnuðir um lengri eða skemmri tíma til að efla færni sína í textíl. Greint var frá þessu í fréttum Stöðvar 2. Húsið var að meginhluta byggt árið 1912 og hýsti í sjö áratugi einhverja mikilvægustu stofnun sveitanna í Húnavatnssýslum. Þótt starfsemi Kvennaskólans lyki árið 1978 nýtist þetta virðulega hús enn.Gamli Kvennaskólinn stendur við ós Blöndu, á norðurbakkanum.Stöð 2/Einar Árnason.Textílsetur Íslands hefur raunar starfað þar í fjórtán ár en með samruna við Þekkingarmiðstöð á Blönduósi varð Textílmiðstöð Íslands formlega til núna í ársbyrjun. „Við erum í rauninni að efla textílinn og stefnum á það að hönnuðir, listamenn og handverksfólk geti komið hingað til okkar á Blönduós til þess að vinna að sinni hönnun; bæta við sig þekkingu,“ segir Elsa Arnardóttir, forstöðumaður Textílmiðstöðvar Íslands.Elsa Arnardóttir, forstöðumaður Textílmiðstöðvar Íslands.Stöð 2/Einar Árnason.Þangað sækir textílfólk víða að úr heiminum. Þetta er alþjóðlegt umhverfi og í húsinu býðst því bæði gisti- og vinnuaðstaða. „Í ár lítur út fyrir að við fáum á að giska 90 til 100 listamenn og hönnuði hérna til okkar í listamiðstöðina,“ segir Elsa. Þeir dvelja í minnst mánuð og sumir upp í tvo. Þá koma skólahópar í styttri heimsóknir frá innlendum og erlendum lista- og handverksskólum.Frá starfsemi Textílmiðstöðvarinnar í gamla Kvennaskólanum.Stöð 2/Einar Árnason.Jóhanna Erla Pálmadóttir, verkefnisstjóri Textílmiðstöðvarinnar, segir að gömlum nemendum Kvennaskólans þyki dásamlegt að sjá húsið nýtast með þessum hætti. Augu þeirra verði tvítug aftur af gleði þegar þeir komi í heimsókn í gamla skólann sinn og minnist þeirra góðu daga sem þar voru. Húsmæðraskólarnir annars höfðu orð á sér fyrir að vera helstu hjónabandsmiðlanir dreifbýlisins. En gegndi þessi sama hlutverki á Blönduósi? „Að sjálfsögðu. Það var nú bara maður hérna í morgun sem sagði: Hvernig hefðum við farið að hefði ekki verið kvennaskóli hérna á Blönduósi,“ segir Jóhanna og hlær. Áætlað er að um eitthundrað listamenn og hönnuðir dvelji í ár í Textílmiðstöðinni um lengri eða skemmri tíma til að efla færni sína á sviði textíls.Stöð 2/Einar Árnason.Nánar verður fjallað um starfsemina í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 næstkomandi mánudagskvöld. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Blönduós Skóla - og menntamál Tíska og hönnun Um land allt Tengdar fréttir Spennandi hönnuðir sýna á morgun á Reykjavík Fashion Festival Lífið kynnist hönnuðunum og hugmyndunum á bakvíð fatalínu þeirra á RFF. 28. mars 2014 15:00 Láta gamlan draum rætast um nám í hússtjórnarskóla Nokkuð er um það að konur á efri árum láti gamlan draum rætast og fari í hússtjórnarskóla. 14. desember 2014 21:30 Kynntu sér nýja kynslóð fatahönnuða Það var mikið um dýrðir í Norðurljósasal Hörpu í gær þegar tískusýning níu útskriftarnema í fatahönnun við LHÍ fór fram. Þeir voru margir sem lögðu leið sína á sýninguna og kynntu sér þessa nýju kynslóð fatahönnuða og afrakstur þeirra eftir þriggja ára nám. 4. maí 2017 10:30 Við nálgumst söguna sem vefarar Bókin Kljásteinavefstaðurinn – kljásteinarnir klingja verður kynnt í dag í Heimilisiðnaðarfélagi Íslands að Nethyl 2e. Höfundarnir eru þrjár konur. Ein þeirra er Hildur Hákonardóttir. 15. desember 2017 10:15 Rómantík húsmæðraskólans ber enn ávöxt í sveitum Austurlands Húsmæðraskólarnir þóttu fyrrum einhver helsta hjúskaparmiðlun landsbyggðarinnar. En rómantíkin er enn til staðar í hússtjórnarskólanum á Hallormsstað. 5. nóvember 2018 21:00 Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Sjá meira
Spennandi hönnuðir sýna á morgun á Reykjavík Fashion Festival Lífið kynnist hönnuðunum og hugmyndunum á bakvíð fatalínu þeirra á RFF. 28. mars 2014 15:00
Láta gamlan draum rætast um nám í hússtjórnarskóla Nokkuð er um það að konur á efri árum láti gamlan draum rætast og fari í hússtjórnarskóla. 14. desember 2014 21:30
Kynntu sér nýja kynslóð fatahönnuða Það var mikið um dýrðir í Norðurljósasal Hörpu í gær þegar tískusýning níu útskriftarnema í fatahönnun við LHÍ fór fram. Þeir voru margir sem lögðu leið sína á sýninguna og kynntu sér þessa nýju kynslóð fatahönnuða og afrakstur þeirra eftir þriggja ára nám. 4. maí 2017 10:30
Við nálgumst söguna sem vefarar Bókin Kljásteinavefstaðurinn – kljásteinarnir klingja verður kynnt í dag í Heimilisiðnaðarfélagi Íslands að Nethyl 2e. Höfundarnir eru þrjár konur. Ein þeirra er Hildur Hákonardóttir. 15. desember 2017 10:15
Rómantík húsmæðraskólans ber enn ávöxt í sveitum Austurlands Húsmæðraskólarnir þóttu fyrrum einhver helsta hjúskaparmiðlun landsbyggðarinnar. En rómantíkin er enn til staðar í hússtjórnarskólanum á Hallormsstað. 5. nóvember 2018 21:00