Enski boltinn

Upphitun: Stórleikur á Emirates og skyldusigrar hjá toppliðunum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Níu leikir eru eftir af ensku úrvalsdeildinni og Manchester City leiðir deildina með einu stigi fyrir síðustu níu leikina. Spennan er óbærileg á toppi, um Meistaradeildarsæti og á botni.

Sjö leikir eru spilaðir í dag og þrír leikir fara svo fram á morgun. Stærsti leikurinn er síðasti leikur morgundagsins er risarnir Arsenal og Manchester United mætast á Emirates.

United vann magnaðan sigur í París í vikunni á meðan Arsenal tapaði fyrir Rennes í Evrópudeildinni á fimmtudagskvöldið. Liðin eru að berjast um Meistaradeildarsæti en United er í fjórða sæti með 58 stig. Arsenal er sæti neðar með stigi minna.

Liverpool og Manchester City eiga bæði heimaleiki um helgina og skyldusigrar ætli liðið sér titilinn. Liverpool fær Jóhann Berg Guðmundsson og félaga í heimsókn á morgun en í síðasta leik dagsins heimsækir Watford Manchester City.

Gylfi Þór Sigurðsson og félagar fara til Newcastle og mæta þar heimamönnum sem hafa verið á góðu skriði en Aron Einar Gunnarsson og félagar fá West Ham í heimsókn.

Cardiff þarf nauðsynlega á stigum að halda í fallbaráttunni en upphitun fyrir alla leiki helgarinnar má sjá í sjónvarpsglugganum hér að ofan.

Leikir helgarinnar:

Laugardagur:

12.30 Crystal Palace - Brighton

15.00 Cardiff - West Ham

15.00 Huddersfield - Bournemoth

15.00 Leicester - Fulham

15.00 Newcastle - Everton

15.00 Southampton - Tottenham

17.30 Manchester City - Watford

Sunnudagur:

12.00 Liverpool - Burnley

14.05 Chelsea - Wolves

16.30 Arsenal - Manchester United




Fleiri fréttir

Sjá meira


×