Stöðva umferð þar sem Jón Þröstur sást síðast Elísabet Inga Sigurðardóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 9. mars 2019 13:19 Jón Þröstur Jónsson sást síðast í Dublin fyrir rúmum þremur vikum. Í dag mun írska lögreglan stöðva umferð við gatnamótin þar sem Jón Þröstur sást síðast, í þeim tilgangi að spyrja ökumenn hvort þeir hafi verið varir við ferðir hans. Mánuður er síðan Jón Þröstur hvarf og er fjölskyldan bæði hrædd og þreytt. Í dag er mánuður síðan Jón Þröstur hvarf í Dublin. Leitin hefur engan árangur borið þrátt fyrir ábendingar og segir yfirlögregluþjónn írsku lögreglunnar að ekkert bendi til þess að glæpsamlegt athæfi hafi átt sér stað. Í dag mun lögreglan stöðva umferð við gatnamótin þar sem hann hvarf í þeim tilgangi að spyrja ökumenn hvort þeir hafi verið varir um Jón Þröst. „Þeir ætla að stoppa umferð á þessum tíma sem hann sást seinast þannig að þeir ættu að vera að því núna. Vonandi finna þeir einhvern leigubílstjóra sem að fer kannski vanalega þarna eða einhverja vegfarendur eða einhvern sem veit eitthvað. Þeir eru að gera þetta því þetta er sami dagur og hann hvarf og sami tími,“ segir Katrín Björk Birgisdóttir, mágkona Jóns. Líkt og fram hefur komið ætluðu Jón og eiginkona hans að verja tíu dögum á Írlandi þar sem hann ætlaði að taka þátt í Pókermóti. Meðal þeirra sem leita að Jóni er fjölskyldan hans sem hefur ekki gefið upp vonina og mun samhliða leitinni halda áfram að hengja upp plaköt og minna á hvarf Jóns. „Þetta er rosalega erfitt. Við erum betri og verri eftir dögum en við náttúrulega styðjum hvort annað rosalega mikið og hjálpum hvort öðru eftir því hver á verstan dag. En við erum náttúrulega hrædd um Jón og viljum bara innilega mikið fara að finna hann. Þetta er alveg orðið svolítið langt og mjög, mjög erfitt að vita ekki hvar hann er,“ segir Katrín. Í kvöld fer fram styrktarmót til að styðja við kostnað aðstandenda Jóns sem eru úti í Dublin að leita hans. Pókerklúbburinn Casa, Spilafélagið, Pókerklúbburinn Magma, Maverick og Hugaríþróttafélag Íslands koma að mótinu en nánari upplýsingar má finna á Facebobok viðburði mótsins. Írland Leitin að Jóni Þresti Tengdar fréttir Hvarf Jóns Þrastar undarlegt en ekki grunur um glæpsamlegt athæfi Michael Mulligan, yfirlögregluþjónn írsku lögreglunnar, segir írsku lögreglunni hafa borist margar ábendingar vegna hvarfs Jóns Þrastar Jónssonar sem sást síðast í Dublin þann 9. febrúar síðastliðinn. 7. mars 2019 23:30 Mánuður síðan Jón Þröstur hvarf í Dublin Mánuður er liðinn frá hvarfi Jóns Þrastar Jónssonar. Fjölskylda, sjálfboðaliðar og björgunarsveitir hafa leitað af sér allan grun á svæðinu þar sem hann sást síðast. Bróðir Jóns segir það velta á vísbendingum lögreglu hvenær leitinni verður haldið áfram. 9. mars 2019 08:30 Móðir Jóns Þrastar biðlar til Íra Þetta eru skilaboð Hönnu Bjarkar Þrastardóttur til Íra, í sjónvarpsviðtali hjá fjölmiðlinum Virgin Media. Þar ræðir hún um hvarf sonar síns, Jóns Þrastar Jónssonar. 8. mars 2019 06:00 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Sjá meira
Í dag mun írska lögreglan stöðva umferð við gatnamótin þar sem Jón Þröstur sást síðast, í þeim tilgangi að spyrja ökumenn hvort þeir hafi verið varir við ferðir hans. Mánuður er síðan Jón Þröstur hvarf og er fjölskyldan bæði hrædd og þreytt. Í dag er mánuður síðan Jón Þröstur hvarf í Dublin. Leitin hefur engan árangur borið þrátt fyrir ábendingar og segir yfirlögregluþjónn írsku lögreglunnar að ekkert bendi til þess að glæpsamlegt athæfi hafi átt sér stað. Í dag mun lögreglan stöðva umferð við gatnamótin þar sem hann hvarf í þeim tilgangi að spyrja ökumenn hvort þeir hafi verið varir um Jón Þröst. „Þeir ætla að stoppa umferð á þessum tíma sem hann sást seinast þannig að þeir ættu að vera að því núna. Vonandi finna þeir einhvern leigubílstjóra sem að fer kannski vanalega þarna eða einhverja vegfarendur eða einhvern sem veit eitthvað. Þeir eru að gera þetta því þetta er sami dagur og hann hvarf og sami tími,“ segir Katrín Björk Birgisdóttir, mágkona Jóns. Líkt og fram hefur komið ætluðu Jón og eiginkona hans að verja tíu dögum á Írlandi þar sem hann ætlaði að taka þátt í Pókermóti. Meðal þeirra sem leita að Jóni er fjölskyldan hans sem hefur ekki gefið upp vonina og mun samhliða leitinni halda áfram að hengja upp plaköt og minna á hvarf Jóns. „Þetta er rosalega erfitt. Við erum betri og verri eftir dögum en við náttúrulega styðjum hvort annað rosalega mikið og hjálpum hvort öðru eftir því hver á verstan dag. En við erum náttúrulega hrædd um Jón og viljum bara innilega mikið fara að finna hann. Þetta er alveg orðið svolítið langt og mjög, mjög erfitt að vita ekki hvar hann er,“ segir Katrín. Í kvöld fer fram styrktarmót til að styðja við kostnað aðstandenda Jóns sem eru úti í Dublin að leita hans. Pókerklúbburinn Casa, Spilafélagið, Pókerklúbburinn Magma, Maverick og Hugaríþróttafélag Íslands koma að mótinu en nánari upplýsingar má finna á Facebobok viðburði mótsins.
Írland Leitin að Jóni Þresti Tengdar fréttir Hvarf Jóns Þrastar undarlegt en ekki grunur um glæpsamlegt athæfi Michael Mulligan, yfirlögregluþjónn írsku lögreglunnar, segir írsku lögreglunni hafa borist margar ábendingar vegna hvarfs Jóns Þrastar Jónssonar sem sást síðast í Dublin þann 9. febrúar síðastliðinn. 7. mars 2019 23:30 Mánuður síðan Jón Þröstur hvarf í Dublin Mánuður er liðinn frá hvarfi Jóns Þrastar Jónssonar. Fjölskylda, sjálfboðaliðar og björgunarsveitir hafa leitað af sér allan grun á svæðinu þar sem hann sást síðast. Bróðir Jóns segir það velta á vísbendingum lögreglu hvenær leitinni verður haldið áfram. 9. mars 2019 08:30 Móðir Jóns Þrastar biðlar til Íra Þetta eru skilaboð Hönnu Bjarkar Þrastardóttur til Íra, í sjónvarpsviðtali hjá fjölmiðlinum Virgin Media. Þar ræðir hún um hvarf sonar síns, Jóns Þrastar Jónssonar. 8. mars 2019 06:00 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Sjá meira
Hvarf Jóns Þrastar undarlegt en ekki grunur um glæpsamlegt athæfi Michael Mulligan, yfirlögregluþjónn írsku lögreglunnar, segir írsku lögreglunni hafa borist margar ábendingar vegna hvarfs Jóns Þrastar Jónssonar sem sást síðast í Dublin þann 9. febrúar síðastliðinn. 7. mars 2019 23:30
Mánuður síðan Jón Þröstur hvarf í Dublin Mánuður er liðinn frá hvarfi Jóns Þrastar Jónssonar. Fjölskylda, sjálfboðaliðar og björgunarsveitir hafa leitað af sér allan grun á svæðinu þar sem hann sást síðast. Bróðir Jóns segir það velta á vísbendingum lögreglu hvenær leitinni verður haldið áfram. 9. mars 2019 08:30
Móðir Jóns Þrastar biðlar til Íra Þetta eru skilaboð Hönnu Bjarkar Þrastardóttur til Íra, í sjónvarpsviðtali hjá fjölmiðlinum Virgin Media. Þar ræðir hún um hvarf sonar síns, Jóns Þrastar Jónssonar. 8. mars 2019 06:00