Hvarf Jóns Þrastar undarlegt en ekki grunur um glæpsamlegt athæfi Sylvía Hall skrifar 7. mars 2019 23:30 Leit að Jóni Þresti hefur engan árangur borið þrátt fyrir fjölmargar ábendingar. Lögreglan á Írlandi Michael Mulligan, yfirlögregluþjónn írsku lögreglunnar, segir írsku lögreglunni hafa borist margar ábendingar vegna hvarfs Jóns Þrastar Jónssonar sem sást síðast í Dublin þann 9. febrúar síðastliðinn en að sögn Mulligan fylgdust um 600 þúsund manns með umfjöllun um leitina. Þetta kemur fram á vef RÚV. Leit að Jóni Þresti hefur enn engan árangur borið þrátt fyrir ábendingarnar og segir Mulligan að ekkert bendi til þess að glæpsamlegt athæfi hafi átt sér stað þrátt fyrir að málið sé afar óvenjulegt. Ábendingarnar sem um ræðir hafa ekki einungis borist frá Dublin heldur einnig frá fleiri stöðum á Írlandi og segir hann að búið sé að fylgja þeim öllum eftir án árangurs. Þá segir Mulligan að búið sé að kanna hreyfingar á bankareikningi hans nýlega og þar hafi ekkert verið snert. Hann hafi ekki haft samband við neina fjölskyldumeðlimi eftir hvarfið sem sé undarlegt. Síðustu helgi leitaði írska björgunarsveitin, Dublin Civil Defence, á um kílómetra svæði í kringum hótelið sem hann bjó á í Dublin. Fjölskylda Jóns Þrastar sagði það vera að einhverju leyti jákvætt að ekkert hafi fundist á því svæði sem leitað var á því það haldi voninni lifandi. Davíð Karl Wiium, bróðir Jóns Þrastar, sagði í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2 á dögunum að allar líkur væru á því að Jón Þröstur hafi farið með leigubíl af því svæði sem hann sást síðast á. Fjölskyldan hefur ekki gefið upp vonina um að finna Jón Þröst og ætlar sé að vera áfram sýnileg, hengja upp plaköt og vinna að því að finna Jón Þröst. Írland Leitin að Jóni Þresti Tengdar fréttir Írar biðja fyrir því að Jón Þröstur finnist Sautján dagar eru síðan Jón Þröstur Jónsson hvarf á Írlandi. Utanríkisráðherrar Íslands og Írlands ræddu málið á fundi sínum í gær. Bróðir Jóns Þrastar gengur húsa á milli í leit að bróður sínum. Hann finnur fyrir stuðningi Íra. 26. febrúar 2019 06:30 Telja Jón Þröst hafa farið með leigubíl eftir hvarfið Írska björgunarsveitin, Dublin Civil Defence, leitaði án árangurs af Jóni Þresti Jónssyni á um kílómetra svæði kringum hótelið sem hann bjó á í Dublin í dag. 3. mars 2019 16:13 Segir ekkert óvenjulegt í fari Jóns Þrastar kvöldið fyrir hvarfið Greindi unnustu sinni frá því að hann hafi tapað pening en að hann hafi skemmt sér vel á pókermóti. 26. febrúar 2019 20:00 Greina frá því að Jón hafi tapað hálfri milljón króna kvöldið áður en hann hvarf Írskir fjölmiðlar greina frá því í dag að talið sé að Jón Þröstur Jónsson, Íslendingurinn sem leitað hefur verið að í Dyflinni í rúmar tvær vikur, hafi tapað um 4.000 evrum, eða sem samsvarar um hálfri milljón íslenskra króna, í póker kvöldið áður en hvarf. 26. febrúar 2019 11:04 Mest lesið Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Sjá meira
Michael Mulligan, yfirlögregluþjónn írsku lögreglunnar, segir írsku lögreglunni hafa borist margar ábendingar vegna hvarfs Jóns Þrastar Jónssonar sem sást síðast í Dublin þann 9. febrúar síðastliðinn en að sögn Mulligan fylgdust um 600 þúsund manns með umfjöllun um leitina. Þetta kemur fram á vef RÚV. Leit að Jóni Þresti hefur enn engan árangur borið þrátt fyrir ábendingarnar og segir Mulligan að ekkert bendi til þess að glæpsamlegt athæfi hafi átt sér stað þrátt fyrir að málið sé afar óvenjulegt. Ábendingarnar sem um ræðir hafa ekki einungis borist frá Dublin heldur einnig frá fleiri stöðum á Írlandi og segir hann að búið sé að fylgja þeim öllum eftir án árangurs. Þá segir Mulligan að búið sé að kanna hreyfingar á bankareikningi hans nýlega og þar hafi ekkert verið snert. Hann hafi ekki haft samband við neina fjölskyldumeðlimi eftir hvarfið sem sé undarlegt. Síðustu helgi leitaði írska björgunarsveitin, Dublin Civil Defence, á um kílómetra svæði í kringum hótelið sem hann bjó á í Dublin. Fjölskylda Jóns Þrastar sagði það vera að einhverju leyti jákvætt að ekkert hafi fundist á því svæði sem leitað var á því það haldi voninni lifandi. Davíð Karl Wiium, bróðir Jóns Þrastar, sagði í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2 á dögunum að allar líkur væru á því að Jón Þröstur hafi farið með leigubíl af því svæði sem hann sást síðast á. Fjölskyldan hefur ekki gefið upp vonina um að finna Jón Þröst og ætlar sé að vera áfram sýnileg, hengja upp plaköt og vinna að því að finna Jón Þröst.
Írland Leitin að Jóni Þresti Tengdar fréttir Írar biðja fyrir því að Jón Þröstur finnist Sautján dagar eru síðan Jón Þröstur Jónsson hvarf á Írlandi. Utanríkisráðherrar Íslands og Írlands ræddu málið á fundi sínum í gær. Bróðir Jóns Þrastar gengur húsa á milli í leit að bróður sínum. Hann finnur fyrir stuðningi Íra. 26. febrúar 2019 06:30 Telja Jón Þröst hafa farið með leigubíl eftir hvarfið Írska björgunarsveitin, Dublin Civil Defence, leitaði án árangurs af Jóni Þresti Jónssyni á um kílómetra svæði kringum hótelið sem hann bjó á í Dublin í dag. 3. mars 2019 16:13 Segir ekkert óvenjulegt í fari Jóns Þrastar kvöldið fyrir hvarfið Greindi unnustu sinni frá því að hann hafi tapað pening en að hann hafi skemmt sér vel á pókermóti. 26. febrúar 2019 20:00 Greina frá því að Jón hafi tapað hálfri milljón króna kvöldið áður en hann hvarf Írskir fjölmiðlar greina frá því í dag að talið sé að Jón Þröstur Jónsson, Íslendingurinn sem leitað hefur verið að í Dyflinni í rúmar tvær vikur, hafi tapað um 4.000 evrum, eða sem samsvarar um hálfri milljón íslenskra króna, í póker kvöldið áður en hvarf. 26. febrúar 2019 11:04 Mest lesið Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Sjá meira
Írar biðja fyrir því að Jón Þröstur finnist Sautján dagar eru síðan Jón Þröstur Jónsson hvarf á Írlandi. Utanríkisráðherrar Íslands og Írlands ræddu málið á fundi sínum í gær. Bróðir Jóns Þrastar gengur húsa á milli í leit að bróður sínum. Hann finnur fyrir stuðningi Íra. 26. febrúar 2019 06:30
Telja Jón Þröst hafa farið með leigubíl eftir hvarfið Írska björgunarsveitin, Dublin Civil Defence, leitaði án árangurs af Jóni Þresti Jónssyni á um kílómetra svæði kringum hótelið sem hann bjó á í Dublin í dag. 3. mars 2019 16:13
Segir ekkert óvenjulegt í fari Jóns Þrastar kvöldið fyrir hvarfið Greindi unnustu sinni frá því að hann hafi tapað pening en að hann hafi skemmt sér vel á pókermóti. 26. febrúar 2019 20:00
Greina frá því að Jón hafi tapað hálfri milljón króna kvöldið áður en hann hvarf Írskir fjölmiðlar greina frá því í dag að talið sé að Jón Þröstur Jónsson, Íslendingurinn sem leitað hefur verið að í Dyflinni í rúmar tvær vikur, hafi tapað um 4.000 evrum, eða sem samsvarar um hálfri milljón íslenskra króna, í póker kvöldið áður en hvarf. 26. febrúar 2019 11:04