Mánuður síðan Jón Þröstur hvarf í Dublin Ari Brynjólfsson skrifar 9. mars 2019 08:30 Myndir úr öryggismyndavélum hótelsins birtust í þættinum Crimecall í Írlandi. Heill mánuður er liðinn frá því Jón Þröstur Jónsson gekk út af hótelherbergi sínu á laugardagsmorgni og út á götur Dublin. Enn er ekkert vitað um afdrif hans. Hann sást á öryggismyndavél fyrir utan Highfield-hjúkrunarheimilið fyrir aftan hótelið upp úr klukkan 11. Þá var Jón Þröstur á gangi upp Swords Road, klæddur í svarta úlpu að reykja sígarettu. Fjölskylda Jóns Þrastar hélt til Írlands í vikunni eftir hvarfið. Þau hafa gert mikið til að vekja athygli á málinu. Til að byrja með vissu fáir á Írlandi af hvarfinu. Fjölskyldan, ásamt fjölmörgum sjálfboðaliðum, hefur dreift auglýsingum og komið fram í fjölmörgum sjónvarpsþáttum. Lögreglan á Írlandi hefur biðlað til almennings eftir upplýsingum, einnig leitast við að ná tali af öllum sem voru á Swords Road og Collins Avenue þennan morgun. Fjölmargar ábendingar hafa borist. Fjölskyldan, sjálfboðaliðar og björgunarsveitir eru búnar að leita af sér allan grun á svæðinu í kringum hótelið og þykir því líklegt að Jón Þröstur hafi stigið upp í leigubíl. Daníel Örn Wiium, yngri bróðir Jóns Þrastar, var á leið á fund með lögreglunni þegar Fréttablaðið náði tali af honum í gær. Hann segir það velta á vísbendingum lögreglunnar hvar, hvenær og hvort leitinni verður haldið áfram. „Það er margt fólk hérna tilbúið að hjálpa og bíður bara eftir því fara að leita. En ef hann hefur stigið upp í leigubíl þá gæti hann verið hvar sem er,“ segir Daníel Örn. Jón Þröstur og unnusta hans, Jana Guðjónsdóttir, ætluðu að verja tíu dögum á Írlandi. Hann ætlaði að taka þátt í pókermóti í þrjá daga vikunnar eftir komuna, annars ætluðu þau einfaldlega að skoða sig um. Hann spilaði póker á hótelinu kvöldið áður og tapaði nokkur hundruð þúsund krónum. Fjölskylda hans telur ólíklegt að það tengist hvarfinu á einhvern hátt. „Ég spila ekki póker sjálfur en ég hef hitt alla þessa menn í pókersambandinu hérna úti, þetta eru einfaldlega toppmenn,“ segir Daníel Örn. Þegar Jón Þröstur yfirgaf hótelið var hann ekki með síma eða vegabréf á sér. Hann var með greiðslukort en þau hafa ekki verið notuð. Talað hefur verið um að hann gæti verið með stóra fjárhæð í peningum á sér, Daníel Örn segir það mega rekja til misskilnings í kringum útvarpsviðtal skömmu eftir hvarfið. „Það var talað um að hann gæti verið með nokkra þúsundkalla á sér, þá vorum við að tala um krónur en ekki evrur. Ef hann er með eitthvað á sér, þá er það ekkert mikið.“ Ekkert getur útskýrt hvers vegna 41 árs leigubílstjóri, tveggja barna og tveggja stjúpbarna faðir, er horfinn. „Allir eru að klóra sér í hausnum yfir þessu. Fólk heima veit jafn mikið og við. Þetta er bara ein risastór ráðgáta.“ Birtist í Fréttablaðinu Írland Leitin að Jóni Þresti Tengdar fréttir Hvarf Jóns Þrastar undarlegt en ekki grunur um glæpsamlegt athæfi Michael Mulligan, yfirlögregluþjónn írsku lögreglunnar, segir írsku lögreglunni hafa borist margar ábendingar vegna hvarfs Jóns Þrastar Jónssonar sem sást síðast í Dublin þann 9. febrúar síðastliðinn. 7. mars 2019 23:30 Telja Jón Þröst hafa farið með leigubíl eftir hvarfið Írska björgunarsveitin, Dublin Civil Defence, leitaði án árangurs af Jóni Þresti Jónssyni á um kílómetra svæði kringum hótelið sem hann bjó á í Dublin í dag. 3. mars 2019 16:13 Móðir Jóns Þrastar biðlar til Íra Þetta eru skilaboð Hönnu Bjarkar Þrastardóttur til Íra, í sjónvarpsviðtali hjá fjölmiðlinum Virgin Media. Þar ræðir hún um hvarf sonar síns, Jóns Þrastar Jónssonar. 8. mars 2019 06:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fleiri fréttir Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Sjá meira
Heill mánuður er liðinn frá því Jón Þröstur Jónsson gekk út af hótelherbergi sínu á laugardagsmorgni og út á götur Dublin. Enn er ekkert vitað um afdrif hans. Hann sást á öryggismyndavél fyrir utan Highfield-hjúkrunarheimilið fyrir aftan hótelið upp úr klukkan 11. Þá var Jón Þröstur á gangi upp Swords Road, klæddur í svarta úlpu að reykja sígarettu. Fjölskylda Jóns Þrastar hélt til Írlands í vikunni eftir hvarfið. Þau hafa gert mikið til að vekja athygli á málinu. Til að byrja með vissu fáir á Írlandi af hvarfinu. Fjölskyldan, ásamt fjölmörgum sjálfboðaliðum, hefur dreift auglýsingum og komið fram í fjölmörgum sjónvarpsþáttum. Lögreglan á Írlandi hefur biðlað til almennings eftir upplýsingum, einnig leitast við að ná tali af öllum sem voru á Swords Road og Collins Avenue þennan morgun. Fjölmargar ábendingar hafa borist. Fjölskyldan, sjálfboðaliðar og björgunarsveitir eru búnar að leita af sér allan grun á svæðinu í kringum hótelið og þykir því líklegt að Jón Þröstur hafi stigið upp í leigubíl. Daníel Örn Wiium, yngri bróðir Jóns Þrastar, var á leið á fund með lögreglunni þegar Fréttablaðið náði tali af honum í gær. Hann segir það velta á vísbendingum lögreglunnar hvar, hvenær og hvort leitinni verður haldið áfram. „Það er margt fólk hérna tilbúið að hjálpa og bíður bara eftir því fara að leita. En ef hann hefur stigið upp í leigubíl þá gæti hann verið hvar sem er,“ segir Daníel Örn. Jón Þröstur og unnusta hans, Jana Guðjónsdóttir, ætluðu að verja tíu dögum á Írlandi. Hann ætlaði að taka þátt í pókermóti í þrjá daga vikunnar eftir komuna, annars ætluðu þau einfaldlega að skoða sig um. Hann spilaði póker á hótelinu kvöldið áður og tapaði nokkur hundruð þúsund krónum. Fjölskylda hans telur ólíklegt að það tengist hvarfinu á einhvern hátt. „Ég spila ekki póker sjálfur en ég hef hitt alla þessa menn í pókersambandinu hérna úti, þetta eru einfaldlega toppmenn,“ segir Daníel Örn. Þegar Jón Þröstur yfirgaf hótelið var hann ekki með síma eða vegabréf á sér. Hann var með greiðslukort en þau hafa ekki verið notuð. Talað hefur verið um að hann gæti verið með stóra fjárhæð í peningum á sér, Daníel Örn segir það mega rekja til misskilnings í kringum útvarpsviðtal skömmu eftir hvarfið. „Það var talað um að hann gæti verið með nokkra þúsundkalla á sér, þá vorum við að tala um krónur en ekki evrur. Ef hann er með eitthvað á sér, þá er það ekkert mikið.“ Ekkert getur útskýrt hvers vegna 41 árs leigubílstjóri, tveggja barna og tveggja stjúpbarna faðir, er horfinn. „Allir eru að klóra sér í hausnum yfir þessu. Fólk heima veit jafn mikið og við. Þetta er bara ein risastór ráðgáta.“
Birtist í Fréttablaðinu Írland Leitin að Jóni Þresti Tengdar fréttir Hvarf Jóns Þrastar undarlegt en ekki grunur um glæpsamlegt athæfi Michael Mulligan, yfirlögregluþjónn írsku lögreglunnar, segir írsku lögreglunni hafa borist margar ábendingar vegna hvarfs Jóns Þrastar Jónssonar sem sást síðast í Dublin þann 9. febrúar síðastliðinn. 7. mars 2019 23:30 Telja Jón Þröst hafa farið með leigubíl eftir hvarfið Írska björgunarsveitin, Dublin Civil Defence, leitaði án árangurs af Jóni Þresti Jónssyni á um kílómetra svæði kringum hótelið sem hann bjó á í Dublin í dag. 3. mars 2019 16:13 Móðir Jóns Þrastar biðlar til Íra Þetta eru skilaboð Hönnu Bjarkar Þrastardóttur til Íra, í sjónvarpsviðtali hjá fjölmiðlinum Virgin Media. Þar ræðir hún um hvarf sonar síns, Jóns Þrastar Jónssonar. 8. mars 2019 06:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fleiri fréttir Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Sjá meira
Hvarf Jóns Þrastar undarlegt en ekki grunur um glæpsamlegt athæfi Michael Mulligan, yfirlögregluþjónn írsku lögreglunnar, segir írsku lögreglunni hafa borist margar ábendingar vegna hvarfs Jóns Þrastar Jónssonar sem sást síðast í Dublin þann 9. febrúar síðastliðinn. 7. mars 2019 23:30
Telja Jón Þröst hafa farið með leigubíl eftir hvarfið Írska björgunarsveitin, Dublin Civil Defence, leitaði án árangurs af Jóni Þresti Jónssyni á um kílómetra svæði kringum hótelið sem hann bjó á í Dublin í dag. 3. mars 2019 16:13
Móðir Jóns Þrastar biðlar til Íra Þetta eru skilaboð Hönnu Bjarkar Þrastardóttur til Íra, í sjónvarpsviðtali hjá fjölmiðlinum Virgin Media. Þar ræðir hún um hvarf sonar síns, Jóns Þrastar Jónssonar. 8. mars 2019 06:00
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent