Móðir Jóns Þrastar biðlar til Íra Baldur Guðmundsson skrifar 8. mars 2019 06:00 Hanna Björk segir að hún ætli ekki frá Írlandi án Jóns. Mynd/Virgin Media „Ekki hræðast það að stíga fram. Þið sem getið gefið okkur vísbendingar, hafið talað við hann eða hitt hann – eða vitið hvar er hann er niður kominn – ekki vera hrædd. Það er aldrei of seint. Írar eru indælt fólk. Ég bið ykkur, sem móðir.“ Þetta eru skilaboð Hönnu Bjarkar Þrastardóttur til Íra, í sjónvarpsviðtali hjá fjölmiðlinum Virgin Media. Þar ræðir hún um hvarf sonar síns, Jóns Þrastar Jónssonar, sem ekkert hefur spurst til í tæpan mánuð. Hann var í Dublin á Írlandi þegar hann hvarf. Upptökur á myndbandsupptökuvélum 7. febrúar eru það síðasta sem spurst hefur til hans. Ítarleg leit hefur engan árangur borið. Hanna segir í myndbandinu að hún hafi fengið taugaáfall þegar hún heyrði að hann væri týndur – og hefði varla trúað því. „Það gat ekki verið satt. Þetta var svo ólíkt honum – þetta bara gat ekki verið,“ segir hún um fyrstu viðbrögðin. Hanna segir að þetta sé það erfiðasta sem hún hafi tekist á við í lífi sínu. „Mér dettur ekkert verra í hug en að vita ekki hvar barnið mitt er,“ segir hún. Jón Þröstur var ekki með síma sinn eða vegabréf þegar hann gekk út af hótelinu sem hann dvaldi á með eiginkonu sinni. Í viðtalinu kemur hins vegar fram að hann hafi verið með greiðslukortin og jafnvel seðlabúnt. Hún segist í viðtalinu ekki útiloka að eitthvað slæmt hafi komið fyrir og kveðst ekki ætla frá Írlandi án sonar síns og biðlar til Íra að færa fjölskyldunni vísbendingar. Birtist í Fréttablaðinu Írland Leitin að Jóni Þresti Lögreglumál Tengdar fréttir Hvarf Jóns Þrastar undarlegt en ekki grunur um glæpsamlegt athæfi Michael Mulligan, yfirlögregluþjónn írsku lögreglunnar, segir írsku lögreglunni hafa borist margar ábendingar vegna hvarfs Jóns Þrastar Jónssonar sem sást síðast í Dublin þann 9. febrúar síðastliðinn. 7. mars 2019 23:30 Vongóð um að írska björgunarsveitin hefji leit að Jóni Þresti Jónssyni Rúmar þrjár vikur eru síðan Jón Þröstur Jónsson hvarf í Dublin. Fjölmargar ábendingar hafa borist frá almenning eftir mikla fjölmiðlaumfjöllun á Írlandi síðustu helgi að sögn bróður Jóns. Nokkrir segjast hafa séð Jón Þröst dagana eftir hvarf hans. Bróðir hans er vongóður um að írsku björgunarsveitirnar hefji leit að honum. 3. mars 2019 12:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku Sjá meira
„Ekki hræðast það að stíga fram. Þið sem getið gefið okkur vísbendingar, hafið talað við hann eða hitt hann – eða vitið hvar er hann er niður kominn – ekki vera hrædd. Það er aldrei of seint. Írar eru indælt fólk. Ég bið ykkur, sem móðir.“ Þetta eru skilaboð Hönnu Bjarkar Þrastardóttur til Íra, í sjónvarpsviðtali hjá fjölmiðlinum Virgin Media. Þar ræðir hún um hvarf sonar síns, Jóns Þrastar Jónssonar, sem ekkert hefur spurst til í tæpan mánuð. Hann var í Dublin á Írlandi þegar hann hvarf. Upptökur á myndbandsupptökuvélum 7. febrúar eru það síðasta sem spurst hefur til hans. Ítarleg leit hefur engan árangur borið. Hanna segir í myndbandinu að hún hafi fengið taugaáfall þegar hún heyrði að hann væri týndur – og hefði varla trúað því. „Það gat ekki verið satt. Þetta var svo ólíkt honum – þetta bara gat ekki verið,“ segir hún um fyrstu viðbrögðin. Hanna segir að þetta sé það erfiðasta sem hún hafi tekist á við í lífi sínu. „Mér dettur ekkert verra í hug en að vita ekki hvar barnið mitt er,“ segir hún. Jón Þröstur var ekki með síma sinn eða vegabréf þegar hann gekk út af hótelinu sem hann dvaldi á með eiginkonu sinni. Í viðtalinu kemur hins vegar fram að hann hafi verið með greiðslukortin og jafnvel seðlabúnt. Hún segist í viðtalinu ekki útiloka að eitthvað slæmt hafi komið fyrir og kveðst ekki ætla frá Írlandi án sonar síns og biðlar til Íra að færa fjölskyldunni vísbendingar.
Birtist í Fréttablaðinu Írland Leitin að Jóni Þresti Lögreglumál Tengdar fréttir Hvarf Jóns Þrastar undarlegt en ekki grunur um glæpsamlegt athæfi Michael Mulligan, yfirlögregluþjónn írsku lögreglunnar, segir írsku lögreglunni hafa borist margar ábendingar vegna hvarfs Jóns Þrastar Jónssonar sem sást síðast í Dublin þann 9. febrúar síðastliðinn. 7. mars 2019 23:30 Vongóð um að írska björgunarsveitin hefji leit að Jóni Þresti Jónssyni Rúmar þrjár vikur eru síðan Jón Þröstur Jónsson hvarf í Dublin. Fjölmargar ábendingar hafa borist frá almenning eftir mikla fjölmiðlaumfjöllun á Írlandi síðustu helgi að sögn bróður Jóns. Nokkrir segjast hafa séð Jón Þröst dagana eftir hvarf hans. Bróðir hans er vongóður um að írsku björgunarsveitirnar hefji leit að honum. 3. mars 2019 12:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku Sjá meira
Hvarf Jóns Þrastar undarlegt en ekki grunur um glæpsamlegt athæfi Michael Mulligan, yfirlögregluþjónn írsku lögreglunnar, segir írsku lögreglunni hafa borist margar ábendingar vegna hvarfs Jóns Þrastar Jónssonar sem sást síðast í Dublin þann 9. febrúar síðastliðinn. 7. mars 2019 23:30
Vongóð um að írska björgunarsveitin hefji leit að Jóni Þresti Jónssyni Rúmar þrjár vikur eru síðan Jón Þröstur Jónsson hvarf í Dublin. Fjölmargar ábendingar hafa borist frá almenning eftir mikla fjölmiðlaumfjöllun á Írlandi síðustu helgi að sögn bróður Jóns. Nokkrir segjast hafa séð Jón Þröst dagana eftir hvarf hans. Bróðir hans er vongóður um að írsku björgunarsveitirnar hefji leit að honum. 3. mars 2019 12:00