Enski boltinn

Moore rekinn frá West Brom

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Örlög Moore voru ráðin eftir jafntefli við Ipswich í dag.
Örlög Moore voru ráðin eftir jafntefli við Ipswich í dag. vísir/getty
Darren Moore hefur verið sagt upp störfum sem knattspyrnustjóra enska B-deildarliðsins West Brom. Hann stýrði liðinu í síðasta sinn í 1-1 jafntefli við Ipswich Town í dag.

West Brom er í 4. sæti ensku B-deildarinnar, níu stigum frá 2. sætinu. Liðið hefur ekki unnið í síðustu þremur leikjum sínum og aðeins unnið fjóra af síðustu tólf.

Moore tók við West Brom af Alan Pardew í apríl 2018. Þrátt fyrir góðan árangur undir hans stjórn tókst liðinu ekki að bjarga sér frá falli úr úrvalsdeildinni. Moore var m.a. valinn stjóri apríl-mánaðar í ensku úrvalsdeildinni í fyrra.

Moore, sem er 44 ára, lék með West Brom á árunum 2001-06. Á þeim tíma komst liðið tvívegis upp í ensku úrvalsdeildina.

Aðalliðsþjálfarinn James Shan stýrir West Brom þar til nýr stjóri hefur verið fundinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×