Vegfarendur skilji ekki umferðarmerki um forgang Sighvatur Jónsson skrifar 20. febrúar 2019 22:00 Umferðarmerki sem sýnir hvor akstursstefna á forgang þykir ekki nógu skýrt til notkunar við einbreiðar brýr á Íslandi. Hjá Vegagerðinni er til skoðunar að breyta hönnun merkisins til að taka af allan vafa um hvort fólk á að aka áfram eða bíða. Í drögum að endurskoðun umferðarlaga er settar fram hugmyndir um samræmingu hámarkshraða allra ökutækja. Hörður Gunnarsson, framkvæmdastjóri Olíudreifingar, telur vegakerfið ekki þola þungaflutninga á 90 kílómetra hraða á klukkustund. Hann nefnir lélegar vegaxlir sem dæmi um slæmt ástand vega. „Þessar vegaxlir gefa sig oftar en ekki og við höfum til dæmis lent í nokkrum slysum út af því. Þar ertu að virða allar reglur með tilliti til þungatakmarkana en vegurinn ber bara ekki þann þunga,“ segir Hörður.Auður Þóra Árnadóttir, forstöðumaður umferðardeildar Vegagerðarinnar.Vísir/BaldurAðgreina akreinar með vegriðum Meira en 40% banaslysa á þjóðvegum í dreifbýli verða þegar bílar lenda saman. Þess vegna vill Vegagerðin aðgreina akreinar með vegriðum. „Það er gríðarlega mikilvægt að fara í það þar sem umferðin er mikil því eftir því sem umferð eykst þá aukast líkur á því að bílar úr gagnstæðum áttum rekist saman,“ segir Auður Þóra Árnadóttir, forstöðumaður umferðardeildar Vegagerðarinnar.Beðið með forgangsmerki við brýr Eftir banaslys á brúnni yfir Núpsvötn í lok síðasta árs ákvað Vegagerðin að lækka hámarkshraða við hluta einbreiðra brúa í 50 kílómetra á klukkustund. Miðað er við brýr þar sem umferð er meiri en 300 bílar á dag. Einnig var til skoðunar að merkja að umferð í aðra áttina hefði forgang. „Að vel athugðu máli ákváðum við að gera þetta ekki að sinni því við erum einfaldlega hrædd um að þetta sé ekki alveg nógu skýrt, menn eru ekki alveg með á hreinu hvort þeir eigi réttinn eða ekki og þá getur þetta skapað hættu,“ segir Auður Þóra. Fólk ruglast sem sagt á því hvort rauða örin eða sú svarta merkir forgang. Auður Þóra nefnir sem dæmi að í Nýja Sjálandi hafi rauða örin verið minnkuð til að taka af allan vafa um það að svarta örin gefur til kynna hvor á forgang. Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Umferðarmerki sem sýnir hvor akstursstefna á forgang þykir ekki nógu skýrt til notkunar við einbreiðar brýr á Íslandi. Hjá Vegagerðinni er til skoðunar að breyta hönnun merkisins til að taka af allan vafa um hvort fólk á að aka áfram eða bíða. Í drögum að endurskoðun umferðarlaga er settar fram hugmyndir um samræmingu hámarkshraða allra ökutækja. Hörður Gunnarsson, framkvæmdastjóri Olíudreifingar, telur vegakerfið ekki þola þungaflutninga á 90 kílómetra hraða á klukkustund. Hann nefnir lélegar vegaxlir sem dæmi um slæmt ástand vega. „Þessar vegaxlir gefa sig oftar en ekki og við höfum til dæmis lent í nokkrum slysum út af því. Þar ertu að virða allar reglur með tilliti til þungatakmarkana en vegurinn ber bara ekki þann þunga,“ segir Hörður.Auður Þóra Árnadóttir, forstöðumaður umferðardeildar Vegagerðarinnar.Vísir/BaldurAðgreina akreinar með vegriðum Meira en 40% banaslysa á þjóðvegum í dreifbýli verða þegar bílar lenda saman. Þess vegna vill Vegagerðin aðgreina akreinar með vegriðum. „Það er gríðarlega mikilvægt að fara í það þar sem umferðin er mikil því eftir því sem umferð eykst þá aukast líkur á því að bílar úr gagnstæðum áttum rekist saman,“ segir Auður Þóra Árnadóttir, forstöðumaður umferðardeildar Vegagerðarinnar.Beðið með forgangsmerki við brýr Eftir banaslys á brúnni yfir Núpsvötn í lok síðasta árs ákvað Vegagerðin að lækka hámarkshraða við hluta einbreiðra brúa í 50 kílómetra á klukkustund. Miðað er við brýr þar sem umferð er meiri en 300 bílar á dag. Einnig var til skoðunar að merkja að umferð í aðra áttina hefði forgang. „Að vel athugðu máli ákváðum við að gera þetta ekki að sinni því við erum einfaldlega hrædd um að þetta sé ekki alveg nógu skýrt, menn eru ekki alveg með á hreinu hvort þeir eigi réttinn eða ekki og þá getur þetta skapað hættu,“ segir Auður Þóra. Fólk ruglast sem sagt á því hvort rauða örin eða sú svarta merkir forgang. Auður Þóra nefnir sem dæmi að í Nýja Sjálandi hafi rauða örin verið minnkuð til að taka af allan vafa um það að svarta örin gefur til kynna hvor á forgang.
Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira