Bitnar á fjárhag mæðra þegar feður taka styttra fæðingarorlof Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. febrúar 2019 22:30 Feður taka sífellt styttra fæðingarorlof. Fjórðungur þeirra ákvað að taka sér ekki neitt orlof árið 2017. Getty/Mayte Torres Feður taka mun styttra fæðingarorlof heldur en þeir gerðu fyrir aðeins áratugi síðan samkvæmt tölum frá Fæðingarorlofssjóði. Aðeins 10 prósent karla taka meira en þrjá mánuði í fæðingarorlof á meðan hlutfallið hjá mæðrum er um 95 prósent. Þessi tilhögun bitnar á mæðrum sem missa tekjur og safna minni lífeyri á meðan á fæðingarorlofinu stendur. Þetta segir Björn Berg Gunnarsson, fræðslustjóri hjá Íslandsbanka, sem stóð fyrir fræðslufundi um barneignir og fjármál í dag. Björn segist ekki vita hvers vegna feður taki minna fæðingarorlof og leikur hugur á að vita hvers vegna þessi mikla breyting hafi orðið á tilhöguninni. Hann segir að ástæðan gæti verið vegna hámarksgreiðslna úr Fæðingarorlofssjóði. „Kannski er það að hafa þau áhrif að það er tekin sú ákvörðun að bara annað foreldrið taki langt orlof og það lendir þá augljóslega þannig að það eru konurnar sem eru að taka á sig að fara í lengra orlof. Þær eru þá að missa tekjur á meðan og að safna mun minni lífeyri á meðan á því stendur,“ segir Björn.Færri börn og síðar á lífsleiðinni Björn segir að fólk hér á landi eignist mun færri börn og seinna á lífsleiðinni en áður. Hann bendir á að þetta gæti orðið þróunin með meiri þátttöku kvenna á vinnumarkaði. „Það getur þá verið fylgifiskur þess að staða kvenna á vinnumarkaði sé sterkari og betri og þróunin sé þar í rétta átt en hún verði þá til þess að hugsanlega sé barneignum frestað og þá að færri börn eru að fæðast. Þetta virðist frekar vera að gerast í löndum þar sem er mikil velmegun.“Hlutfall kvenna og karla sem taka lengra fæðingarolof en 90 daga.ÍslandsbankiErfitt að komast hjá tekjutapi með barneignum Björn segir að það geti sett strik í reikninginn varðandi fjármál heimilisins að eignast barn þrátt fyrir heilmikilli aðstoð frá hinu opinbera. „Fæðingarorlofsgreiðslur hafa auðvitað hækkað, hámarkið hefur hækkað um 20 prósent á undanförnum tveimur árum, það er búið að hækka barnabætur, það er verið að greiða niður vist hjá dagforeldrum og allt mögulegt en samt sem áður er mjög erfitt að komast hjá því að verða fyrir umtalsverðu tekjutapi á meðan farið er í orlof til dæmis. Það eru svo mikil útgjöld sem geta fylgt þessu, það vita það allir sem hafa eignast börn að það er dýrara að kaupa bílstól en maður kannski heldur. Það þarf að gera hitt og þetta og kaupa hitt og þetta og það er erfitt að þurfa að hafa áhyggjur af fjármálahliðinni þegar þar að kemur og gott að vera búin að undirbúa sig.“Björn Berg fjallaði um börn og fjármál í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis í dag og má hlusta á viðtalið í spilaranum hér að neðan. Börn og uppeldi Fjölskyldumál Jafnréttismál Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Stefnir í að fæðingum fækki aftur í ár Aldrei hafa fæðst fleiri börn á einu ári hér á landi en á síðasta ári, þegar 5.027 börn komu í heiminn. Samkvæmt samantekt Hagstofunnar fæddust alls 2.466 stúlkur og 2.561 drengur árið 2009. Þetta er 111 börnum fleira en fyrra met frá árinu 1960, þegar 4.916 börn fæddust, og 192 fleiri en fæddust árið 2008. 11. september 2010 06:00 Mikið menntaðir Íslendingar eignast færri börn Einstaklingar með mikla menntun eignast færri börn en þeir sem hafa ekki menntað sig samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar Íslenskrar erfðagreiningar. Þeir sem mælast hátt í eiginleikum til að mennta sig mikið en hafa engu að síður litla menntun eiga líka færri börn en þeir sem mælast lágt. 20. janúar 2017 18:05 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Feður taka mun styttra fæðingarorlof heldur en þeir gerðu fyrir aðeins áratugi síðan samkvæmt tölum frá Fæðingarorlofssjóði. Aðeins 10 prósent karla taka meira en þrjá mánuði í fæðingarorlof á meðan hlutfallið hjá mæðrum er um 95 prósent. Þessi tilhögun bitnar á mæðrum sem missa tekjur og safna minni lífeyri á meðan á fæðingarorlofinu stendur. Þetta segir Björn Berg Gunnarsson, fræðslustjóri hjá Íslandsbanka, sem stóð fyrir fræðslufundi um barneignir og fjármál í dag. Björn segist ekki vita hvers vegna feður taki minna fæðingarorlof og leikur hugur á að vita hvers vegna þessi mikla breyting hafi orðið á tilhöguninni. Hann segir að ástæðan gæti verið vegna hámarksgreiðslna úr Fæðingarorlofssjóði. „Kannski er það að hafa þau áhrif að það er tekin sú ákvörðun að bara annað foreldrið taki langt orlof og það lendir þá augljóslega þannig að það eru konurnar sem eru að taka á sig að fara í lengra orlof. Þær eru þá að missa tekjur á meðan og að safna mun minni lífeyri á meðan á því stendur,“ segir Björn.Færri börn og síðar á lífsleiðinni Björn segir að fólk hér á landi eignist mun færri börn og seinna á lífsleiðinni en áður. Hann bendir á að þetta gæti orðið þróunin með meiri þátttöku kvenna á vinnumarkaði. „Það getur þá verið fylgifiskur þess að staða kvenna á vinnumarkaði sé sterkari og betri og þróunin sé þar í rétta átt en hún verði þá til þess að hugsanlega sé barneignum frestað og þá að færri börn eru að fæðast. Þetta virðist frekar vera að gerast í löndum þar sem er mikil velmegun.“Hlutfall kvenna og karla sem taka lengra fæðingarolof en 90 daga.ÍslandsbankiErfitt að komast hjá tekjutapi með barneignum Björn segir að það geti sett strik í reikninginn varðandi fjármál heimilisins að eignast barn þrátt fyrir heilmikilli aðstoð frá hinu opinbera. „Fæðingarorlofsgreiðslur hafa auðvitað hækkað, hámarkið hefur hækkað um 20 prósent á undanförnum tveimur árum, það er búið að hækka barnabætur, það er verið að greiða niður vist hjá dagforeldrum og allt mögulegt en samt sem áður er mjög erfitt að komast hjá því að verða fyrir umtalsverðu tekjutapi á meðan farið er í orlof til dæmis. Það eru svo mikil útgjöld sem geta fylgt þessu, það vita það allir sem hafa eignast börn að það er dýrara að kaupa bílstól en maður kannski heldur. Það þarf að gera hitt og þetta og kaupa hitt og þetta og það er erfitt að þurfa að hafa áhyggjur af fjármálahliðinni þegar þar að kemur og gott að vera búin að undirbúa sig.“Björn Berg fjallaði um börn og fjármál í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis í dag og má hlusta á viðtalið í spilaranum hér að neðan.
Börn og uppeldi Fjölskyldumál Jafnréttismál Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Stefnir í að fæðingum fækki aftur í ár Aldrei hafa fæðst fleiri börn á einu ári hér á landi en á síðasta ári, þegar 5.027 börn komu í heiminn. Samkvæmt samantekt Hagstofunnar fæddust alls 2.466 stúlkur og 2.561 drengur árið 2009. Þetta er 111 börnum fleira en fyrra met frá árinu 1960, þegar 4.916 börn fæddust, og 192 fleiri en fæddust árið 2008. 11. september 2010 06:00 Mikið menntaðir Íslendingar eignast færri börn Einstaklingar með mikla menntun eignast færri börn en þeir sem hafa ekki menntað sig samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar Íslenskrar erfðagreiningar. Þeir sem mælast hátt í eiginleikum til að mennta sig mikið en hafa engu að síður litla menntun eiga líka færri börn en þeir sem mælast lágt. 20. janúar 2017 18:05 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Stefnir í að fæðingum fækki aftur í ár Aldrei hafa fæðst fleiri börn á einu ári hér á landi en á síðasta ári, þegar 5.027 börn komu í heiminn. Samkvæmt samantekt Hagstofunnar fæddust alls 2.466 stúlkur og 2.561 drengur árið 2009. Þetta er 111 börnum fleira en fyrra met frá árinu 1960, þegar 4.916 börn fæddust, og 192 fleiri en fæddust árið 2008. 11. september 2010 06:00
Mikið menntaðir Íslendingar eignast færri börn Einstaklingar með mikla menntun eignast færri börn en þeir sem hafa ekki menntað sig samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar Íslenskrar erfðagreiningar. Þeir sem mælast hátt í eiginleikum til að mennta sig mikið en hafa engu að síður litla menntun eiga líka færri börn en þeir sem mælast lágt. 20. janúar 2017 18:05
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?