Mikið menntaðir Íslendingar eignast færri börn Þorbjörn Þórðarson skrifar 20. janúar 2017 18:05 Einstaklingar með mikla menntun eignast færri börn en þeir sem hafa ekki menntað sig samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar Íslenskrar erfðagreiningar. Þeir sem mælast hátt í eiginleikum til að mennta sig mikið en hafa engu að síður litla menntun eiga líka færri börn en þeir sem mælast lágt. Í rannsókninni skoðuðu vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar hvernig arfgeng tilhneiging manna til að sækja sér menntun hefur breyst á nokkrum áratugum. Skoðað var erfðamengi 129.808 Íslendinga sem voru á lífi á árunum 1910-1990. „Það sem við sýndum fram í íslensku samfélagi, sem menn hafa vitað lengi, er að fólk sem hefur mikla menntun á að meðaltali færri börn heldur en fólk sem er með litla menntun. Það á rætur sínar að mestu leyti í því að þeir sem eru með mikla menntun fresta því að eignast sitt fyrsta barn,“ segir Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Íslensk erfðagreining tók alla breytanleika í erfðamengingu sem hefur áhrif á þá menntun sem fólk sækir sér og búið var til mælitæki. Þeir sem mældust hátt í mælingu hafa mikla tilhneigingu til að sækja sér menntun. Þeir sem mældust lágt hafa litla tilhneigingu til þess. „Við sýndum fram á að þessir breytileikar sem tengjast mikilli menntun eru að verða fágætari og fágætari í íslenskum erfðamengjum. Það sem er áhugavert er að ef þú tekur þá sem mælast hátt en hafa engu að síður litla menntun, þeir eiga færri börn en þeir sem mælast lágt,“ segir Kári. Hann segir að þannig sé það ekki menntunin sem slík sem kemur í veg fyrir að menn eignist börn heldur þessi arfgenga tilhneiging. Hafa verði í huga að þegar rætt sé um jákvætt val og neikvætt val á eiginleikum þá þýði það að þeir sem hafi þennan eiginleika hafi fleiri börn sem komist á legg og eignist síðan sjálfir börn. Kári segir að Íslendingar séu prýðilegt dýramódel fyrir manneskjuna og hann segist sannfærður um að niðurstöðurnar gildi um allar þjóðir Evrópu, ef ekki allar þjóðir heims. ÍE hyggst fylgja niðurstöðunum eftir með frekari rannsóknum. Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira
Einstaklingar með mikla menntun eignast færri börn en þeir sem hafa ekki menntað sig samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar Íslenskrar erfðagreiningar. Þeir sem mælast hátt í eiginleikum til að mennta sig mikið en hafa engu að síður litla menntun eiga líka færri börn en þeir sem mælast lágt. Í rannsókninni skoðuðu vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar hvernig arfgeng tilhneiging manna til að sækja sér menntun hefur breyst á nokkrum áratugum. Skoðað var erfðamengi 129.808 Íslendinga sem voru á lífi á árunum 1910-1990. „Það sem við sýndum fram í íslensku samfélagi, sem menn hafa vitað lengi, er að fólk sem hefur mikla menntun á að meðaltali færri börn heldur en fólk sem er með litla menntun. Það á rætur sínar að mestu leyti í því að þeir sem eru með mikla menntun fresta því að eignast sitt fyrsta barn,“ segir Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Íslensk erfðagreining tók alla breytanleika í erfðamengingu sem hefur áhrif á þá menntun sem fólk sækir sér og búið var til mælitæki. Þeir sem mældust hátt í mælingu hafa mikla tilhneigingu til að sækja sér menntun. Þeir sem mældust lágt hafa litla tilhneigingu til þess. „Við sýndum fram á að þessir breytileikar sem tengjast mikilli menntun eru að verða fágætari og fágætari í íslenskum erfðamengjum. Það sem er áhugavert er að ef þú tekur þá sem mælast hátt en hafa engu að síður litla menntun, þeir eiga færri börn en þeir sem mælast lágt,“ segir Kári. Hann segir að þannig sé það ekki menntunin sem slík sem kemur í veg fyrir að menn eignist börn heldur þessi arfgenga tilhneiging. Hafa verði í huga að þegar rætt sé um jákvætt val og neikvætt val á eiginleikum þá þýði það að þeir sem hafi þennan eiginleika hafi fleiri börn sem komist á legg og eignist síðan sjálfir börn. Kári segir að Íslendingar séu prýðilegt dýramódel fyrir manneskjuna og hann segist sannfærður um að niðurstöðurnar gildi um allar þjóðir Evrópu, ef ekki allar þjóðir heims. ÍE hyggst fylgja niðurstöðunum eftir með frekari rannsóknum.
Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira