Lífið

Tvær konur til viðbótar saka R.Kelly um kynferðisbrot

Andri Eysteinsson skrifar
Enn bætist á lista yfir konur sem saka R.Kelly um kynferðisbrot.
Enn bætist á lista yfir konur sem saka R.Kelly um kynferðisbrot. Vísir/Getty

Tvær konur, þær Rochelle Washington og Latresa Scaff, hafa nú stigið fram og lýst kynferðisofbeldi sem þær segja að bandaríski tónlistarmaðurinn Robert Sylvester Kelly, betur þekktur sem R.Kelly, hafi beitt þær á tíunda áratug síðustu aldar. BBC greinir frá.



Washington og Scaff, héldu ásamt lögfræðingi sínum, Gloriu Alfred, blaðamannafund í New York þar sem þær lýstu reynslu sinni af söngvaranum. Konurnar segja að starfsfólk söngvarans hafi hleypt þeim baksviðs eftir tónleika R. Kelly í borginni Baltimore í Marylandríki árið 1995 eða 1996.



Konurnar sem í dag eru 40 og 39 ára gamlar segja að starfsfólkið hafi gefið þeim kókaín, kannabis og áfengi og sagt þeim að bíða eftir söngvaranum á hótelherbergi hans eftir tónleikana. Þar hafi hann króað þær af og krafist þess að þær stunduðu með honum kynlíf.



Önnur kvennanna, Rochelle Washington, segist hafa neitað óskum söngvarans og farið á salernið en Scaff hafi stundað með honum kynlíf. Latresa Scaff sem var á þeim tíma 16-17 ára gömul segist ekki hafa verið í ástandi til þess að veita samþykki sitt, vegna ölvunar.



Lögfræðingur kvennanna, Gloria Alfred, starfar einnig fyrir fleiri konur sem ásakað hafa R.Kelly. Á blaðamannafundinum hafði Alfreð þetta að segja um söngvarann: „Þú getur ekki flúið og þú hefur engan stað til að felast, þú hefur komist upp með kynferðisbrot þín í allt of langan tíma“



Skammt er frá því að heimildamyndin Surviving R. Kelly var í umræðunni en þar var ljósi varpað á skuggalega fortíð söngvarans. Leiddi myndin til þess að tónlist R.Kelly var fjarlægð af Spotify ásamt því að fjöldi tónlistarmanna baðst afsökunar á því að hafa unnið með honum.


Tengdar fréttir

Sony lætur R. Kelly gossa

Fyrirtækið vill hafa lágt um ákvörðunina og ætlar ekki að senda frá sér sérstaka yfirlýsingu vegna málsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×