„Þá verða bara fleiri flibbakallar í Miðflokknum“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. febrúar 2019 15:34 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins. Vísir/vilhelm Inga Sæland formaður Flokks fólksins segir það ekki hafa komið sér á óvart að Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, fyrrverandi þingmenn Flokks fólksins, hafi gengið í Miðflokkinn. Hún furðar sig þó á tímasetningu yfirlýsingarinnar, sérstaklega í ljósi nýrra skoðanakannana á fylgi flokkanna. Jafnframt leggur hún áherslu á svik Karls Gauta og Ólafs við kjósendur sína. Karl Gauti og Ólafur tilkynntu um það í dag að þeir væru gengnir til liðs við Miðflokkinn en þeir voru reknir úr Flokki fólksins í desember eftir að upptökurnar á barnum Klaustri voru gerðar opinberar. Hafa þeir síðan setið á Alþingi sem óháðir þingmenn utan flokka. Voru allan tímann að svíkja kjósendur sína „Ég heyrði það formlega í dag en búin að hafa á tilfinningunni ansi lengi, eins og ég hef nú sagt víðsvegar um lönd og strönd,“ segir Inga í samtali við Vísi, innt eftir viðbrögðum við inngöngu Karls Gauta og Ólafs í Miðflokkinn. Hún segist ekki hafa vitað af málinu fyrirfram þar sem hún sé ekki í samskiptum við þingmennina tvö. „Ég hef aldrei talað við þá síðan þetta kom upp, það eru engin samskipti við þessa einstaklinga.“Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, fyrrverandi þingmenn Flokks fólksins og nýir þingmenn Miðflokksins.Vísir/Friðrik Þór HalldórssonInga segir aðspurð að yfirlýsing Karls Gauta og Ólafs hafi ekki komið sér á óvart. Hins vegar furði hún sig á því að þeir hafi ákveðið að tilkynna um flokkaskiptin í dag og vísar í nýja könnun á fylgi stjórnmálaflokkanna. „Alls ekki, ég beið bara eftir þessu. Það kemur mér kannski á óvart tímasetningin en ég býst við að hún sé í kjölfarið á þessari slöku skoðanakönnun Miðflokksins í gær [innskot blm. könnunin birtist í fyrradag] þar sem að Flokkur fólksins var með 6,9 prósent en Miðflokkurinn 6,1. Kannski eru þeir að vonast til þess að geta haldið áfram að stela fleiri kjósendum frá Flokki fólksins eins og þeir eru að gera með því að flytja sig yfir í Miðflokkinn. Því að eitt er alveg víst að enginn sem setti x við F var að kjósa auðkýfinginn Sigmund Davíð. Þá hefðu þeir einfaldlega sett x við M,“ segir Inga. „Þannig að þeir eru náttúrulega bara að svíkja kjósendur sína, ekkert annað, og voru að því allan tímann.“Römmuðu inn það sem þeir unnu að á Klaustri Inga er hörð á því að hún hyggist ekki starfa með Karli Gauta og Ólafi á þingi og umgangist þá aðeins af illri nauðsyn. Hún gerir þó ekki ráð fyrir því að flokkaskiptin hafi áhrif á störf þingsins. „Nei, engan veginn. Þá verða bara fleiri flibbakallar í Miðflokknum, ég get ekki séð að það verði önnur breyting í þinginu. Þannig að þeir eru bara búnir að ramma inn nákvæmlega það sem þeir voru að vinna að 20. nóvember á Klausturbar, það tók þá ekki mjög langan tíma, þeir gátu ekki beðið lengur.“ Þá leggur Inga áherslu á að hljóðið í Flokki fólksins sé afar gott og flokksmenn láti ekki deigann síga þó að Karl Gauti og Ólafur hafi gengið til liðs við Miðflokkinn. Þá hafi fréttir dagsins ekki áhrif á stemninguna á árshátíð Flokks fólksins sem haldin verður í kvöld en Inga býst við mikilli gleði á ballinu. Alþingi Flokkur fólksins Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Bergþór stígur til hliðar sem formaður umhverfis- og samgöngunefndar Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins mun taka við formennsku í nefndinni tímabundið. 7. febrúar 2019 09:55 Karl Gauti og Ólafur gengnir til liðs við Miðflokkinn Þetta kemur fram í tilkynningu frá þingmönnunum. 22. febrúar 2019 14:25 Þórhildur Sunna segist hafa fengið nóg af „viðvarandi meðvirkni með ofbeldisseggjum á Alþingi“ Þingmaður Pírata úrskýrir ástæður þess að hann hafi stillt sér upp við hlið Bergþórs Ólasonar með "Fokk ofbeldi“-húfu í þingsal í gær. 6. febrúar 2019 21:08 Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Bílstjórinn fjórtán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Sjá meira
Inga Sæland formaður Flokks fólksins segir það ekki hafa komið sér á óvart að Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, fyrrverandi þingmenn Flokks fólksins, hafi gengið í Miðflokkinn. Hún furðar sig þó á tímasetningu yfirlýsingarinnar, sérstaklega í ljósi nýrra skoðanakannana á fylgi flokkanna. Jafnframt leggur hún áherslu á svik Karls Gauta og Ólafs við kjósendur sína. Karl Gauti og Ólafur tilkynntu um það í dag að þeir væru gengnir til liðs við Miðflokkinn en þeir voru reknir úr Flokki fólksins í desember eftir að upptökurnar á barnum Klaustri voru gerðar opinberar. Hafa þeir síðan setið á Alþingi sem óháðir þingmenn utan flokka. Voru allan tímann að svíkja kjósendur sína „Ég heyrði það formlega í dag en búin að hafa á tilfinningunni ansi lengi, eins og ég hef nú sagt víðsvegar um lönd og strönd,“ segir Inga í samtali við Vísi, innt eftir viðbrögðum við inngöngu Karls Gauta og Ólafs í Miðflokkinn. Hún segist ekki hafa vitað af málinu fyrirfram þar sem hún sé ekki í samskiptum við þingmennina tvö. „Ég hef aldrei talað við þá síðan þetta kom upp, það eru engin samskipti við þessa einstaklinga.“Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, fyrrverandi þingmenn Flokks fólksins og nýir þingmenn Miðflokksins.Vísir/Friðrik Þór HalldórssonInga segir aðspurð að yfirlýsing Karls Gauta og Ólafs hafi ekki komið sér á óvart. Hins vegar furði hún sig á því að þeir hafi ákveðið að tilkynna um flokkaskiptin í dag og vísar í nýja könnun á fylgi stjórnmálaflokkanna. „Alls ekki, ég beið bara eftir þessu. Það kemur mér kannski á óvart tímasetningin en ég býst við að hún sé í kjölfarið á þessari slöku skoðanakönnun Miðflokksins í gær [innskot blm. könnunin birtist í fyrradag] þar sem að Flokkur fólksins var með 6,9 prósent en Miðflokkurinn 6,1. Kannski eru þeir að vonast til þess að geta haldið áfram að stela fleiri kjósendum frá Flokki fólksins eins og þeir eru að gera með því að flytja sig yfir í Miðflokkinn. Því að eitt er alveg víst að enginn sem setti x við F var að kjósa auðkýfinginn Sigmund Davíð. Þá hefðu þeir einfaldlega sett x við M,“ segir Inga. „Þannig að þeir eru náttúrulega bara að svíkja kjósendur sína, ekkert annað, og voru að því allan tímann.“Römmuðu inn það sem þeir unnu að á Klaustri Inga er hörð á því að hún hyggist ekki starfa með Karli Gauta og Ólafi á þingi og umgangist þá aðeins af illri nauðsyn. Hún gerir þó ekki ráð fyrir því að flokkaskiptin hafi áhrif á störf þingsins. „Nei, engan veginn. Þá verða bara fleiri flibbakallar í Miðflokknum, ég get ekki séð að það verði önnur breyting í þinginu. Þannig að þeir eru bara búnir að ramma inn nákvæmlega það sem þeir voru að vinna að 20. nóvember á Klausturbar, það tók þá ekki mjög langan tíma, þeir gátu ekki beðið lengur.“ Þá leggur Inga áherslu á að hljóðið í Flokki fólksins sé afar gott og flokksmenn láti ekki deigann síga þó að Karl Gauti og Ólafur hafi gengið til liðs við Miðflokkinn. Þá hafi fréttir dagsins ekki áhrif á stemninguna á árshátíð Flokks fólksins sem haldin verður í kvöld en Inga býst við mikilli gleði á ballinu.
Alþingi Flokkur fólksins Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Bergþór stígur til hliðar sem formaður umhverfis- og samgöngunefndar Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins mun taka við formennsku í nefndinni tímabundið. 7. febrúar 2019 09:55 Karl Gauti og Ólafur gengnir til liðs við Miðflokkinn Þetta kemur fram í tilkynningu frá þingmönnunum. 22. febrúar 2019 14:25 Þórhildur Sunna segist hafa fengið nóg af „viðvarandi meðvirkni með ofbeldisseggjum á Alþingi“ Þingmaður Pírata úrskýrir ástæður þess að hann hafi stillt sér upp við hlið Bergþórs Ólasonar með "Fokk ofbeldi“-húfu í þingsal í gær. 6. febrúar 2019 21:08 Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Bílstjórinn fjórtán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Sjá meira
Bergþór stígur til hliðar sem formaður umhverfis- og samgöngunefndar Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins mun taka við formennsku í nefndinni tímabundið. 7. febrúar 2019 09:55
Karl Gauti og Ólafur gengnir til liðs við Miðflokkinn Þetta kemur fram í tilkynningu frá þingmönnunum. 22. febrúar 2019 14:25
Þórhildur Sunna segist hafa fengið nóg af „viðvarandi meðvirkni með ofbeldisseggjum á Alþingi“ Þingmaður Pírata úrskýrir ástæður þess að hann hafi stillt sér upp við hlið Bergþórs Ólasonar með "Fokk ofbeldi“-húfu í þingsal í gær. 6. febrúar 2019 21:08