Þórhildur Sunna segist hafa fengið nóg af „viðvarandi meðvirkni með ofbeldisseggjum á Alþingi“ Atli Ísleifsson skrifar 6. febrúar 2019 21:08 Björn Leví Gunnarsson og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmenn Pírata, stilltu sér upp við hlið Miðflokksmannsins Bergþórs Ólasonar þar sem hann stóð í ræðupúlti þingsins í gær. Alþingi Þingmaður Pírata segist hafa fengið nóg af „viðvarandi meðvirkni með ofbeldisseggjum á Alþingi“ og því ákveðið að stilla sér upp með „Fokk ofbeldi“-húfu á höfðinu, við hlið Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins, þar sem hann stóð í ræðupúlti þingsins í gær. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir rökstyður gjörninginn, þöglu mótmælin, í færslu á Facebook-síðu sinni í kvöld. Samflokksmaður hennar, Björn Leví Gunnarsson, deilir færslunni, en hann stillti sér einnig upp á sama tíma með eins húfu hinu megin ræðupúltsins. Í færslunni segir Þórhildur Sunna að störf umhverfis- og samgöngunefndar, þar sem Bergþór gegnir formennsku, hafi verið í uppnámi vegna „afstöðuleysis meirihlutans“ gagnvart formennsku Bergþórs. Skýtur hún sérstaklega á þingmenn Vinstri grænna, sem „að eigin sögn [hafi] femínisma sem eina af sínum grunnstoðum“. Umhverfis- og samgöngunefnd er ein þriggja fastanefnda þar sem fulltrúar stjórnarandstöðu gegna formennsku. Bergþór hefur sætt mikilli gagnrýni vegna Klausturmálsins svokallaða, en hann sneri nýlega aftur á þing eftir að hafa tekið sér ótímabundið launalaust leyfi. Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins.Vísir/Vilhelm Stjórnarandstöðunni refsað vegna gjörða Miðflokksmanna Þórhildur Sunna segir að stjórnarmeirihlutinn hafi ekki þorað að taka afstöðu í málinu þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir minnihlutans til þess að finna ásættanlega lausn varðandi formennsku í nefndinni. „Nú hefur meirihlutinn tekið ákvörðun um að hirða eitt þriggja formannembætta minnihlutans af honum til sín, í hendur skuggasamgöngumálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, Jóns Gunnarssonar. Hér er verið að refsa stjórnarandstöðunni fyrir gjörðir Miðflokksmanna,“ segir Sunna. Sjá einnig: Bryndís skammaði Björn Leví og Þórhildi Sunnu vegna mótmæla þeirra Hún fer einnig hörðum orðum um Brynjar Níelsson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, sem hún segir hafa fengið að „spúa kvenfyrirlitningartali“ án viðnáms frá stjórnarmeirihlutanum. „Katrín Jakobsdóttir, jafnréttismálaráðherra, samþykkir með þögn sinni að það sé í lagi að Brynjar Níelsson væni konurnar sem hafa sakað Jón Baldvin Hannibalsson um kynferðisbrot, um opinbera smánun. Að þær vilji bara meiða hann. Að þær fari offorsi. Brynjar smættar brotin gegn þessum hugrökku konum, gerir lítið úr þeim með þöglu samþykki stjórnarmeirihlutans,“ segir Þórhildur Sunna. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.Fréttablaðið/Ernir Áfram heldur þingmaðurinn. „Nú er komið í ljós að næstbesta staðan fyrir Miðflokkinn var valin af [stjórnarmeirihlutanum] sem ákveður að refsa okkur í stjórnarandstöðunni með því að setja sinn mann í formannstól nefndarinnar. Meirihlutinn notfærir sér óþol okkar fyrir Bergþóri [Ólasyni] í formannsstóli með því að taka til sín stólinn og setur þangað Jón Gunnarsson, skuggasamgöngumálaráðherra Íslands. Þannig græðir stjórnarmeirihlutinn á Klaustursmálinu. Þeim finnst líka ekkert mál að Bergþór sitji áfram í stjórn nefndarinnar og geti þannig stýrt fundum nefndarinnar forfallist Jón eða Ari Trausti. Ekkert mál. Mér ofbauð og við Björn gripum til okkar ráða. Lái okkur hver sem vill,“ segir þingmaðurinn að lokum. Sjá má færsluna í heild sinni að neðan. Alþingi Píratar Upptökur á Klaustur bar Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Tengdar fréttir Bryndís skammaði Björn Leví og Þórhildi Sunnu vegna mótmæla þeirra Stilltu sér upp með FO-húfur þegar Bergþór Ólason tók til máls. 5. febrúar 2019 20:49 Stilltu sér upp við hlið Bergþórs með „Fokk ofbeldi“ húfur Þegar Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og einn hinna svokölluðu "Klaustursþingmanna“, steig upp í pontu Alþingis til ræða um samgönguáætlun til fimm ára tóku tveir þingmenn Pírata sér stöðu við hlið hans og skörtuðu "Fokk ofbeldi“ húfur. 5. febrúar 2019 18:20 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Sjá meira
Þingmaður Pírata segist hafa fengið nóg af „viðvarandi meðvirkni með ofbeldisseggjum á Alþingi“ og því ákveðið að stilla sér upp með „Fokk ofbeldi“-húfu á höfðinu, við hlið Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins, þar sem hann stóð í ræðupúlti þingsins í gær. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir rökstyður gjörninginn, þöglu mótmælin, í færslu á Facebook-síðu sinni í kvöld. Samflokksmaður hennar, Björn Leví Gunnarsson, deilir færslunni, en hann stillti sér einnig upp á sama tíma með eins húfu hinu megin ræðupúltsins. Í færslunni segir Þórhildur Sunna að störf umhverfis- og samgöngunefndar, þar sem Bergþór gegnir formennsku, hafi verið í uppnámi vegna „afstöðuleysis meirihlutans“ gagnvart formennsku Bergþórs. Skýtur hún sérstaklega á þingmenn Vinstri grænna, sem „að eigin sögn [hafi] femínisma sem eina af sínum grunnstoðum“. Umhverfis- og samgöngunefnd er ein þriggja fastanefnda þar sem fulltrúar stjórnarandstöðu gegna formennsku. Bergþór hefur sætt mikilli gagnrýni vegna Klausturmálsins svokallaða, en hann sneri nýlega aftur á þing eftir að hafa tekið sér ótímabundið launalaust leyfi. Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins.Vísir/Vilhelm Stjórnarandstöðunni refsað vegna gjörða Miðflokksmanna Þórhildur Sunna segir að stjórnarmeirihlutinn hafi ekki þorað að taka afstöðu í málinu þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir minnihlutans til þess að finna ásættanlega lausn varðandi formennsku í nefndinni. „Nú hefur meirihlutinn tekið ákvörðun um að hirða eitt þriggja formannembætta minnihlutans af honum til sín, í hendur skuggasamgöngumálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, Jóns Gunnarssonar. Hér er verið að refsa stjórnarandstöðunni fyrir gjörðir Miðflokksmanna,“ segir Sunna. Sjá einnig: Bryndís skammaði Björn Leví og Þórhildi Sunnu vegna mótmæla þeirra Hún fer einnig hörðum orðum um Brynjar Níelsson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, sem hún segir hafa fengið að „spúa kvenfyrirlitningartali“ án viðnáms frá stjórnarmeirihlutanum. „Katrín Jakobsdóttir, jafnréttismálaráðherra, samþykkir með þögn sinni að það sé í lagi að Brynjar Níelsson væni konurnar sem hafa sakað Jón Baldvin Hannibalsson um kynferðisbrot, um opinbera smánun. Að þær vilji bara meiða hann. Að þær fari offorsi. Brynjar smættar brotin gegn þessum hugrökku konum, gerir lítið úr þeim með þöglu samþykki stjórnarmeirihlutans,“ segir Þórhildur Sunna. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.Fréttablaðið/Ernir Áfram heldur þingmaðurinn. „Nú er komið í ljós að næstbesta staðan fyrir Miðflokkinn var valin af [stjórnarmeirihlutanum] sem ákveður að refsa okkur í stjórnarandstöðunni með því að setja sinn mann í formannstól nefndarinnar. Meirihlutinn notfærir sér óþol okkar fyrir Bergþóri [Ólasyni] í formannsstóli með því að taka til sín stólinn og setur þangað Jón Gunnarsson, skuggasamgöngumálaráðherra Íslands. Þannig græðir stjórnarmeirihlutinn á Klaustursmálinu. Þeim finnst líka ekkert mál að Bergþór sitji áfram í stjórn nefndarinnar og geti þannig stýrt fundum nefndarinnar forfallist Jón eða Ari Trausti. Ekkert mál. Mér ofbauð og við Björn gripum til okkar ráða. Lái okkur hver sem vill,“ segir þingmaðurinn að lokum. Sjá má færsluna í heild sinni að neðan.
Alþingi Píratar Upptökur á Klaustur bar Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Tengdar fréttir Bryndís skammaði Björn Leví og Þórhildi Sunnu vegna mótmæla þeirra Stilltu sér upp með FO-húfur þegar Bergþór Ólason tók til máls. 5. febrúar 2019 20:49 Stilltu sér upp við hlið Bergþórs með „Fokk ofbeldi“ húfur Þegar Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og einn hinna svokölluðu "Klaustursþingmanna“, steig upp í pontu Alþingis til ræða um samgönguáætlun til fimm ára tóku tveir þingmenn Pírata sér stöðu við hlið hans og skörtuðu "Fokk ofbeldi“ húfur. 5. febrúar 2019 18:20 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Sjá meira
Bryndís skammaði Björn Leví og Þórhildi Sunnu vegna mótmæla þeirra Stilltu sér upp með FO-húfur þegar Bergþór Ólason tók til máls. 5. febrúar 2019 20:49
Stilltu sér upp við hlið Bergþórs með „Fokk ofbeldi“ húfur Þegar Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og einn hinna svokölluðu "Klaustursþingmanna“, steig upp í pontu Alþingis til ræða um samgönguáætlun til fimm ára tóku tveir þingmenn Pírata sér stöðu við hlið hans og skörtuðu "Fokk ofbeldi“ húfur. 5. febrúar 2019 18:20