Þórhildur Sunna segist hafa fengið nóg af „viðvarandi meðvirkni með ofbeldisseggjum á Alþingi“ Atli Ísleifsson skrifar 6. febrúar 2019 21:08 Björn Leví Gunnarsson og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmenn Pírata, stilltu sér upp við hlið Miðflokksmannsins Bergþórs Ólasonar þar sem hann stóð í ræðupúlti þingsins í gær. Alþingi Þingmaður Pírata segist hafa fengið nóg af „viðvarandi meðvirkni með ofbeldisseggjum á Alþingi“ og því ákveðið að stilla sér upp með „Fokk ofbeldi“-húfu á höfðinu, við hlið Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins, þar sem hann stóð í ræðupúlti þingsins í gær. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir rökstyður gjörninginn, þöglu mótmælin, í færslu á Facebook-síðu sinni í kvöld. Samflokksmaður hennar, Björn Leví Gunnarsson, deilir færslunni, en hann stillti sér einnig upp á sama tíma með eins húfu hinu megin ræðupúltsins. Í færslunni segir Þórhildur Sunna að störf umhverfis- og samgöngunefndar, þar sem Bergþór gegnir formennsku, hafi verið í uppnámi vegna „afstöðuleysis meirihlutans“ gagnvart formennsku Bergþórs. Skýtur hún sérstaklega á þingmenn Vinstri grænna, sem „að eigin sögn [hafi] femínisma sem eina af sínum grunnstoðum“. Umhverfis- og samgöngunefnd er ein þriggja fastanefnda þar sem fulltrúar stjórnarandstöðu gegna formennsku. Bergþór hefur sætt mikilli gagnrýni vegna Klausturmálsins svokallaða, en hann sneri nýlega aftur á þing eftir að hafa tekið sér ótímabundið launalaust leyfi. Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins.Vísir/Vilhelm Stjórnarandstöðunni refsað vegna gjörða Miðflokksmanna Þórhildur Sunna segir að stjórnarmeirihlutinn hafi ekki þorað að taka afstöðu í málinu þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir minnihlutans til þess að finna ásættanlega lausn varðandi formennsku í nefndinni. „Nú hefur meirihlutinn tekið ákvörðun um að hirða eitt þriggja formannembætta minnihlutans af honum til sín, í hendur skuggasamgöngumálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, Jóns Gunnarssonar. Hér er verið að refsa stjórnarandstöðunni fyrir gjörðir Miðflokksmanna,“ segir Sunna. Sjá einnig: Bryndís skammaði Björn Leví og Þórhildi Sunnu vegna mótmæla þeirra Hún fer einnig hörðum orðum um Brynjar Níelsson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, sem hún segir hafa fengið að „spúa kvenfyrirlitningartali“ án viðnáms frá stjórnarmeirihlutanum. „Katrín Jakobsdóttir, jafnréttismálaráðherra, samþykkir með þögn sinni að það sé í lagi að Brynjar Níelsson væni konurnar sem hafa sakað Jón Baldvin Hannibalsson um kynferðisbrot, um opinbera smánun. Að þær vilji bara meiða hann. Að þær fari offorsi. Brynjar smættar brotin gegn þessum hugrökku konum, gerir lítið úr þeim með þöglu samþykki stjórnarmeirihlutans,“ segir Þórhildur Sunna. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.Fréttablaðið/Ernir Áfram heldur þingmaðurinn. „Nú er komið í ljós að næstbesta staðan fyrir Miðflokkinn var valin af [stjórnarmeirihlutanum] sem ákveður að refsa okkur í stjórnarandstöðunni með því að setja sinn mann í formannstól nefndarinnar. Meirihlutinn notfærir sér óþol okkar fyrir Bergþóri [Ólasyni] í formannsstóli með því að taka til sín stólinn og setur þangað Jón Gunnarsson, skuggasamgöngumálaráðherra Íslands. Þannig græðir stjórnarmeirihlutinn á Klaustursmálinu. Þeim finnst líka ekkert mál að Bergþór sitji áfram í stjórn nefndarinnar og geti þannig stýrt fundum nefndarinnar forfallist Jón eða Ari Trausti. Ekkert mál. Mér ofbauð og við Björn gripum til okkar ráða. Lái okkur hver sem vill,“ segir þingmaðurinn að lokum. Sjá má færsluna í heild sinni að neðan. Alþingi Píratar Upptökur á Klaustur bar Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Tengdar fréttir Bryndís skammaði Björn Leví og Þórhildi Sunnu vegna mótmæla þeirra Stilltu sér upp með FO-húfur þegar Bergþór Ólason tók til máls. 5. febrúar 2019 20:49 Stilltu sér upp við hlið Bergþórs með „Fokk ofbeldi“ húfur Þegar Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og einn hinna svokölluðu "Klaustursþingmanna“, steig upp í pontu Alþingis til ræða um samgönguáætlun til fimm ára tóku tveir þingmenn Pírata sér stöðu við hlið hans og skörtuðu "Fokk ofbeldi“ húfur. 5. febrúar 2019 18:20 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Sjá meira
Þingmaður Pírata segist hafa fengið nóg af „viðvarandi meðvirkni með ofbeldisseggjum á Alþingi“ og því ákveðið að stilla sér upp með „Fokk ofbeldi“-húfu á höfðinu, við hlið Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins, þar sem hann stóð í ræðupúlti þingsins í gær. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir rökstyður gjörninginn, þöglu mótmælin, í færslu á Facebook-síðu sinni í kvöld. Samflokksmaður hennar, Björn Leví Gunnarsson, deilir færslunni, en hann stillti sér einnig upp á sama tíma með eins húfu hinu megin ræðupúltsins. Í færslunni segir Þórhildur Sunna að störf umhverfis- og samgöngunefndar, þar sem Bergþór gegnir formennsku, hafi verið í uppnámi vegna „afstöðuleysis meirihlutans“ gagnvart formennsku Bergþórs. Skýtur hún sérstaklega á þingmenn Vinstri grænna, sem „að eigin sögn [hafi] femínisma sem eina af sínum grunnstoðum“. Umhverfis- og samgöngunefnd er ein þriggja fastanefnda þar sem fulltrúar stjórnarandstöðu gegna formennsku. Bergþór hefur sætt mikilli gagnrýni vegna Klausturmálsins svokallaða, en hann sneri nýlega aftur á þing eftir að hafa tekið sér ótímabundið launalaust leyfi. Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins.Vísir/Vilhelm Stjórnarandstöðunni refsað vegna gjörða Miðflokksmanna Þórhildur Sunna segir að stjórnarmeirihlutinn hafi ekki þorað að taka afstöðu í málinu þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir minnihlutans til þess að finna ásættanlega lausn varðandi formennsku í nefndinni. „Nú hefur meirihlutinn tekið ákvörðun um að hirða eitt þriggja formannembætta minnihlutans af honum til sín, í hendur skuggasamgöngumálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, Jóns Gunnarssonar. Hér er verið að refsa stjórnarandstöðunni fyrir gjörðir Miðflokksmanna,“ segir Sunna. Sjá einnig: Bryndís skammaði Björn Leví og Þórhildi Sunnu vegna mótmæla þeirra Hún fer einnig hörðum orðum um Brynjar Níelsson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, sem hún segir hafa fengið að „spúa kvenfyrirlitningartali“ án viðnáms frá stjórnarmeirihlutanum. „Katrín Jakobsdóttir, jafnréttismálaráðherra, samþykkir með þögn sinni að það sé í lagi að Brynjar Níelsson væni konurnar sem hafa sakað Jón Baldvin Hannibalsson um kynferðisbrot, um opinbera smánun. Að þær vilji bara meiða hann. Að þær fari offorsi. Brynjar smættar brotin gegn þessum hugrökku konum, gerir lítið úr þeim með þöglu samþykki stjórnarmeirihlutans,“ segir Þórhildur Sunna. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.Fréttablaðið/Ernir Áfram heldur þingmaðurinn. „Nú er komið í ljós að næstbesta staðan fyrir Miðflokkinn var valin af [stjórnarmeirihlutanum] sem ákveður að refsa okkur í stjórnarandstöðunni með því að setja sinn mann í formannstól nefndarinnar. Meirihlutinn notfærir sér óþol okkar fyrir Bergþóri [Ólasyni] í formannsstóli með því að taka til sín stólinn og setur þangað Jón Gunnarsson, skuggasamgöngumálaráðherra Íslands. Þannig græðir stjórnarmeirihlutinn á Klaustursmálinu. Þeim finnst líka ekkert mál að Bergþór sitji áfram í stjórn nefndarinnar og geti þannig stýrt fundum nefndarinnar forfallist Jón eða Ari Trausti. Ekkert mál. Mér ofbauð og við Björn gripum til okkar ráða. Lái okkur hver sem vill,“ segir þingmaðurinn að lokum. Sjá má færsluna í heild sinni að neðan.
Alþingi Píratar Upptökur á Klaustur bar Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Tengdar fréttir Bryndís skammaði Björn Leví og Þórhildi Sunnu vegna mótmæla þeirra Stilltu sér upp með FO-húfur þegar Bergþór Ólason tók til máls. 5. febrúar 2019 20:49 Stilltu sér upp við hlið Bergþórs með „Fokk ofbeldi“ húfur Þegar Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og einn hinna svokölluðu "Klaustursþingmanna“, steig upp í pontu Alþingis til ræða um samgönguáætlun til fimm ára tóku tveir þingmenn Pírata sér stöðu við hlið hans og skörtuðu "Fokk ofbeldi“ húfur. 5. febrúar 2019 18:20 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Sjá meira
Bryndís skammaði Björn Leví og Þórhildi Sunnu vegna mótmæla þeirra Stilltu sér upp með FO-húfur þegar Bergþór Ólason tók til máls. 5. febrúar 2019 20:49
Stilltu sér upp við hlið Bergþórs með „Fokk ofbeldi“ húfur Þegar Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og einn hinna svokölluðu "Klaustursþingmanna“, steig upp í pontu Alþingis til ræða um samgönguáætlun til fimm ára tóku tveir þingmenn Pírata sér stöðu við hlið hans og skörtuðu "Fokk ofbeldi“ húfur. 5. febrúar 2019 18:20
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum