Karl Gauti og Ólafur gengnir til liðs við Miðflokkinn Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. febrúar 2019 14:25 Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, fyrrverandi þingmenn Flokks fólksins. Vísir/Friðrik Þór Halldórsson Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, fyrrverandi þingmenn Flokks fólksins, eru gengnir til liðs við Miðflokkinn. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá þingmönnunum. Þar með er Miðflokkurinn orðinn stærsti þingflokkur stjórnarandstöðunnar. Karl Gauti og Ólafur voru reknir úr Flokki fólksins í desember eftir að upptökurnar á barnum Klaustri voru gerðar opinberar en þeir voru á meðal þingmannanna sem þar ræddu saman. Hafa þeir síðan setið á Alþingi sem óháðir þingmenn utan flokka. „Áherslur okkar hafa birst í eindregnum stuðningi við láglaunafólk og þá sem standa höllum fæti í íslensku samfélagi og þar eigum við samleið með Miðflokknum,“ segir í yfirlýsingu Karls Gauta og Ólafs. „Við teljum að á vettvangi Miðflokksins styrkjum við stöðu okkar á Alþingi til að knýja á um framgang þeirra málefna, sem kjósendur treystu okkur fyrir í síðustu alþingiskosningum.“ Þeir Karl Gauti og Ólafur hafa ítrekað verið spurðir að því hvort þeir hygðust ganga til liðs við þingflokk Miðflokksins síðan þeir voru reknir úr Flokki fólksins. Þeir kváðust á sínum tíma ekki útiloka að ganga í flokkinn.Yfirlýsing Karls Gauta og Ólafs í heild sinni: Við undirritaðir alþingismenn höfum ákveðið að ganga til liðs við þingflokk Miðflokksins frá og með deginum í dag.Áherslur okkar hafa birst í eindregnum stuðningi við láglaunafólk og þá sem standa höllum fæti í íslensku samfélagi og þar eigum við samleið með Miðflokknum. Við erum sammála um nauðsyn þess að leiðrétta kjör hinna lægst launuðu og skapa öldruðum og öryrkjum tækifæri til að bæta hag sinn með aukinni vinnu án skerðingar almannatryggingabóta. Við erum sammála um áherslur í málefnum hins sístækkandi hóps aldraðra sem geti notið ævikvöldsins á heimili sínu eins lengi og unnt er, með öruggu framboði hjúkrunarrýma þegar nauðsyn knýr á um slík úrræði. Á Alþingi höfum við átt samleið í áherslu á nútímalegt fjármálakerfi laust við okurvexti og verðtryggingu, þróttmikið atvinnulíf og fjárhagslegt öryggi íslenskra heimila. Við erum sammála um mikilvægi réttarríkisins, mannréttinda og að standa gegn hvers kyns valdníðslu. Við viljum stórátak í samgöngumálum og styðja við sóknarfæri í hinum dreifðu byggðum landsins.Á vettvangi Miðflokksins teljum við okkur geta náð betri árangri í baráttumálum okkar og styrkt málefnastöðu flokksins. Við höfum sameiginlega sýn á sjálfstæði og fullveldi þjóðarinnar, yfirráð hennar á auðlindum sínum og mikilvægi vestrænnar samvinnu.Við teljum að á vettvangi Miðflokksins styrkjum við stöðu okkar á Alþingi til að knýja á um framgang þeirra málefna, sem kjósendur treystu okkur fyrir í síðustu alþingiskosningum. Reykjavík 22. febrúar 2019Karl Gauti Hjaltason, 8. þingmaður SuðurkjördæmisÓlafur Ísleifsson, 10. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis norðurFréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Flokkur fólksins Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Þingmenn utan flokka útiloka ekki að ganga til liðs við Miðflokkinn Líkur eru á að þingmennirnir tveir sem reknir voru úr Flokki fólksins gangi til liðs við Miðflokkinn. Hann yrði þá þriðji fjölmennasti þingflokkurinn á Alþingi og sá stærsti í stjórnarandstöðu. 25. janúar 2019 18:45 Kæmi ekki til baka nema breyting yrði á forystu flokksins Ólafur Ísleifsson kærir sig ekki um að starfa undir forystu Ingu Sælands aftur. 12. febrúar 2019 22:38 Fóru á Klaustur eftir erfiðan fund um fjölgun aðstoðarmanna Ólafur Ísleifsson, nú óháður þingmaður, segir að för hans og fimm annarra þingmanna á barinn Klaustur í nóvember á síðasta ári hafi verið farinn eftir erfiðan fund foyrstumanna stjórnarandstöðunnar um fjölgun aðstoðarmanna þingflokka á Alþingi. Þar hafi Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, brostið í grát, sem gerði það að verkum að fundinum lauk á niðurstöðu. 28. janúar 2019 21:22 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, fyrrverandi þingmenn Flokks fólksins, eru gengnir til liðs við Miðflokkinn. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá þingmönnunum. Þar með er Miðflokkurinn orðinn stærsti þingflokkur stjórnarandstöðunnar. Karl Gauti og Ólafur voru reknir úr Flokki fólksins í desember eftir að upptökurnar á barnum Klaustri voru gerðar opinberar en þeir voru á meðal þingmannanna sem þar ræddu saman. Hafa þeir síðan setið á Alþingi sem óháðir þingmenn utan flokka. „Áherslur okkar hafa birst í eindregnum stuðningi við láglaunafólk og þá sem standa höllum fæti í íslensku samfélagi og þar eigum við samleið með Miðflokknum,“ segir í yfirlýsingu Karls Gauta og Ólafs. „Við teljum að á vettvangi Miðflokksins styrkjum við stöðu okkar á Alþingi til að knýja á um framgang þeirra málefna, sem kjósendur treystu okkur fyrir í síðustu alþingiskosningum.“ Þeir Karl Gauti og Ólafur hafa ítrekað verið spurðir að því hvort þeir hygðust ganga til liðs við þingflokk Miðflokksins síðan þeir voru reknir úr Flokki fólksins. Þeir kváðust á sínum tíma ekki útiloka að ganga í flokkinn.Yfirlýsing Karls Gauta og Ólafs í heild sinni: Við undirritaðir alþingismenn höfum ákveðið að ganga til liðs við þingflokk Miðflokksins frá og með deginum í dag.Áherslur okkar hafa birst í eindregnum stuðningi við láglaunafólk og þá sem standa höllum fæti í íslensku samfélagi og þar eigum við samleið með Miðflokknum. Við erum sammála um nauðsyn þess að leiðrétta kjör hinna lægst launuðu og skapa öldruðum og öryrkjum tækifæri til að bæta hag sinn með aukinni vinnu án skerðingar almannatryggingabóta. Við erum sammála um áherslur í málefnum hins sístækkandi hóps aldraðra sem geti notið ævikvöldsins á heimili sínu eins lengi og unnt er, með öruggu framboði hjúkrunarrýma þegar nauðsyn knýr á um slík úrræði. Á Alþingi höfum við átt samleið í áherslu á nútímalegt fjármálakerfi laust við okurvexti og verðtryggingu, þróttmikið atvinnulíf og fjárhagslegt öryggi íslenskra heimila. Við erum sammála um mikilvægi réttarríkisins, mannréttinda og að standa gegn hvers kyns valdníðslu. Við viljum stórátak í samgöngumálum og styðja við sóknarfæri í hinum dreifðu byggðum landsins.Á vettvangi Miðflokksins teljum við okkur geta náð betri árangri í baráttumálum okkar og styrkt málefnastöðu flokksins. Við höfum sameiginlega sýn á sjálfstæði og fullveldi þjóðarinnar, yfirráð hennar á auðlindum sínum og mikilvægi vestrænnar samvinnu.Við teljum að á vettvangi Miðflokksins styrkjum við stöðu okkar á Alþingi til að knýja á um framgang þeirra málefna, sem kjósendur treystu okkur fyrir í síðustu alþingiskosningum. Reykjavík 22. febrúar 2019Karl Gauti Hjaltason, 8. þingmaður SuðurkjördæmisÓlafur Ísleifsson, 10. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis norðurFréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Flokkur fólksins Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Þingmenn utan flokka útiloka ekki að ganga til liðs við Miðflokkinn Líkur eru á að þingmennirnir tveir sem reknir voru úr Flokki fólksins gangi til liðs við Miðflokkinn. Hann yrði þá þriðji fjölmennasti þingflokkurinn á Alþingi og sá stærsti í stjórnarandstöðu. 25. janúar 2019 18:45 Kæmi ekki til baka nema breyting yrði á forystu flokksins Ólafur Ísleifsson kærir sig ekki um að starfa undir forystu Ingu Sælands aftur. 12. febrúar 2019 22:38 Fóru á Klaustur eftir erfiðan fund um fjölgun aðstoðarmanna Ólafur Ísleifsson, nú óháður þingmaður, segir að för hans og fimm annarra þingmanna á barinn Klaustur í nóvember á síðasta ári hafi verið farinn eftir erfiðan fund foyrstumanna stjórnarandstöðunnar um fjölgun aðstoðarmanna þingflokka á Alþingi. Þar hafi Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, brostið í grát, sem gerði það að verkum að fundinum lauk á niðurstöðu. 28. janúar 2019 21:22 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Þingmenn utan flokka útiloka ekki að ganga til liðs við Miðflokkinn Líkur eru á að þingmennirnir tveir sem reknir voru úr Flokki fólksins gangi til liðs við Miðflokkinn. Hann yrði þá þriðji fjölmennasti þingflokkurinn á Alþingi og sá stærsti í stjórnarandstöðu. 25. janúar 2019 18:45
Kæmi ekki til baka nema breyting yrði á forystu flokksins Ólafur Ísleifsson kærir sig ekki um að starfa undir forystu Ingu Sælands aftur. 12. febrúar 2019 22:38
Fóru á Klaustur eftir erfiðan fund um fjölgun aðstoðarmanna Ólafur Ísleifsson, nú óháður þingmaður, segir að för hans og fimm annarra þingmanna á barinn Klaustur í nóvember á síðasta ári hafi verið farinn eftir erfiðan fund foyrstumanna stjórnarandstöðunnar um fjölgun aðstoðarmanna þingflokka á Alþingi. Þar hafi Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, brostið í grát, sem gerði það að verkum að fundinum lauk á niðurstöðu. 28. janúar 2019 21:22