Brenndu hjálpargögn og skutu á mótmælendur Samúel Karl Ólason skrifar 24. febrúar 2019 08:00 Hermennirnir skutu táragasi og gúmmíkúlum að mótmælendum en mannréttindasamtök og vitni segja raunverulegum kúlum einnig hafa verið skotið. AP/Fernando Llano Hermenn hliðhollir Nicolas Maduro, forseta Venesúela, beittu valdi til að reka bílalestir með hjálpargögn frá landamærum ríkisins og Kólumbíu í nótt. Hermennirnir skutu táragasi og gúmmíkúlum að mótmælendum en mannréttindasamtök og vitni segja raunverulegum kúlum einnig hafa verið skotið. Minnst tveir eru látnir, 300 slasaðir og kveikt var í einhverjum bílum sem báru hjálpargögn. Í kjölfarið kallaði Juan Guaidó, sem þing Venesúela hefur skipað sem forseta, eftir því að alþjóðasamfélagið „íhugaði allar leiðir“ til að koma Maduro frá völdum og „frelsa“ íbúa Venesúela. Hann hvatti hermenn Venesúela einnig til að hleypa hjálpargögnum inn í landið. „Hve margir ykkar eiga veikar mæður? Hve marga krakka í skóla án matar?“ sagði hann samkvæmt AP fréttaveitunni. „Þið skuldið enga hollustu til sadista, sem fagnar því að meinaður sé aðgangur að hjálpargögnum sem þjóðin þarf á að halda.“Yfirvöld Kólumbíu segja um 60 hermenn hafa svarað kalli Guaidó en þeir hafi allir verið lágt settir. Enn sem komið er nýtur Maduro fulls stuðnings hershöfðingja Venesúela.Todas las opciones de la comunidad internacional que han logrado el cerco diplomático que contribuirá al cese de la usurpación, al gobierno de transición y elecciones libres. Seguimos adelante. — Juan Guaidó (@jguaido) February 24, 2019 Mótmælendum tókst að koma þremur flutningabílum yfir landamærin en kveikt var í þeim og segja vitni að hermenn hafi gert það. Venesúela hefur gengið í gegnum mikla erfiðleika á undanförnum árum og þá sérstaklega þegar kemur að efnahag landsins. Í fyrra var verðbólga svo há í Venesúela að verðlag tvöfaldaðist á nítján daga fresti að meðaltali. Matar- og lyfjaskortur hefur leikið íbúa landsins grátt og hafa minnst þrjár milljónir manna flúið land. Maduro hefur slitið stjórnmálasamskiptum við Kólumbíu og sakar ríkisstjórn landsins, sem hann kallaði fasista, um að reyna að hjálpa Bandaríkjunum að velta honum úr sessi. Flest ríki Suður-Ameríku hafa lýst yfir stuðningi við Guaidó.Tveggja forseta tal Maduro sór embættiseið í síðasta mánuði. Það gerði hann eftir umdeildar forsetakosningar sem fram fóru í maí í fyrra. Eftir að stjórnarandstaðan náði meirihluta á þingi árið 2015 skipaði Maduro nýtt þing árið 2017, stjórnlagaþing, og færði flest völd gamla þingsins yfir á það. Þar að auki skipaði hann fjölmarga bandamenn sína í Hæstarétt Venesúela. Hann sór embættiseið í byrjun ársins eftir kosningar sem stjórnarandstaðan viðurkenndi ekki og eftirlitsaðilar segja ekki hafa farið rétt fram, meðal annars vegna þess að mörgum andstæðingum Maduro var meinað að taka þátt í þeim. Í kjölfar þess lýsti gamla þingið Guaidó starfandi forseta Venesúela. Guaidó segir að samkvæmt stjórnarskrá Venesúela megi þingið skipa forseta þess sem forseta sé forsetinn ólögmætur. Markmið hans er að mynda starfsstjórn og boða til nýrra kosninga. Eftir að þingið tilnefndi hann sem forseta ferðaðist hann um Suður-Ameríku og aflaði stuðnings nágrannaríkja Venesúela. Tugir annarra þjóða hafa lýst yfir stuðningi við Guaidó og mun hann fara til Bogota í Kólumbíu á morgun til að hitta þjóðarleiðtoga annarra Suður-Ameríkuríkja og Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna. Kólumbía Venesúela Tengdar fréttir Neyðaraðstoð komin inn í Venesúela Juan Guaidó, yfirlýstur forseti landsins, segir áfangann mikið afrek fyrir landið. 23. febrúar 2019 17:49 Beita táragasi á mótmælendur sem krefjast neyðaraðstoðar Mikil spenna er við landamæri Venesúela og Kólumbíu. 23. febrúar 2019 15:45 Hafnar fullyrðingum um herlið í Venesúela Bruno Rodriguez, utanríkisráðherra Kúbu, hafnar fullyrðingum ríkistjórnar Donald Trump Bandaríkjaforseta um að Kúba sé með herlið í Venesúela. 19. febrúar 2019 23:30 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Umfagnsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Einn látinn eftir alvarlegt lestarslys í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Sjá meira
Hermenn hliðhollir Nicolas Maduro, forseta Venesúela, beittu valdi til að reka bílalestir með hjálpargögn frá landamærum ríkisins og Kólumbíu í nótt. Hermennirnir skutu táragasi og gúmmíkúlum að mótmælendum en mannréttindasamtök og vitni segja raunverulegum kúlum einnig hafa verið skotið. Minnst tveir eru látnir, 300 slasaðir og kveikt var í einhverjum bílum sem báru hjálpargögn. Í kjölfarið kallaði Juan Guaidó, sem þing Venesúela hefur skipað sem forseta, eftir því að alþjóðasamfélagið „íhugaði allar leiðir“ til að koma Maduro frá völdum og „frelsa“ íbúa Venesúela. Hann hvatti hermenn Venesúela einnig til að hleypa hjálpargögnum inn í landið. „Hve margir ykkar eiga veikar mæður? Hve marga krakka í skóla án matar?“ sagði hann samkvæmt AP fréttaveitunni. „Þið skuldið enga hollustu til sadista, sem fagnar því að meinaður sé aðgangur að hjálpargögnum sem þjóðin þarf á að halda.“Yfirvöld Kólumbíu segja um 60 hermenn hafa svarað kalli Guaidó en þeir hafi allir verið lágt settir. Enn sem komið er nýtur Maduro fulls stuðnings hershöfðingja Venesúela.Todas las opciones de la comunidad internacional que han logrado el cerco diplomático que contribuirá al cese de la usurpación, al gobierno de transición y elecciones libres. Seguimos adelante. — Juan Guaidó (@jguaido) February 24, 2019 Mótmælendum tókst að koma þremur flutningabílum yfir landamærin en kveikt var í þeim og segja vitni að hermenn hafi gert það. Venesúela hefur gengið í gegnum mikla erfiðleika á undanförnum árum og þá sérstaklega þegar kemur að efnahag landsins. Í fyrra var verðbólga svo há í Venesúela að verðlag tvöfaldaðist á nítján daga fresti að meðaltali. Matar- og lyfjaskortur hefur leikið íbúa landsins grátt og hafa minnst þrjár milljónir manna flúið land. Maduro hefur slitið stjórnmálasamskiptum við Kólumbíu og sakar ríkisstjórn landsins, sem hann kallaði fasista, um að reyna að hjálpa Bandaríkjunum að velta honum úr sessi. Flest ríki Suður-Ameríku hafa lýst yfir stuðningi við Guaidó.Tveggja forseta tal Maduro sór embættiseið í síðasta mánuði. Það gerði hann eftir umdeildar forsetakosningar sem fram fóru í maí í fyrra. Eftir að stjórnarandstaðan náði meirihluta á þingi árið 2015 skipaði Maduro nýtt þing árið 2017, stjórnlagaþing, og færði flest völd gamla þingsins yfir á það. Þar að auki skipaði hann fjölmarga bandamenn sína í Hæstarétt Venesúela. Hann sór embættiseið í byrjun ársins eftir kosningar sem stjórnarandstaðan viðurkenndi ekki og eftirlitsaðilar segja ekki hafa farið rétt fram, meðal annars vegna þess að mörgum andstæðingum Maduro var meinað að taka þátt í þeim. Í kjölfar þess lýsti gamla þingið Guaidó starfandi forseta Venesúela. Guaidó segir að samkvæmt stjórnarskrá Venesúela megi þingið skipa forseta þess sem forseta sé forsetinn ólögmætur. Markmið hans er að mynda starfsstjórn og boða til nýrra kosninga. Eftir að þingið tilnefndi hann sem forseta ferðaðist hann um Suður-Ameríku og aflaði stuðnings nágrannaríkja Venesúela. Tugir annarra þjóða hafa lýst yfir stuðningi við Guaidó og mun hann fara til Bogota í Kólumbíu á morgun til að hitta þjóðarleiðtoga annarra Suður-Ameríkuríkja og Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna.
Kólumbía Venesúela Tengdar fréttir Neyðaraðstoð komin inn í Venesúela Juan Guaidó, yfirlýstur forseti landsins, segir áfangann mikið afrek fyrir landið. 23. febrúar 2019 17:49 Beita táragasi á mótmælendur sem krefjast neyðaraðstoðar Mikil spenna er við landamæri Venesúela og Kólumbíu. 23. febrúar 2019 15:45 Hafnar fullyrðingum um herlið í Venesúela Bruno Rodriguez, utanríkisráðherra Kúbu, hafnar fullyrðingum ríkistjórnar Donald Trump Bandaríkjaforseta um að Kúba sé með herlið í Venesúela. 19. febrúar 2019 23:30 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Umfagnsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Einn látinn eftir alvarlegt lestarslys í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Sjá meira
Neyðaraðstoð komin inn í Venesúela Juan Guaidó, yfirlýstur forseti landsins, segir áfangann mikið afrek fyrir landið. 23. febrúar 2019 17:49
Beita táragasi á mótmælendur sem krefjast neyðaraðstoðar Mikil spenna er við landamæri Venesúela og Kólumbíu. 23. febrúar 2019 15:45
Hafnar fullyrðingum um herlið í Venesúela Bruno Rodriguez, utanríkisráðherra Kúbu, hafnar fullyrðingum ríkistjórnar Donald Trump Bandaríkjaforseta um að Kúba sé með herlið í Venesúela. 19. febrúar 2019 23:30