TikTok slær í gegn en er notað til eineltis Ari Brynjólfsson skrifar 25. febrúar 2019 07:00 Smáforritið TikTok hefur slegið í gegn víða um heim. Vísir/Getty Nýtt smáforrit hefur gert vart við sig í grunnskólum landsins og dæmi eru um að það sé notað til að leggja börn í einelti. Forritið er kínverskt og heitir TikTok. Það gengur út á að búa til nokkurra sekúndna tónlistarmyndbönd þar sem notandinn tekur saman myndbandsklippur, syngur með og bætir við tæknibrellum. TikTok er ný útgáfa af smáforritinu Musical.ly sem naut fádæma vinsælda um allan heim fyrir nokkrum árum. Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla, segir smáforritið ekki einskorðast við íslenska skóla og rætt hafi verið sérstaklega um TikTok á samevrópskum vettvangi Insafe nú í vetur. „Þetta app hefur verið mjög vinsælt í einhvern tíma. Fyrst sem Musical.ly, nú sem TikTok. Þetta eru örstutt myndbönd, svo er hægt að senda skilaboð. Um leið og það er hægt að nota smáforrit til að hafa samskipti þá er alltaf hætta á að þau séu líka notuð til leiðinlegra samskipta,“ segir Hrefna. „Ef það er eitthvað misgott í gangi í hópum þá er þetta ein leið til að halda áfram að vera með neikvæð samskipti.“Hér má sjá TikTok í notkun.Kári Sigurðsson, aðstoðarforstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar Hólmasels, hefur unnið að því síðustu fimm ár að fræða ungmenni um virðingu á samfélagsmiðlum. Hann hefur orðið var við umræðu meðal barna og unglinga um TikTok. Er það upplifun hans að yngri aldurshópar, þá ungmenni á aldrinum 10 til 13 ára, noti smáforrit á borð við TikTok til að leggja aðra í einelti. Unglingar noti hins vegar Snapchat og Instagram, þar sem þau forrit eru hvað vinsælust. „Þetta er voðalega krúttlegt forrit þegar maður skoðar það fyrst, það er síðan hægt að stilla það á ýmsa vegu,“ segir Kári um TikTok. Hann segir flest ungmenni haga sér vel í samskiptum, en vandinn sé sá að einelti í dag er mun meira falið en það var. „Það er ekki lengur jafn áþreifanlegt, það fer nú að miklu leyti fram í gegnum samfélagsmiðlana. Oft inni í lokuðum hópum þar sem ýmiss konar viðbjóður grasserar.“ Hrefna segir mikilvægt að kenna börnum gagnrýna hugsun og að setja sig í spor annarra. „Það er mikilvægt fyrir foreldra að vita hvaða öpp eru í gangi og hvað er hægt að gera með þeim. Besta leiðin til þess er að prófa sjálfur. Appið er ekki vandamálið, það er hegðunin. Það kemur alltaf nýtt app og því farsælast að reyna að komast fyrir rót vandans.“ Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Tækni Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fleiri fréttir Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Sjá meira
Nýtt smáforrit hefur gert vart við sig í grunnskólum landsins og dæmi eru um að það sé notað til að leggja börn í einelti. Forritið er kínverskt og heitir TikTok. Það gengur út á að búa til nokkurra sekúndna tónlistarmyndbönd þar sem notandinn tekur saman myndbandsklippur, syngur með og bætir við tæknibrellum. TikTok er ný útgáfa af smáforritinu Musical.ly sem naut fádæma vinsælda um allan heim fyrir nokkrum árum. Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla, segir smáforritið ekki einskorðast við íslenska skóla og rætt hafi verið sérstaklega um TikTok á samevrópskum vettvangi Insafe nú í vetur. „Þetta app hefur verið mjög vinsælt í einhvern tíma. Fyrst sem Musical.ly, nú sem TikTok. Þetta eru örstutt myndbönd, svo er hægt að senda skilaboð. Um leið og það er hægt að nota smáforrit til að hafa samskipti þá er alltaf hætta á að þau séu líka notuð til leiðinlegra samskipta,“ segir Hrefna. „Ef það er eitthvað misgott í gangi í hópum þá er þetta ein leið til að halda áfram að vera með neikvæð samskipti.“Hér má sjá TikTok í notkun.Kári Sigurðsson, aðstoðarforstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar Hólmasels, hefur unnið að því síðustu fimm ár að fræða ungmenni um virðingu á samfélagsmiðlum. Hann hefur orðið var við umræðu meðal barna og unglinga um TikTok. Er það upplifun hans að yngri aldurshópar, þá ungmenni á aldrinum 10 til 13 ára, noti smáforrit á borð við TikTok til að leggja aðra í einelti. Unglingar noti hins vegar Snapchat og Instagram, þar sem þau forrit eru hvað vinsælust. „Þetta er voðalega krúttlegt forrit þegar maður skoðar það fyrst, það er síðan hægt að stilla það á ýmsa vegu,“ segir Kári um TikTok. Hann segir flest ungmenni haga sér vel í samskiptum, en vandinn sé sá að einelti í dag er mun meira falið en það var. „Það er ekki lengur jafn áþreifanlegt, það fer nú að miklu leyti fram í gegnum samfélagsmiðlana. Oft inni í lokuðum hópum þar sem ýmiss konar viðbjóður grasserar.“ Hrefna segir mikilvægt að kenna börnum gagnrýna hugsun og að setja sig í spor annarra. „Það er mikilvægt fyrir foreldra að vita hvaða öpp eru í gangi og hvað er hægt að gera með þeim. Besta leiðin til þess er að prófa sjálfur. Appið er ekki vandamálið, það er hegðunin. Það kemur alltaf nýtt app og því farsælast að reyna að komast fyrir rót vandans.“
Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Tækni Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fleiri fréttir Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Sjá meira