Innlent

Unglingur fékk áfengiseitrun á veitingastað

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Lögreglan hafði afskipti af fjölda drukkinna einstaklinga í nótt.
Lögreglan hafði afskipti af fjölda drukkinna einstaklinga í nótt. Vísir/vilhelm
Flytja þurfti ungling á fermingaraldri á sjúkrahús eftir áfengisneyslu. Lögreglan segist hafa fengið ábendingu á níunda tímanum í gær um ofurölvi ungling á veitingastað í Garðabæ. Við komuna á staðinn var talið líklegt að unglingurinn, sem sagður er fæddur árið 2005, hafi hlotið áfengiseitrun. Því var hringt á sjúkrabifreið sem flutti unglinginn á sjúkrahús til aðhlynningar. Þar að auki var barnavernd gert viðvart um mál hans.

Barnavernd fékk að sama skapi tilkynningu um 15 ára ungling sem fannst ofurölvi við verslunarmiðstöð í Kópavogi á tíunda tímanum. Ekki var þó talið að koma þyrfti honum undir læknishendur heldur var hann aðeins keyrður heim til foreldra sinna.

Það voru þó ekki aðeins drukknir unglingar sem komust í kast við lögin. Það gerði einnig maður sem ráfaðinn drukkinn inn á heilbrigðisstofnun í Fossvogi. Eftir að hann hafði fengið þá þjónustu sem hann óskaði er hann sagður hafa verið til ama og neitað að hlýða fyrirmælum. Starfsmenn stofnunarinnar óskuðu tvívegis eftir aðstoð lögreglunnar og var að endingu tekin ákvörðun um að handataka manninn og flytja í næsta fangaklefa þar sem hann hefur varið nóttinni.

Þá var einnig tilkynnt um innbrot á höfuðborgarsvæðinu, bæði í íbúð og bifreið, auk þess sem fjöldi ökumanna var stöðvaður vegna gruns um akstur undir áhrifum vímuefna.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×