Pakistanar heita því að bregðast við árásum Indverja Samúel Karl Ólason skrifar 26. febrúar 2019 15:49 Íbúar yfirgefa heimagert sprengjuskýli í Chakoti nærri landamærum Pakistan og Indlands í Kasmír. AP/Abdul Razaq Indverjar hafa gert loftárásir gegn hryðjuverkasamtökum sem lýst hefur yfir ábyrgð á sjálfsmorðsárás þar sem 40 indverskir hermenn féllu fyrr í þessum mánuði. Um er að ræða fyrstu árásirnar sem gerðar hafa verið yfir landamæri ríkjanna í Kasmír frá því Indland og Pakistan voru í stríði 1971. Yfirvöld Pakistan segja sprengjurnar hafa lent á óbyggðu svæði en heita því að bregðast við árásinni. Mikil spenna er nú á milli ríkjanna. Ríkisstjórn Indlands segir Pakistana leyfa hryðjuverkasamtökum eins og Jaish-e-Mohammad, JeM, sem hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni, að starfa innan landamæra Pakistan. Indverjar segja einnig að öryggissveitir Pakistan hafi komið að árásinni með einhverjum hætti.BBC hefur eftir Vijay Gokhale, utanríkisráðherra Indlands, að fjöldi vígamanna hafi fallið í árásinni og enginn almennur borgari hafi látið lífið. Þá sagði hann að upplýsingar hefðu borist um að JeM-liðar væru að skipuleggja frekari árásir í Indlandi. Því hefði verið nauðsynlegt að ráðast gegn þeim.Forsvarsmenn herafla Pakistan segja hins vegar að enginn hafi fallið í árásunum. Herþotur hafi verið sendar gegn herþotum Indlands og flugmenn þeirra hafi þurft að losa sig við sprengjurnar til að komast á brott. Í kjölfar loftárásanna segja Indverjar að pakistanskir hermenn hafi varpað sprengjum yfir landamæri ríkjanna í Kasmír. Imran Khan, forsætisráðherra Pakistan, kallaði öryggisráð landsins saman og fordæmdi árásir Indverja. Hann segir Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, hafa fyrirskipað árásirnar til að auka vinsældir sínar í aðdraganda kosninga í maí. Vitni sem BBC ræddi við segjast hafa vaknað við háværar sprengingar klukkan 3:00 í nótt, að staðartíma. Einn bóndi sem rætt var við segir fjögur eða fimm hús hafa orðið fyrir skemmdum í árásunum.AP fréttaveitan segir her Pakistan hafa lokað svæðið af og engum sé hleypt nærri staðnum þar sem sprengjurnar féllu. Því hefur ekki verið hægt að sannreyna hvor aðilinn sé að segja rétt frá, ef einhver er að því.Hér má sjá stutt myndband frá Economist þar sem deilan um Kasmír er útskýrð. Indland Pakistan Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira
Indverjar hafa gert loftárásir gegn hryðjuverkasamtökum sem lýst hefur yfir ábyrgð á sjálfsmorðsárás þar sem 40 indverskir hermenn féllu fyrr í þessum mánuði. Um er að ræða fyrstu árásirnar sem gerðar hafa verið yfir landamæri ríkjanna í Kasmír frá því Indland og Pakistan voru í stríði 1971. Yfirvöld Pakistan segja sprengjurnar hafa lent á óbyggðu svæði en heita því að bregðast við árásinni. Mikil spenna er nú á milli ríkjanna. Ríkisstjórn Indlands segir Pakistana leyfa hryðjuverkasamtökum eins og Jaish-e-Mohammad, JeM, sem hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni, að starfa innan landamæra Pakistan. Indverjar segja einnig að öryggissveitir Pakistan hafi komið að árásinni með einhverjum hætti.BBC hefur eftir Vijay Gokhale, utanríkisráðherra Indlands, að fjöldi vígamanna hafi fallið í árásinni og enginn almennur borgari hafi látið lífið. Þá sagði hann að upplýsingar hefðu borist um að JeM-liðar væru að skipuleggja frekari árásir í Indlandi. Því hefði verið nauðsynlegt að ráðast gegn þeim.Forsvarsmenn herafla Pakistan segja hins vegar að enginn hafi fallið í árásunum. Herþotur hafi verið sendar gegn herþotum Indlands og flugmenn þeirra hafi þurft að losa sig við sprengjurnar til að komast á brott. Í kjölfar loftárásanna segja Indverjar að pakistanskir hermenn hafi varpað sprengjum yfir landamæri ríkjanna í Kasmír. Imran Khan, forsætisráðherra Pakistan, kallaði öryggisráð landsins saman og fordæmdi árásir Indverja. Hann segir Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, hafa fyrirskipað árásirnar til að auka vinsældir sínar í aðdraganda kosninga í maí. Vitni sem BBC ræddi við segjast hafa vaknað við háværar sprengingar klukkan 3:00 í nótt, að staðartíma. Einn bóndi sem rætt var við segir fjögur eða fimm hús hafa orðið fyrir skemmdum í árásunum.AP fréttaveitan segir her Pakistan hafa lokað svæðið af og engum sé hleypt nærri staðnum þar sem sprengjurnar féllu. Því hefur ekki verið hægt að sannreyna hvor aðilinn sé að segja rétt frá, ef einhver er að því.Hér má sjá stutt myndband frá Economist þar sem deilan um Kasmír er útskýrð.
Indland Pakistan Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira