Óumdeilt að fiskur sleppur úr sjókvíum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 27. febrúar 2019 07:41 Ekki var talin þörf á unhverfismati fyrir 1.700 tonna seiðaeldi á landi á Árskógssandi. FBL/AUÐUNN Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála segir óumdeilt að á Íslandi, líkt og annars staðar, sleppi fiskur úr sjókvíum þrátt fyrir að fylgt sé norskum staðli eða öðrum sambærilegum alþjóðlegum stöðlum enda skilja aðeins net fiskinn frá sjónum í sjókvíaeldi. Þetta kemur fram í úrskurði nefndarinnar þar sem fjallað er um kæru vegna seiðaeldis Laxa fiskeldis á landi í Þorlákshöfn. Kærunni var vísað frá. Nefndin segir að þegar fiskur er í kerum á landi sé komið í veg fyrir að hann sleppi í gegnum fráveitu með grindum á kerum og á frárennsli, auk þess sem frárennslisvatn sé hreinsað. Kærendur voru Veiðifélag Árnesinga, Náttúruverndarsamtök Íslands og náttúruverndarfélagið Laxinn lifi sem kröfðust þess að ákvörðun Umhverfisstofnunar um að gefa út starfsleyfi fyrir allt að 500 tonna seiðaeldi á ári í Þorlákshöfn yrði afturkölluð. Úrskurðarnefndin segir að í landeldi sé helst að seiði sleppi ef óhöpp verða við dælingu í brunnbát. „En eðli máls samkvæmt fer slík dæling eingöngu fram þegar seiði hafa náð ákveðinni stærð og eru afhent til brottflutnings. Þá er því ekki saman að jafna að seiði sleppi, sem ef til vill eru ekki lífvænleg, eða fullvaxta fiskur,“ segir nefndin. Kærunum var vísað frá þar sem náttúruverndarsamtökin tvenn ættu ekki aðild að málinu því seiðaeldið væri ekki háð mati á umhverfisáhrifum samkvæmt Skipulagsstofnun. Það hefði ekki raunhæft gildi fyrir hagsmuni veiðifélagsins að fá leyst úr ágreiningi um starfsleyfið. Veiðifélagið teldi sig eiga aðild að lífríki Ölfusár og vatnasvæði hennar væri stefnt í hættu en þeir hagsmunir væru ekki nógu miklir til að skapa félaginu kæruaðild. Í kæru veiðifélagsins sagði að það teldi seiðaeldið skapa hættu fyrir villta laxa- og silungastofna, meðal annars með lúsafári, sjúkdómasmiti og erfðamengun frá erlendum og framandi laxastofni. „Víst sé að eldisfiskurinn muni dreifa sér í veiðiár á Suðurlandi, Faxaflóa og jafnvel víðar um land og setja þar í hættu laxa- og silungsstofna, svo að ekki sé minnst á stórfellda saur- og fóðurleifamengun í nágrenni eldisstöðvarinnar,“ segir um málsrök veiðifélagsins í úrskurðinum þar sem auk fyrrgreindra atriða um líkindi á að fiskur sleppi er tiltekið að líkur á uppsöfnun næringarefna séu litlar. Þá hefur úrskurðarnefndin hafnað kröfum Náttúruverndarsamtaka Íslands og náttúruverndarfélagsins Laxinn lifi um að ógilda ákvörðun Skipulagsstofnunar um að eldi á allt að 1.200 tonnum af seiðum á ári á Árskógssandi skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Í sama máli var vísað frá sama kæruefni frá Veiðifélagi Fnjóskár og Veiðifélagi Eyjafjarðar sem töldust ekki hafa næga hagsmuni í málinu.Uppfært. Í fyrri útgáfu stóð að kært hefði verið vegna seiðeldis Ísþórs. Hið rétt er að kært var vegna seiðeldis Laxa fiskeldis. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Birtist í Fréttablaðinu Dalvíkurbyggð Fiskeldi Umhverfismál Ölfus Mest lesið Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Mikil hálka þegar banaslysið varð Innlent „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Erlent Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Innlent Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Erlent Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Innlent Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Erlent Fleiri fréttir Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Félag forstöðumanna fundar um bréf ráðherra um hagræðingu Afhenda dómsmálaráðherra skýrslu um Geirfinnsmálið í næstu viku Fær enn þá bullandi hjartslátt þegar síminn hringir óþægilega snemma „Það kvikindi sem ég myndi síst vilja fá heim til mín“ Íbúar innlyksa vegna flóðs í Ölfusá Harmleikurinn í Súðavík, faraldur veggjalúsar og vatnavextir Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Þórdís segir að það yrði stefnubreyting bjóði hún sig ekki fram til formanns Ríkisstjórnin óskar nú eftir sparnaðarráðum frá forstöðumönnum Hrafnadís er afbökun og fær því nei Eyjólfur tekur fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu á morgun Sjá meira
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála segir óumdeilt að á Íslandi, líkt og annars staðar, sleppi fiskur úr sjókvíum þrátt fyrir að fylgt sé norskum staðli eða öðrum sambærilegum alþjóðlegum stöðlum enda skilja aðeins net fiskinn frá sjónum í sjókvíaeldi. Þetta kemur fram í úrskurði nefndarinnar þar sem fjallað er um kæru vegna seiðaeldis Laxa fiskeldis á landi í Þorlákshöfn. Kærunni var vísað frá. Nefndin segir að þegar fiskur er í kerum á landi sé komið í veg fyrir að hann sleppi í gegnum fráveitu með grindum á kerum og á frárennsli, auk þess sem frárennslisvatn sé hreinsað. Kærendur voru Veiðifélag Árnesinga, Náttúruverndarsamtök Íslands og náttúruverndarfélagið Laxinn lifi sem kröfðust þess að ákvörðun Umhverfisstofnunar um að gefa út starfsleyfi fyrir allt að 500 tonna seiðaeldi á ári í Þorlákshöfn yrði afturkölluð. Úrskurðarnefndin segir að í landeldi sé helst að seiði sleppi ef óhöpp verða við dælingu í brunnbát. „En eðli máls samkvæmt fer slík dæling eingöngu fram þegar seiði hafa náð ákveðinni stærð og eru afhent til brottflutnings. Þá er því ekki saman að jafna að seiði sleppi, sem ef til vill eru ekki lífvænleg, eða fullvaxta fiskur,“ segir nefndin. Kærunum var vísað frá þar sem náttúruverndarsamtökin tvenn ættu ekki aðild að málinu því seiðaeldið væri ekki háð mati á umhverfisáhrifum samkvæmt Skipulagsstofnun. Það hefði ekki raunhæft gildi fyrir hagsmuni veiðifélagsins að fá leyst úr ágreiningi um starfsleyfið. Veiðifélagið teldi sig eiga aðild að lífríki Ölfusár og vatnasvæði hennar væri stefnt í hættu en þeir hagsmunir væru ekki nógu miklir til að skapa félaginu kæruaðild. Í kæru veiðifélagsins sagði að það teldi seiðaeldið skapa hættu fyrir villta laxa- og silungastofna, meðal annars með lúsafári, sjúkdómasmiti og erfðamengun frá erlendum og framandi laxastofni. „Víst sé að eldisfiskurinn muni dreifa sér í veiðiár á Suðurlandi, Faxaflóa og jafnvel víðar um land og setja þar í hættu laxa- og silungsstofna, svo að ekki sé minnst á stórfellda saur- og fóðurleifamengun í nágrenni eldisstöðvarinnar,“ segir um málsrök veiðifélagsins í úrskurðinum þar sem auk fyrrgreindra atriða um líkindi á að fiskur sleppi er tiltekið að líkur á uppsöfnun næringarefna séu litlar. Þá hefur úrskurðarnefndin hafnað kröfum Náttúruverndarsamtaka Íslands og náttúruverndarfélagsins Laxinn lifi um að ógilda ákvörðun Skipulagsstofnunar um að eldi á allt að 1.200 tonnum af seiðum á ári á Árskógssandi skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Í sama máli var vísað frá sama kæruefni frá Veiðifélagi Fnjóskár og Veiðifélagi Eyjafjarðar sem töldust ekki hafa næga hagsmuni í málinu.Uppfært. Í fyrri útgáfu stóð að kært hefði verið vegna seiðeldis Ísþórs. Hið rétt er að kært var vegna seiðeldis Laxa fiskeldis. Beðist er velvirðingar á mistökunum.
Birtist í Fréttablaðinu Dalvíkurbyggð Fiskeldi Umhverfismál Ölfus Mest lesið Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Mikil hálka þegar banaslysið varð Innlent „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Erlent Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Innlent Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Erlent Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Innlent Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Erlent Fleiri fréttir Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Félag forstöðumanna fundar um bréf ráðherra um hagræðingu Afhenda dómsmálaráðherra skýrslu um Geirfinnsmálið í næstu viku Fær enn þá bullandi hjartslátt þegar síminn hringir óþægilega snemma „Það kvikindi sem ég myndi síst vilja fá heim til mín“ Íbúar innlyksa vegna flóðs í Ölfusá Harmleikurinn í Súðavík, faraldur veggjalúsar og vatnavextir Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Þórdís segir að það yrði stefnubreyting bjóði hún sig ekki fram til formanns Ríkisstjórnin óskar nú eftir sparnaðarráðum frá forstöðumönnum Hrafnadís er afbökun og fær því nei Eyjólfur tekur fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu á morgun Sjá meira