Erlent

Fjöldamótmæli í Madrid: Hægrimenn krefjast þingkosninga

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Lögregluyfirvöld áætla að um 45 þúsund manns hafi fjölmennt á mótmælin sem fóru fram á Colón torgi í borginni. Mótmælendur kröfðust þess að boðað yrði til kosninga en skoðanakannanir sýna að flokkarnir þrír, sem boðuðu til mótmælanna, gætu myndað meirihlutastjórn ef gengið yrði til þingkosninga í dag.
Lögregluyfirvöld áætla að um 45 þúsund manns hafi fjölmennt á mótmælin sem fóru fram á Colón torgi í borginni. Mótmælendur kröfðust þess að boðað yrði til kosninga en skoðanakannanir sýna að flokkarnir þrír, sem boðuðu til mótmælanna, gætu myndað meirihlutastjórn ef gengið yrði til þingkosninga í dag. Vísir/ap

Tugþúsundir mótmælenda fylktu liði í höfuðborg Spánar í dag til að láta í ljós óánægju sína með útspil stjórnvalda sem buðu aðskilnaðarsinnum í Katalóníu til viðræðna til að lægja öldurnar. Mótmælendur krefjast þess að boðað verði til kosninga sem allra fyrst.

Íhaldsflokkur fólksins PP, hægrimiðju flokkurinn Ciudadanos og Vox flokkur hægriþjóðernissinna stóðu fyrir mótmælafundinum en talsmenn flokkanna segja útspil Pedros Sanchez forsætisráðherra Spánar, að reyna að koma til móts við aðskilnaðarsinna með viðræðum, jafngilda landráðum. Aðskilnaðarsinnar tilkynntu þó á föstudag að þeir myndu ekki taka þátt í viðræðunum.

Hópur þjóðernissinna yst til hægri á hinu pólitíska litrófi var áberandi á mótmælunum. Lögregluyfirvöld áætla að um 45 þúsund manns hafi fjölmennt á mótmælin sem fóru fram á Colón torgi í borginni. Mótmælendur kröfðust þess að boðað yrði til kosninga en skoðanakannanir sýna að flokkarnir þrír, sem boðuðu til mótmælanna, gætu myndað meirihlutastjórn ef gengið yrði til þingkosninga í dag.

Á þriðjudag verður réttað yfir tólf katalónskum sjálfsstæðissinum. Þeir voru ákærðir fyrir uppreisn og misnotkun á almannafé í þeim tilgangi að kljúfa Katalóníu frá Spáni. Ákæruvaldið krefst 25 ára fangelsisvistar yfir aðskilnaðarsinnum.


Tengdar fréttir

Fjöldamótmæli í Katalóníu

Þjóðfundur Katalóníu, samtök katalónskra sjálfstæðissinna, hefur boðað til fjöldamótmæla í héraðinu í dag en fastlega er búist við því að á sama tíma verði þeir níu aðskilnaðarsinnar sem vistaðir eru í katalónskum fangelsum fluttir til Madrídar þar sem málið gegn þeim fer fyrir dóm í febrúar.

Amnesty vill fylgjast með réttarhöldum Katalóna

Mannréttindabaráttusamtökin Amnesty International hafa sent hæstarétti Spánar bréf þar sem samtökin biðja formlega um leyfi fyrir því að fá að fylgjast með komandi réttarhöldum yfir tólf stjórnmálamönnum og aðgerðasinnum.

Handtóku tvo katalónska bæjarstjóra

Bæjarstjórar tveggja bæja í Girona-héraði Katalóníu, Vergas og Celra, voru handteknir í gær, sakaðir um að hafa valdið glundroða á almannafæri. Fjórtán aðgerðasinnar voru einnig handteknir.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.