Erlent

Fjöldamótmæli í Katalóníu

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Katalónar hafa ítrekað mótmælt.
Katalónar hafa ítrekað mótmælt. Vísir/AFP
Þjóðfundur Katalóníu (ANC), samtök katalónskra sjálfstæðissinna, hefur boðað til fjöldamótmæla í héraðinu í dag en fastlega er búist við því að á sama tíma verði þeir níu aðskilnaðarsinnar sem vistaðir eru í katalónskum fangelsum fluttir til Madrídar þar sem málið gegn þeim fer fyrir dóm í febrúar.

Samkvæmt El Nacional hefur ANC hvatt borgara til þess að flagga katalónska fánanum. Þá stefna aðgerðasinnar að því að safnast saman við þá vegi og þær brýr sem líklegt þykir að fangarnir verði fluttir um. „Við munum sýna þeim allan þann stuðning sem við getum áður en þau fara,“ sagði í tilkynningu.

Einnig stendur til að mótmæla á fjöldafundum um kvöldið í höfuðstað hverrar sýslu undir slagorðinu „Falskt réttlæti“. ANC fer svo fram á að mótmælin haldi áfram fyrir utan skrifstofur héraðsforsetaembættisins næstu daga.

Hinir ákærðu hafa lýst ótta við að réttarhöldin verði ósanngjörn.




Tengdar fréttir

Katalónskur fangi biðlar til Íslendinga

Jordi Cuixart er einn þeirra Katalóna sem voru ákærðir og fangelsaðir vegna sjálfstæðis­atkvæðagreiðslu og -yfirlýsingar árið 2017. Í ítarlegu viðtali við Fréttablaðið segir hann stjórnarhætti Francos enn við lýði og að máli

Handtóku tvo katalónska bæjarstjóra

Bæjarstjórar tveggja bæja í Girona-héraði Katalóníu, Vergas og Celra, voru handteknir í gær, sakaðir um að hafa valdið glundroða á almannafæri. Fjórtán aðgerðasinnar voru einnig handteknir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×