Mandela fagnaði frelsinu Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 11. febrúar 2019 08:00 Nelson Mandela. vísir/getty Á þessum degi árið 1990 lauk 27 ára fangelsisvist mannréttindafrömuðarins Nelsons Mandela. Gríðarleg fagnaðarlæti brutust út í Suður-Afríku þegar Mandela fagnaði frelsi með konu sinni, Winnie Madikizela, á götum Jóhannesarborgar. Eitt af fyrstu verkum Mandela var að ávarpa fjöldasamkomu á Soccer City-leikavanginum í borginni en talið er að um 100 þúsund manns hafi verið á staðnum. Fangelsun Mandela má rekja til baráttu hans gegn aðskilnaðarstefnunni í Suður-Afríku. Hann var handtekinn ásamt öðrum aðgerðasinnum árið 1962 og var ári seinna dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir landráð. Saksóknari hafði farið fram á dauðadóm yfir Mandela og félögum hans. Mandela var vistaður í fangelsinu á Robben-eyju á árunum 1964 til 1982, eða þangað til að hann var fluttur í Victor Verster-fangelsið. Barátta Mandela fyrir réttindum blökkufólks í Suður-Afríku, handtaka hans og endanleg fangelsun vakti heimsathygli og ekki síður þær fregnir sem bárust af þeirri hörmulegu meðferð sem Mandela sætti á Robben-eyju. Um það leyti sem frelsun Mandela var í nánd var mörgum orðið ljóst að aðskilnaðarstefnan væri úrelt fyrirkomulag. F.W. de Klerk, sem gegndi tímabundið embætti forseta, lýsti þessari skoðun. Hann beitti sér fyrir frelsun Mandela, sem síðan varð að veruleika 11. febrúar árið 1990. Árið 1994 vann flokkur Mandela, Afríska þjóðarráðið, afgerandi sigur í almennum þingkosningum og var Mandela útnefndur forseti í kjölfarið og varð þar með fyrsti lýðræðislega kjörni forseti landsins. Mandela átti eftir að beita sér af miklum krafti við að afnema aðskilnaðarstefnuna og við að koma á friði milli svartra og hvítra í Suður-Afríku. Mandela lést 5. desember árið 2013. Birtist í Fréttablaðinu Suður-Afríka Tímamót Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Þetta er innrás“ Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Fleiri fréttir Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Sjá meira
Á þessum degi árið 1990 lauk 27 ára fangelsisvist mannréttindafrömuðarins Nelsons Mandela. Gríðarleg fagnaðarlæti brutust út í Suður-Afríku þegar Mandela fagnaði frelsi með konu sinni, Winnie Madikizela, á götum Jóhannesarborgar. Eitt af fyrstu verkum Mandela var að ávarpa fjöldasamkomu á Soccer City-leikavanginum í borginni en talið er að um 100 þúsund manns hafi verið á staðnum. Fangelsun Mandela má rekja til baráttu hans gegn aðskilnaðarstefnunni í Suður-Afríku. Hann var handtekinn ásamt öðrum aðgerðasinnum árið 1962 og var ári seinna dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir landráð. Saksóknari hafði farið fram á dauðadóm yfir Mandela og félögum hans. Mandela var vistaður í fangelsinu á Robben-eyju á árunum 1964 til 1982, eða þangað til að hann var fluttur í Victor Verster-fangelsið. Barátta Mandela fyrir réttindum blökkufólks í Suður-Afríku, handtaka hans og endanleg fangelsun vakti heimsathygli og ekki síður þær fregnir sem bárust af þeirri hörmulegu meðferð sem Mandela sætti á Robben-eyju. Um það leyti sem frelsun Mandela var í nánd var mörgum orðið ljóst að aðskilnaðarstefnan væri úrelt fyrirkomulag. F.W. de Klerk, sem gegndi tímabundið embætti forseta, lýsti þessari skoðun. Hann beitti sér fyrir frelsun Mandela, sem síðan varð að veruleika 11. febrúar árið 1990. Árið 1994 vann flokkur Mandela, Afríska þjóðarráðið, afgerandi sigur í almennum þingkosningum og var Mandela útnefndur forseti í kjölfarið og varð þar með fyrsti lýðræðislega kjörni forseti landsins. Mandela átti eftir að beita sér af miklum krafti við að afnema aðskilnaðarstefnuna og við að koma á friði milli svartra og hvítra í Suður-Afríku. Mandela lést 5. desember árið 2013.
Birtist í Fréttablaðinu Suður-Afríka Tímamót Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Þetta er innrás“ Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Fleiri fréttir Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Sjá meira