Leikmenn Chelsea flengdir í Manchester Kristinn Páll Teitsson skrifar 11. febrúar 2019 10:45 Það var létt yfir Sergio Aguero þegar Pep Guardiola tók hann af velli enda búinn að skora þrennu og sigur Manchester City í höfn. Getty/ Michael Regan Það er ekki hægt að segja annað en að Chelsea hafi verið niðurlægt um helgina þegar lærisveinar Maurizio Sarri voru flengdir á Etihad-vellinum í 6-0 sigri Manchester City. Þetta var þriðja tap Chelsea í röð á útivelli og það fimmta í síðustu sjö leikjum og skiljanlega komin mikil pressa á Sarri enda ekki venja hjá félaginu undanfarin ár að tapa mörgum leikjum, hvað þá að vera niðurlægt líkt og í gær. Það verður að hrósa Manchester City fyrir sinn þátt. Eftir að hafa misstigið sig gegn Newcastle á dögunum tóku við leikir gegn Arsenal og Chelsea á heimavelli ásamt leik gegn Everton á útivelli. Þrír leikir á einni viku þar sem ríkjandi meistararnir gátu misstigið sig en þeir stóðust þetta próf með hæstu einkunn. Chelsea var ekkert að breyta leikplaninu þrátt fyrir að vera að fara á einn erfiðasta útivöll landsins og átti fínar sóknir fyrstu mínútur leiksins en þegar fyrsta markið kom virtist hausinn alveg fara hjá gestunum. Enginn virtist vera tilbúinn að dekka Bernardo Silva í aukaspyrnu en hann fann Raheem Sterling inni í vítateignum og þar kom Sterling heimamönnum yfir. Sergio Agüero klúðraði dauðafæri nokkrum mínútum síðar en bætti upp fyrir það með tveimur mörkum á fimm mínútna kafla. Eftir að hafa skorað með frábæru skoti á 13. mínútu nýtti Aguero sér glórulausan varnarleik Ross Barkley og kom City 3-0 yfir á 19. mínútu. Stuttu síðar skoraði Ilkay Gundogan fjórða mark City og leiknum lokið. Einfaldlega spurning hversu mörg mörk heimamenn myndu skora gegn brotnu liði Chelsea. Aguero var nálægt því að skora hina fullkomnu þrennu, sitt með hvorum fætinum og eitt með skalla en skalli hans fór í slána í upphafi seinni hálfleiks en hann bætti upp fyrir það stuttu síðar með marki af vítapunktinum. Sterling var svo aftur á ferðinni skömmu fyrir leikslok þegar hann skoraði annað mark sitt og sjötta mark City. Gæðamunur liðanna í gær var gríðarlegur og virðist sem 5-0 sigur Chelsea á Huddersfield á dögunum hafi aðeins hylmt yfir vandræði Chelsea. Varnarleikur liðsins, sem hefur verið aðalsmerki þess í meistaraliðum Chelsea, er í molum þessa dagana. Var þetta í fyrsta sinn í 29 ár sem Chelsea fær á sig fjögur mörk í tveimur útileikjum í röð og versta tap Chelsea í 28 ár í öllum keppnum. Nú er Chelsea búið að fá á sig þrettán mörk í síðustu þremur útileikjum, tveimur mörkum minna en allt 2004-05 tímabilið. Þá hefur heldur betur fjarað undan Jorginho sem átti að leiða leikstíl Sarri hjá Chelsea. Chelsea vann kapphlaup við City um ítalska landsliðsmanninn sem hefur misst dampinn á undanförnum mánuðum eftir fína byrjun. Miðjumaðurinn N’Golo Kanté var færður í nýja stöðu til að koma Jorginho fyrir en það virðist vera skot sem hittir ekki á mark hjá Ítalanum.Sviðsljósið á Sarri Það vakti athygli þegar Sarri krafðist þess að þjálfarateymið yfirgæfi búningsklefann og hann átti langan fund með leikmönnum eftir 0-4 tap gegn Bournemouth á dögunum. Það átti sér stað aðeins ellefu dögum eftir að hann gagnrýndi leikmenn sína opinberlega og sagði erfitt að ná til þeirra eftir tap fyrir Arsenal. Hann var ekki jafn hvass eftir leik í gær og virtist hálf áttavilltur í samtali við breska fjölmiðla. Í samtali við Sky Sports eftir leik sagðist Sarri aðeins hafa áhyggjur af frammistöðu liðsins en ekki af starfi sínu. Það hefði eitthvað breyst á tímabilinu og hann gerði sér ekki grein fyrir því hvað það væri en taldi að það hefði ekki verið neinn einbeitingarskortur í undirbúningnum fyrir leikinn. „Ég veit ekki hvað ég á að segja um framtíð mína, það verður að spyrja félagið að því. Ég á erfitt með að útskýra hvað fór úrskeiðis í dag. Æfingar í aðdraganda leiksins gengu vel en við lentum í miklum vandræðum frá fyrstu mínútu leiksins gegn frábæru liði. Þeir léku sér að okkur í dag og refsuðu okkur fyrir öll mistök. Við vildum byrja af krafti en það fór út um gluggann þegar við fengum á okkur mark á þriðju mínútu leiksins og okkur tókst aldrei að ná tökum á leiknum,“ sagði Sarri sem hélt áfram: „Við eigum í vandræðum. Við vorum sterkari á útivöllum en á heimavelli framan af tímabilinu en það hefur allt farið úrskeiðis undanfarnar vikur. Við þurfum að finna lausnir og það er skiljanlega komin pressa á að finna lausnir því ég sem þjálfari liðsins á að gera betur.“ Enski boltinn Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Fleiri fréttir Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Sjá meira
Það er ekki hægt að segja annað en að Chelsea hafi verið niðurlægt um helgina þegar lærisveinar Maurizio Sarri voru flengdir á Etihad-vellinum í 6-0 sigri Manchester City. Þetta var þriðja tap Chelsea í röð á útivelli og það fimmta í síðustu sjö leikjum og skiljanlega komin mikil pressa á Sarri enda ekki venja hjá félaginu undanfarin ár að tapa mörgum leikjum, hvað þá að vera niðurlægt líkt og í gær. Það verður að hrósa Manchester City fyrir sinn þátt. Eftir að hafa misstigið sig gegn Newcastle á dögunum tóku við leikir gegn Arsenal og Chelsea á heimavelli ásamt leik gegn Everton á útivelli. Þrír leikir á einni viku þar sem ríkjandi meistararnir gátu misstigið sig en þeir stóðust þetta próf með hæstu einkunn. Chelsea var ekkert að breyta leikplaninu þrátt fyrir að vera að fara á einn erfiðasta útivöll landsins og átti fínar sóknir fyrstu mínútur leiksins en þegar fyrsta markið kom virtist hausinn alveg fara hjá gestunum. Enginn virtist vera tilbúinn að dekka Bernardo Silva í aukaspyrnu en hann fann Raheem Sterling inni í vítateignum og þar kom Sterling heimamönnum yfir. Sergio Agüero klúðraði dauðafæri nokkrum mínútum síðar en bætti upp fyrir það með tveimur mörkum á fimm mínútna kafla. Eftir að hafa skorað með frábæru skoti á 13. mínútu nýtti Aguero sér glórulausan varnarleik Ross Barkley og kom City 3-0 yfir á 19. mínútu. Stuttu síðar skoraði Ilkay Gundogan fjórða mark City og leiknum lokið. Einfaldlega spurning hversu mörg mörk heimamenn myndu skora gegn brotnu liði Chelsea. Aguero var nálægt því að skora hina fullkomnu þrennu, sitt með hvorum fætinum og eitt með skalla en skalli hans fór í slána í upphafi seinni hálfleiks en hann bætti upp fyrir það stuttu síðar með marki af vítapunktinum. Sterling var svo aftur á ferðinni skömmu fyrir leikslok þegar hann skoraði annað mark sitt og sjötta mark City. Gæðamunur liðanna í gær var gríðarlegur og virðist sem 5-0 sigur Chelsea á Huddersfield á dögunum hafi aðeins hylmt yfir vandræði Chelsea. Varnarleikur liðsins, sem hefur verið aðalsmerki þess í meistaraliðum Chelsea, er í molum þessa dagana. Var þetta í fyrsta sinn í 29 ár sem Chelsea fær á sig fjögur mörk í tveimur útileikjum í röð og versta tap Chelsea í 28 ár í öllum keppnum. Nú er Chelsea búið að fá á sig þrettán mörk í síðustu þremur útileikjum, tveimur mörkum minna en allt 2004-05 tímabilið. Þá hefur heldur betur fjarað undan Jorginho sem átti að leiða leikstíl Sarri hjá Chelsea. Chelsea vann kapphlaup við City um ítalska landsliðsmanninn sem hefur misst dampinn á undanförnum mánuðum eftir fína byrjun. Miðjumaðurinn N’Golo Kanté var færður í nýja stöðu til að koma Jorginho fyrir en það virðist vera skot sem hittir ekki á mark hjá Ítalanum.Sviðsljósið á Sarri Það vakti athygli þegar Sarri krafðist þess að þjálfarateymið yfirgæfi búningsklefann og hann átti langan fund með leikmönnum eftir 0-4 tap gegn Bournemouth á dögunum. Það átti sér stað aðeins ellefu dögum eftir að hann gagnrýndi leikmenn sína opinberlega og sagði erfitt að ná til þeirra eftir tap fyrir Arsenal. Hann var ekki jafn hvass eftir leik í gær og virtist hálf áttavilltur í samtali við breska fjölmiðla. Í samtali við Sky Sports eftir leik sagðist Sarri aðeins hafa áhyggjur af frammistöðu liðsins en ekki af starfi sínu. Það hefði eitthvað breyst á tímabilinu og hann gerði sér ekki grein fyrir því hvað það væri en taldi að það hefði ekki verið neinn einbeitingarskortur í undirbúningnum fyrir leikinn. „Ég veit ekki hvað ég á að segja um framtíð mína, það verður að spyrja félagið að því. Ég á erfitt með að útskýra hvað fór úrskeiðis í dag. Æfingar í aðdraganda leiksins gengu vel en við lentum í miklum vandræðum frá fyrstu mínútu leiksins gegn frábæru liði. Þeir léku sér að okkur í dag og refsuðu okkur fyrir öll mistök. Við vildum byrja af krafti en það fór út um gluggann þegar við fengum á okkur mark á þriðju mínútu leiksins og okkur tókst aldrei að ná tökum á leiknum,“ sagði Sarri sem hélt áfram: „Við eigum í vandræðum. Við vorum sterkari á útivöllum en á heimavelli framan af tímabilinu en það hefur allt farið úrskeiðis undanfarnar vikur. Við þurfum að finna lausnir og það er skiljanlega komin pressa á að finna lausnir því ég sem þjálfari liðsins á að gera betur.“
Enski boltinn Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Fleiri fréttir Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Sjá meira