Fótbolti

Vítaspyrna gæti kostað hann leikinn á móti Manchester United

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Edinson Cavani.
Edinson Cavani. Getty/Jean Catuffe

Paris Saint Germain gæti verið án bæði Neymar og Edinson Cavani í fyrri leik sínum á móti Manchester United í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Neymar verður örugglega ekki með og Edinson Cavani meiddist í deildarleik á móti Bordeaux um helgina.Það er vítaspyrna sem gæti kostað Cavani leikinn á móti Manchester United annað kvöld.

Cavani meiddist nefnilega við það að skora eina mark leiksins úr vítaspyrnu. Þetta eru meiðsl í sin í mjöðminni og geta verið erfið við að eiga.

Cavani skoraði úr spyrnunni og fagnaði markinu en fór svo að kveinka sér. Hann var síðan tekinn af velli í hálfleik.

Paris Saint Germain sendi frá sér tilkynningu um að það ætti eftir að koma í betur í ljós hversu alvarleg meiðslin eru.Eins og sést hér fyrir neðan þá yrði það mikið áfall fyrir Paris Saint Germain að vera án bæði Neymar og Cavani í þessum mikilvæga leik. Þeir hafa komið að 11 af 17 mörkum liðsins í Meistaradeildinni á leiktíðinni.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.