Jöfnunarmark í uppbótartíma tryggði Úlfunum stig

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Nuno Santo var nokkuð sáttur með jöfnunarmarkið
Nuno Santo var nokkuð sáttur með jöfnunarmarkið vísir/getty

Willy Boly stal stigi fyrir Wolves gegn Newcastle á síðustu augnablikum leiksins á Molineux vellinum í Wolverhampton í kvöld.

Það var markalaust í fyrri hálfleik, sem ætti ekki að koma þeim á óvart sem fylgjast mikið með Newcastle, þetta var ellefti leikurinn á tímabilinu hjá Newcastle þar sem staðan er 0-0 í hálfleik.

Fyrsta mark leiksins kom á 56. mínútu þegar Isaac Hayden fékk sendingu frá Fabian Schar og skoraði. Það má setja spurningamerki við hvort Rui Patricio hefði átt að verja skotið en boltinn fór af fingrum hans í netið.

Raul Jimenez komst næst því að jafna leikinn fyrir Úlfana undir lok venjulegs leiktíma en hann skallaði boltann yfir markið af stuttu færi.

Uppbótartíminn sem Graham Scott dómari hafði gefið upp var liðinn þegar fyrirgjöf kom inn í teig Newcastle, Willy Boly hafði betur í baráttunni við markvörðinn Martin Dubravka og boltinn fór af honum í netið af stuttu færi.

Leikmenn Newcastle mótmæltu og sögðu brotið hafa verið á Dubravka en Scott var ekki sammála því.

Newcastle fékk þó eitt stig í pokann og endaði þriggja leikja sigurgöngu Úlfanna. Þeir röndóttu fara því upp í 15. sæti deildarinnar og eru með 27 stig líkt og Burnley, Brighton og Crystal Palace í 13.-16. sæti. Úlfarnir eru í þægilegum málum í sjöunda sæti.

Viðtal við Rafael Benitez

Viðtal við Nuno Espirito Santo

 

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.