Erlent

Notuðu snák við yfirheyrslu á meintum farsímaþjófi

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Snákurinn var vafinn utan um manninn.
Snákurinn var vafinn utan um manninn. Twitter/Skjáskot

Lögreglan í Indónesíu hefur beðist afsökunar eftir að myndband af lögreglumönnum sem notuðust við snák við yfirheyrslu á manni sem hún hafði grunaðan um að hafa stolið farsímum komst í dreifingu á netinu.

Í myndbandinu má sjá lögreglumennina vefja snáknum utan um manninn, sem situr handjárnaður á gólfinu og öskrar, og hlæja.

Lögreglan hefur nú beðist afsökunar á athæfinu en varði þó verknaðinn á sama tíma og sögðu snákinn ekki hafa verið eitraðan, auk þess sem hann væri taminn.

„Við höfum tekið hart á þessu athæfi starfsmanna,“ segir í yfirlýsingu lögreglunnar þar sem því er einnig bætt við að lögreglumennirnir hefðu ekki gengið í skrokk á manninum, þrátt fyrir allt.

Veronica Koman, mannréttindalögfræðingur í Indónesíu, deildi myndbandi af aðförunum á Twitter. Í myndbandinu er sagt heyrast þegar einn lögreglumannanna hótar að setja snákinn upp í munn hins yfirheyrða, og ofan í buxur hans.

Myndbandið má sjá hér að neðan en rétt er að vara viðkvæma eða snákhrædda lesendur við því að horfa á það.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.