Erlent

Reyndi að eyðileggja tökuvél BBC á fjöldafundi Trump

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Frá fundinum í nótt
Frá fundinum í nótt Getty/Joe Raedle

Öryggisverðir þurftu að fjarlægja karlmann af vettvangi á fjöldafundi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna í El Paso í Texas í gær eftir að viðkomandi reyndi að eyðileggja tökuvél BBC.

BBC birtir myndband af atvikinu þar sem sjá má hvernig upptakan á fundi Trump fer úr skorðum þegar maðurinn reyndi að ná til tökuvélarinnar. Í frétt BBC segir að maðurinn hafi ýtt tökumanni BBC áður en hann hafi reynt að skemma vélina, án árangurs.

Í fréttinni segir einnig að atvikið hafi átt sér stað skömmu eftir að Trump gagnrýndi fjölmiðla harðlega

Fjöldafundur Trump bar yfirskriftina „Klárum múrinn„ en á fundinum eyddi Trump miklu púðri í að reyna að sannfæra stuðningsmenn sína um að hann myndi uppfylla helsta kosningaloforðið sitt, landamæramúrinn umdeilda á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó.

Talið er að um sjö þúsund manns hafi sótt fundinn og að annað eins hafi horft á fundinn á stórum skjáum fyrir utan vettvanginn.

Demókratar og Repúblikanar á Bandaríkjaþingi komust í nótt að samkomulagi sem ætlað er að koma í veg fyrir lokun alríkisstofnana næstkomandi föstudag eins og stefndi í á nýjan leik.

Heimildir fjölmiðla ytra herma að múrinn, eða girðingar á landamærunum fái fjárveitingu, en mun lægri upphæð en Trump hafði krafist.


Tengdar fréttir

Demókratar og Repúblikanar komust að samkomulagi

Demókratar og Repúblikanar á Bandaríkjaþingi hafa komist að samkomulagi sem ætlað er að koma í veg fyrir lokun alríkisstofnana næstkomandi föstudag eins og stefndi í á nýjan leik.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.