Erlent

Trump staðfestir fundarstað og fer fögrum orðum um Kim Jong-un

Andri Eysteinsson skrifar
Fundur Kim og Trump í júní síðastliðnum var sögulegur enda í fyrsta skipti sem forseti Bandaríkjanna og leiðtogi Norður-Kóreu hittust.
Fundur Kim og Trump í júní síðastliðnum var sögulegur enda í fyrsta skipti sem forseti Bandaríkjanna og leiðtogi Norður-Kóreu hittust. AP/Susan Walsh

Bandaríkjaforseti, Donald Trump staðfesti í dag að fyrirhugaður leiðtogafundur hans og Kim Jong-un leiðtoga Norður-Kóreu muni fara fram í víetnömsku höfuðborginni Hanoi. Legið hafði fyrir að kollegarnir myndu funda í Víetnam en nákvæmar upplýsingar höfðu ekki legið fyrir.

Trump greindi frá því að sendimenn hans hefðu lokið fundahöldum í Norður-Kóreu og hefðu gert samkomulag um fundarstaðinn og nákvæma dagsetningu, 27.-28. febrúar næstkomandi. Bandaríkjaforseti sagðist hlakka til að sjá norðurkóreska leiðtogann. Forsetinn greindi frá dagsetningu fundarins í stefnuræðu sinni á dögunum.

Trump fór einnig fögrum orðum um framtíð Norður-Kóreu undir stjórn Kim. Bandaríkjaforseti sagði að kollegi sinn myndi gera ríkið að efnahagslegu stórveldi. Slíkt muni koma mörgum á óvart en ekki Trump sjálfum.

Að lokum gantaðist hann með kjarnorkuógnina sem Norður-Kórea er talin vera.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.