Svikahrappur gat varla lent á verra „fórnarlambi“ Samúel Karl Ólason skrifar 12. febrúar 2019 21:13 William H. Webster er eini maðurinn í sögu Bandaríkjanna sem hefur bæði verið yfirmaður FBI og CIA. Getty/Patrick McDermott Svikahrappur sem hringdi í níræðan Bandaríkjamanna og sagði hann hafa unnið fúlgur fjár og bíl í happdrætti, gat varla lent á verra „fórnarlambi“. Svikahrappurinn sagði William H. Webster að hann þyrfti að senda sér 50 þúsund dali í skatta og gjöld svo hann gæti fengið vinning sinn. Þá sagðist hrappurinn hafa lesið sér til um Webster og hann væri augljóslega góður maður. „Þú varst dómari, þú varst lögmaður, körfuboltamaður og þú varst í sjóhernum og heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna,“ sagði svikahrappurinn með miklum hreimi. „Ég veit allt um þig. Ég hef meira að segja séð mynd af þér og dýrmætri konu þinni.“ Það sem svikahrappurinn vissi þó ekki, var að hann var að tala við eina manninn í sögu Bandaríkjanna sem hefur bæði verið yfirmaður Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) og Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA). Degi seinna hringdi Webster aftur í svikahrappinn og ræddi við hann. Það sem meira er, þá voru útsendarar FBI að hlera samtal þeirra. Webster tókst að fá manninn til að gefa upp eigið nafn og póstfang. Washington Post segir svikahrappinn heita Kenial A. Thomas og að hann hafi hringt margsinnis í Webster í kjölfarið og meðal annars hótað að myrða eiginkonu hans.Þetta gerðist árið 2014 en Thomas var þó ekki handtekinn fyrr en í lok ársins 2017 þegar hann flaug frá Jamaíka til New York. Hann játaði tilraun til fjárkúgunar í fyrra og var dæmdur í minnst 33 mánaða fangelsi. Nú á föstudaginn þyngdi dómari þó dóm Thomas, meðal annars vegna hótana hans gagnvart Lyndu Webster og þarf hann að sitja inni í tæp sex ár. Rannsakendur FBI fundu aðra aðila sem Thomas hafði hringt í og sönnuðu að honum hefði tekist að svíkja minnst þrjú hundruð þúsund dali af minnst 30 manns. Bandaríkin Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira
Svikahrappur sem hringdi í níræðan Bandaríkjamanna og sagði hann hafa unnið fúlgur fjár og bíl í happdrætti, gat varla lent á verra „fórnarlambi“. Svikahrappurinn sagði William H. Webster að hann þyrfti að senda sér 50 þúsund dali í skatta og gjöld svo hann gæti fengið vinning sinn. Þá sagðist hrappurinn hafa lesið sér til um Webster og hann væri augljóslega góður maður. „Þú varst dómari, þú varst lögmaður, körfuboltamaður og þú varst í sjóhernum og heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna,“ sagði svikahrappurinn með miklum hreimi. „Ég veit allt um þig. Ég hef meira að segja séð mynd af þér og dýrmætri konu þinni.“ Það sem svikahrappurinn vissi þó ekki, var að hann var að tala við eina manninn í sögu Bandaríkjanna sem hefur bæði verið yfirmaður Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) og Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA). Degi seinna hringdi Webster aftur í svikahrappinn og ræddi við hann. Það sem meira er, þá voru útsendarar FBI að hlera samtal þeirra. Webster tókst að fá manninn til að gefa upp eigið nafn og póstfang. Washington Post segir svikahrappinn heita Kenial A. Thomas og að hann hafi hringt margsinnis í Webster í kjölfarið og meðal annars hótað að myrða eiginkonu hans.Þetta gerðist árið 2014 en Thomas var þó ekki handtekinn fyrr en í lok ársins 2017 þegar hann flaug frá Jamaíka til New York. Hann játaði tilraun til fjárkúgunar í fyrra og var dæmdur í minnst 33 mánaða fangelsi. Nú á föstudaginn þyngdi dómari þó dóm Thomas, meðal annars vegna hótana hans gagnvart Lyndu Webster og þarf hann að sitja inni í tæp sex ár. Rannsakendur FBI fundu aðra aðila sem Thomas hafði hringt í og sönnuðu að honum hefði tekist að svíkja minnst þrjú hundruð þúsund dali af minnst 30 manns.
Bandaríkin Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira