Líkir Manchester United liðinu við Frankenstein Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. febrúar 2019 10:00 Alexis Sanchez er einn af þeim sem passar ekki inn í Manchester United liðið og hefur ollið miklum vonbrigðum eftir að hann kom á Old Trafford. Getty/Jean Catuffe Knattspyrnusérfæðingar Englendinga hafa keppst við að greina leik Manchester United eftir tapið á móti Paris Saint Germain í Meistaradeildinni í vikunni. Ole Gunnar Solskjær tapaði ekki í fyrstu ellefu leikjum sínum sem knattspyrnustjóri Manchester United og flestir voru bjartsýnir á gott gengi á móti Neymar-lausu PSG-liði í Meistaradeildinni. Áfallið var því talsvert á Old Trafford á þriðjudagskvöldið, ekki bara að tapa leiknum heldur meira að líta út fyrir að vera númeri eða númerum og lítið fyrir eitt af sterkustu liðunum í Evrópu í dag. James Ducker, blaðamaður á Telegraph, er einn af þessum knattspyrnusérfræðingum sem hafa greint stöðu mála hjá Solskjær og United-liðinu og hann er með sláandi samlíkingu.It is no surprise that Man Utd's expensive Frankenstein-like squad, assembled on the whims of three different managers, has its shortcomings @TelegraphDucker#MUFChttps://t.co/hlDEpduI44 — Telegraph Football (@TeleFootball) February 13, 2019 Ducker líkir leikmannahópi Manchester United í dag við sjálfan Frankenstein. Lið samansett úr mismundandi pörtum sem passa ekki alveg saman. Ástæðan er meðal annars rótið á knattspyrnustjórastöðu félagsins undanfarin ár þar sem þrír mismunandi stjórar hafa verið að eyða talsverðum peningi í nýja leikmenn. Í stað þess að finna réttu mennina í veikustu stöður liðsins er leikmannhópurinn „ofhlaðinn“ á öðrum stöðum en vanhagar um sterka leikmenn annars staðar. David Moyes, Louis van Gaal og José Mourinho fengu að verðuga verkefni að byggja upp nýtt framtíðarlið eftir fráhvarf Sir Alex Ferguson en það er ekki auðvelt á stað eins og Old Trafford þar sem stuðningsmenn vilja bæði titla og skemmtilegan sóknarfótbolta. United á eftir að finna út úr því hvort Solskjaer eða Mauricio Pochettino sé rétti maðurinn í brúna og fleiri slæm úrslit úr komandi erfiður leikjaprógrammi munu örugglega minnka líkurnar á að Norðmaðurinn hreppi stöðuna. Hvor sem fær hnossið í sumar þarf að taka stórar ákvarðanir með það markmið að fylla upp í „veiku“ stöðurnar í United-liðinu til að hjálpa því að vinna upp það forskot sem bestu lið Englands og Evrópu hafa þegar náð á félagið. Hann er eins og fleiri sammála um það að Manchester United þarf að byrja að velja rétt bæði hvað varðar stjóra og leikmenn. Ole Gunnar Solskjær hefur gjörbreytt andrúmsloftinu á Old Trafford og öflugir ungir leikmenn liðsins hafa verið að framlengja sína samninga að undanförnu. Framtíðin er því ekki svört og með réttu púslunum í sumar ætti United að líkjast meira sjálfum sér og minna Frankenstein á næstu leiktíð. Enski boltinn Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Sjá meira
Knattspyrnusérfæðingar Englendinga hafa keppst við að greina leik Manchester United eftir tapið á móti Paris Saint Germain í Meistaradeildinni í vikunni. Ole Gunnar Solskjær tapaði ekki í fyrstu ellefu leikjum sínum sem knattspyrnustjóri Manchester United og flestir voru bjartsýnir á gott gengi á móti Neymar-lausu PSG-liði í Meistaradeildinni. Áfallið var því talsvert á Old Trafford á þriðjudagskvöldið, ekki bara að tapa leiknum heldur meira að líta út fyrir að vera númeri eða númerum og lítið fyrir eitt af sterkustu liðunum í Evrópu í dag. James Ducker, blaðamaður á Telegraph, er einn af þessum knattspyrnusérfræðingum sem hafa greint stöðu mála hjá Solskjær og United-liðinu og hann er með sláandi samlíkingu.It is no surprise that Man Utd's expensive Frankenstein-like squad, assembled on the whims of three different managers, has its shortcomings @TelegraphDucker#MUFChttps://t.co/hlDEpduI44 — Telegraph Football (@TeleFootball) February 13, 2019 Ducker líkir leikmannahópi Manchester United í dag við sjálfan Frankenstein. Lið samansett úr mismundandi pörtum sem passa ekki alveg saman. Ástæðan er meðal annars rótið á knattspyrnustjórastöðu félagsins undanfarin ár þar sem þrír mismunandi stjórar hafa verið að eyða talsverðum peningi í nýja leikmenn. Í stað þess að finna réttu mennina í veikustu stöður liðsins er leikmannhópurinn „ofhlaðinn“ á öðrum stöðum en vanhagar um sterka leikmenn annars staðar. David Moyes, Louis van Gaal og José Mourinho fengu að verðuga verkefni að byggja upp nýtt framtíðarlið eftir fráhvarf Sir Alex Ferguson en það er ekki auðvelt á stað eins og Old Trafford þar sem stuðningsmenn vilja bæði titla og skemmtilegan sóknarfótbolta. United á eftir að finna út úr því hvort Solskjaer eða Mauricio Pochettino sé rétti maðurinn í brúna og fleiri slæm úrslit úr komandi erfiður leikjaprógrammi munu örugglega minnka líkurnar á að Norðmaðurinn hreppi stöðuna. Hvor sem fær hnossið í sumar þarf að taka stórar ákvarðanir með það markmið að fylla upp í „veiku“ stöðurnar í United-liðinu til að hjálpa því að vinna upp það forskot sem bestu lið Englands og Evrópu hafa þegar náð á félagið. Hann er eins og fleiri sammála um það að Manchester United þarf að byrja að velja rétt bæði hvað varðar stjóra og leikmenn. Ole Gunnar Solskjær hefur gjörbreytt andrúmsloftinu á Old Trafford og öflugir ungir leikmenn liðsins hafa verið að framlengja sína samninga að undanförnu. Framtíðin er því ekki svört og með réttu púslunum í sumar ætti United að líkjast meira sjálfum sér og minna Frankenstein á næstu leiktíð.
Enski boltinn Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Sjá meira