Íslendingurinn Heung-min Sonensson Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. febrúar 2019 12:00 Heung-min Son skorar og skorar. vísir/getty Tottenham er sama og komið áfram í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í fótbolta eftir frábæran 3-0 sigur á Dortmund sem situr í efsta sæti þýsku 1. deildarinnar. Það kom kannski fáum á óvart að Suður-Kóreumaðurinn Son Heung-min skoraði fyrsta mark Tottenham en hann er búinn að vera einn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar í vetur og gjörsamlega haldið Spurs á floti í fjarveru lykilmanna. Stuðullinn á að Son myndi skora í gærkvöldi var líklega ekki hár því ef það er eitthvað sem hann elskar að gera er það að skora á móti Dortmund. Hann spilar varla á móti þeim gulu án þess að setja mark. Son spilaði fyrir Hamburg og Bayer Leverkusen í þýsku 1. deildinni og er, eftir leikinn í gærkvöldi, búinn að skora níu mörk í ellefu leikjum á móti Dortmund og vinna sjö af þeim. Væntanlega ekki ofarlega á jólakortalista stuðningsmanna Dortmund.Son loves playing against Dortmund pic.twitter.com/tQxWpJqA99— Football on BT Sport (@btsportfootball) February 13, 2019 Meistaradeildin er sýnd á BT Sport á Englandi og voru þeir sem stýra Twitter-síðu fótboltahluta BT Sport í miklu stuði á meðan á leik stóð í gærkvöldi og vel eftir leik. Son er auðvitað aðalmaðurinn hjá Tottenham núna og kom eitt skemmtilegt tíst eftir að Son var búinn að skora markið þar sem nafn hans var sett inn í allskonar hefðbundin nöfn frá öðrum löndum. Uppslátturinn var: Besti leikmaðurinn frá hverju landi, en alls staðar kom Son við sögu. Besti leikmaður Englands var Son Smith, Portúgalinn var Sonaldo, Hollendingurinn Van der Son og sá íslenski Heung-min Sonesson.The best player from each country: Heung-min Son Son Smith Sonaldo Sonaldinho van der Son McSon O'Son Soniellsi Heung-min Sonensson pic.twitter.com/EoA1SGb3o8— Football on BT Sport (@btsportfootball) February 13, 2019 Sigurinn var sögulegur fyrir Tottenham því liðið hafði aldrei áður unnið leik í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar á heimavelli. Það hafði spilað þrjá leiki á heimavelli við AC Milan, Real Madrid og Juventus en tókst nú loks að vinna. Mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan. Enski boltinn Tengdar fréttir Sjáðu upprúllun Tottenham og markið sem VAR tók af Ajax Tottenham er í mjög vænlegri stöðu í Meistaradeild Evrópu eftir 3-0 sigur á Dortmund á Wembley. Real Madrid slapp með skrekkinn gegn Ajax í Hollandi. 13. febrúar 2019 23:00 Tottenham í góðum málum eftir frábæran seinni hálfleik Tottenham er komið með níu tær í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir sterkan 3-0 sigur á Borussia Dortmund á Wembley í kvöld. 13. febrúar 2019 21:45 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Sjá meira
Tottenham er sama og komið áfram í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í fótbolta eftir frábæran 3-0 sigur á Dortmund sem situr í efsta sæti þýsku 1. deildarinnar. Það kom kannski fáum á óvart að Suður-Kóreumaðurinn Son Heung-min skoraði fyrsta mark Tottenham en hann er búinn að vera einn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar í vetur og gjörsamlega haldið Spurs á floti í fjarveru lykilmanna. Stuðullinn á að Son myndi skora í gærkvöldi var líklega ekki hár því ef það er eitthvað sem hann elskar að gera er það að skora á móti Dortmund. Hann spilar varla á móti þeim gulu án þess að setja mark. Son spilaði fyrir Hamburg og Bayer Leverkusen í þýsku 1. deildinni og er, eftir leikinn í gærkvöldi, búinn að skora níu mörk í ellefu leikjum á móti Dortmund og vinna sjö af þeim. Væntanlega ekki ofarlega á jólakortalista stuðningsmanna Dortmund.Son loves playing against Dortmund pic.twitter.com/tQxWpJqA99— Football on BT Sport (@btsportfootball) February 13, 2019 Meistaradeildin er sýnd á BT Sport á Englandi og voru þeir sem stýra Twitter-síðu fótboltahluta BT Sport í miklu stuði á meðan á leik stóð í gærkvöldi og vel eftir leik. Son er auðvitað aðalmaðurinn hjá Tottenham núna og kom eitt skemmtilegt tíst eftir að Son var búinn að skora markið þar sem nafn hans var sett inn í allskonar hefðbundin nöfn frá öðrum löndum. Uppslátturinn var: Besti leikmaðurinn frá hverju landi, en alls staðar kom Son við sögu. Besti leikmaður Englands var Son Smith, Portúgalinn var Sonaldo, Hollendingurinn Van der Son og sá íslenski Heung-min Sonesson.The best player from each country: Heung-min Son Son Smith Sonaldo Sonaldinho van der Son McSon O'Son Soniellsi Heung-min Sonensson pic.twitter.com/EoA1SGb3o8— Football on BT Sport (@btsportfootball) February 13, 2019 Sigurinn var sögulegur fyrir Tottenham því liðið hafði aldrei áður unnið leik í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar á heimavelli. Það hafði spilað þrjá leiki á heimavelli við AC Milan, Real Madrid og Juventus en tókst nú loks að vinna. Mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan.
Enski boltinn Tengdar fréttir Sjáðu upprúllun Tottenham og markið sem VAR tók af Ajax Tottenham er í mjög vænlegri stöðu í Meistaradeild Evrópu eftir 3-0 sigur á Dortmund á Wembley. Real Madrid slapp með skrekkinn gegn Ajax í Hollandi. 13. febrúar 2019 23:00 Tottenham í góðum málum eftir frábæran seinni hálfleik Tottenham er komið með níu tær í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir sterkan 3-0 sigur á Borussia Dortmund á Wembley í kvöld. 13. febrúar 2019 21:45 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Sjá meira
Sjáðu upprúllun Tottenham og markið sem VAR tók af Ajax Tottenham er í mjög vænlegri stöðu í Meistaradeild Evrópu eftir 3-0 sigur á Dortmund á Wembley. Real Madrid slapp með skrekkinn gegn Ajax í Hollandi. 13. febrúar 2019 23:00
Tottenham í góðum málum eftir frábæran seinni hálfleik Tottenham er komið með níu tær í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir sterkan 3-0 sigur á Borussia Dortmund á Wembley í kvöld. 13. febrúar 2019 21:45