Íslendingurinn Heung-min Sonensson Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. febrúar 2019 12:00 Heung-min Son skorar og skorar. vísir/getty Tottenham er sama og komið áfram í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í fótbolta eftir frábæran 3-0 sigur á Dortmund sem situr í efsta sæti þýsku 1. deildarinnar. Það kom kannski fáum á óvart að Suður-Kóreumaðurinn Son Heung-min skoraði fyrsta mark Tottenham en hann er búinn að vera einn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar í vetur og gjörsamlega haldið Spurs á floti í fjarveru lykilmanna. Stuðullinn á að Son myndi skora í gærkvöldi var líklega ekki hár því ef það er eitthvað sem hann elskar að gera er það að skora á móti Dortmund. Hann spilar varla á móti þeim gulu án þess að setja mark. Son spilaði fyrir Hamburg og Bayer Leverkusen í þýsku 1. deildinni og er, eftir leikinn í gærkvöldi, búinn að skora níu mörk í ellefu leikjum á móti Dortmund og vinna sjö af þeim. Væntanlega ekki ofarlega á jólakortalista stuðningsmanna Dortmund.Son loves playing against Dortmund pic.twitter.com/tQxWpJqA99— Football on BT Sport (@btsportfootball) February 13, 2019 Meistaradeildin er sýnd á BT Sport á Englandi og voru þeir sem stýra Twitter-síðu fótboltahluta BT Sport í miklu stuði á meðan á leik stóð í gærkvöldi og vel eftir leik. Son er auðvitað aðalmaðurinn hjá Tottenham núna og kom eitt skemmtilegt tíst eftir að Son var búinn að skora markið þar sem nafn hans var sett inn í allskonar hefðbundin nöfn frá öðrum löndum. Uppslátturinn var: Besti leikmaðurinn frá hverju landi, en alls staðar kom Son við sögu. Besti leikmaður Englands var Son Smith, Portúgalinn var Sonaldo, Hollendingurinn Van der Son og sá íslenski Heung-min Sonesson.The best player from each country: Heung-min Son Son Smith Sonaldo Sonaldinho van der Son McSon O'Son Soniellsi Heung-min Sonensson pic.twitter.com/EoA1SGb3o8— Football on BT Sport (@btsportfootball) February 13, 2019 Sigurinn var sögulegur fyrir Tottenham því liðið hafði aldrei áður unnið leik í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar á heimavelli. Það hafði spilað þrjá leiki á heimavelli við AC Milan, Real Madrid og Juventus en tókst nú loks að vinna. Mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan. Enski boltinn Tengdar fréttir Sjáðu upprúllun Tottenham og markið sem VAR tók af Ajax Tottenham er í mjög vænlegri stöðu í Meistaradeild Evrópu eftir 3-0 sigur á Dortmund á Wembley. Real Madrid slapp með skrekkinn gegn Ajax í Hollandi. 13. febrúar 2019 23:00 Tottenham í góðum málum eftir frábæran seinni hálfleik Tottenham er komið með níu tær í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir sterkan 3-0 sigur á Borussia Dortmund á Wembley í kvöld. 13. febrúar 2019 21:45 Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira
Tottenham er sama og komið áfram í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í fótbolta eftir frábæran 3-0 sigur á Dortmund sem situr í efsta sæti þýsku 1. deildarinnar. Það kom kannski fáum á óvart að Suður-Kóreumaðurinn Son Heung-min skoraði fyrsta mark Tottenham en hann er búinn að vera einn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar í vetur og gjörsamlega haldið Spurs á floti í fjarveru lykilmanna. Stuðullinn á að Son myndi skora í gærkvöldi var líklega ekki hár því ef það er eitthvað sem hann elskar að gera er það að skora á móti Dortmund. Hann spilar varla á móti þeim gulu án þess að setja mark. Son spilaði fyrir Hamburg og Bayer Leverkusen í þýsku 1. deildinni og er, eftir leikinn í gærkvöldi, búinn að skora níu mörk í ellefu leikjum á móti Dortmund og vinna sjö af þeim. Væntanlega ekki ofarlega á jólakortalista stuðningsmanna Dortmund.Son loves playing against Dortmund pic.twitter.com/tQxWpJqA99— Football on BT Sport (@btsportfootball) February 13, 2019 Meistaradeildin er sýnd á BT Sport á Englandi og voru þeir sem stýra Twitter-síðu fótboltahluta BT Sport í miklu stuði á meðan á leik stóð í gærkvöldi og vel eftir leik. Son er auðvitað aðalmaðurinn hjá Tottenham núna og kom eitt skemmtilegt tíst eftir að Son var búinn að skora markið þar sem nafn hans var sett inn í allskonar hefðbundin nöfn frá öðrum löndum. Uppslátturinn var: Besti leikmaðurinn frá hverju landi, en alls staðar kom Son við sögu. Besti leikmaður Englands var Son Smith, Portúgalinn var Sonaldo, Hollendingurinn Van der Son og sá íslenski Heung-min Sonesson.The best player from each country: Heung-min Son Son Smith Sonaldo Sonaldinho van der Son McSon O'Son Soniellsi Heung-min Sonensson pic.twitter.com/EoA1SGb3o8— Football on BT Sport (@btsportfootball) February 13, 2019 Sigurinn var sögulegur fyrir Tottenham því liðið hafði aldrei áður unnið leik í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar á heimavelli. Það hafði spilað þrjá leiki á heimavelli við AC Milan, Real Madrid og Juventus en tókst nú loks að vinna. Mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan.
Enski boltinn Tengdar fréttir Sjáðu upprúllun Tottenham og markið sem VAR tók af Ajax Tottenham er í mjög vænlegri stöðu í Meistaradeild Evrópu eftir 3-0 sigur á Dortmund á Wembley. Real Madrid slapp með skrekkinn gegn Ajax í Hollandi. 13. febrúar 2019 23:00 Tottenham í góðum málum eftir frábæran seinni hálfleik Tottenham er komið með níu tær í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir sterkan 3-0 sigur á Borussia Dortmund á Wembley í kvöld. 13. febrúar 2019 21:45 Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira
Sjáðu upprúllun Tottenham og markið sem VAR tók af Ajax Tottenham er í mjög vænlegri stöðu í Meistaradeild Evrópu eftir 3-0 sigur á Dortmund á Wembley. Real Madrid slapp með skrekkinn gegn Ajax í Hollandi. 13. febrúar 2019 23:00
Tottenham í góðum málum eftir frábæran seinni hálfleik Tottenham er komið með níu tær í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir sterkan 3-0 sigur á Borussia Dortmund á Wembley í kvöld. 13. febrúar 2019 21:45