Íslendingurinn Heung-min Sonensson Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. febrúar 2019 12:00 Heung-min Son skorar og skorar. vísir/getty Tottenham er sama og komið áfram í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í fótbolta eftir frábæran 3-0 sigur á Dortmund sem situr í efsta sæti þýsku 1. deildarinnar. Það kom kannski fáum á óvart að Suður-Kóreumaðurinn Son Heung-min skoraði fyrsta mark Tottenham en hann er búinn að vera einn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar í vetur og gjörsamlega haldið Spurs á floti í fjarveru lykilmanna. Stuðullinn á að Son myndi skora í gærkvöldi var líklega ekki hár því ef það er eitthvað sem hann elskar að gera er það að skora á móti Dortmund. Hann spilar varla á móti þeim gulu án þess að setja mark. Son spilaði fyrir Hamburg og Bayer Leverkusen í þýsku 1. deildinni og er, eftir leikinn í gærkvöldi, búinn að skora níu mörk í ellefu leikjum á móti Dortmund og vinna sjö af þeim. Væntanlega ekki ofarlega á jólakortalista stuðningsmanna Dortmund.Son loves playing against Dortmund pic.twitter.com/tQxWpJqA99— Football on BT Sport (@btsportfootball) February 13, 2019 Meistaradeildin er sýnd á BT Sport á Englandi og voru þeir sem stýra Twitter-síðu fótboltahluta BT Sport í miklu stuði á meðan á leik stóð í gærkvöldi og vel eftir leik. Son er auðvitað aðalmaðurinn hjá Tottenham núna og kom eitt skemmtilegt tíst eftir að Son var búinn að skora markið þar sem nafn hans var sett inn í allskonar hefðbundin nöfn frá öðrum löndum. Uppslátturinn var: Besti leikmaðurinn frá hverju landi, en alls staðar kom Son við sögu. Besti leikmaður Englands var Son Smith, Portúgalinn var Sonaldo, Hollendingurinn Van der Son og sá íslenski Heung-min Sonesson.The best player from each country: Heung-min Son Son Smith Sonaldo Sonaldinho van der Son McSon O'Son Soniellsi Heung-min Sonensson pic.twitter.com/EoA1SGb3o8— Football on BT Sport (@btsportfootball) February 13, 2019 Sigurinn var sögulegur fyrir Tottenham því liðið hafði aldrei áður unnið leik í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar á heimavelli. Það hafði spilað þrjá leiki á heimavelli við AC Milan, Real Madrid og Juventus en tókst nú loks að vinna. Mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan. Enski boltinn Tengdar fréttir Sjáðu upprúllun Tottenham og markið sem VAR tók af Ajax Tottenham er í mjög vænlegri stöðu í Meistaradeild Evrópu eftir 3-0 sigur á Dortmund á Wembley. Real Madrid slapp með skrekkinn gegn Ajax í Hollandi. 13. febrúar 2019 23:00 Tottenham í góðum málum eftir frábæran seinni hálfleik Tottenham er komið með níu tær í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir sterkan 3-0 sigur á Borussia Dortmund á Wembley í kvöld. 13. febrúar 2019 21:45 Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Sjá meira
Tottenham er sama og komið áfram í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í fótbolta eftir frábæran 3-0 sigur á Dortmund sem situr í efsta sæti þýsku 1. deildarinnar. Það kom kannski fáum á óvart að Suður-Kóreumaðurinn Son Heung-min skoraði fyrsta mark Tottenham en hann er búinn að vera einn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar í vetur og gjörsamlega haldið Spurs á floti í fjarveru lykilmanna. Stuðullinn á að Son myndi skora í gærkvöldi var líklega ekki hár því ef það er eitthvað sem hann elskar að gera er það að skora á móti Dortmund. Hann spilar varla á móti þeim gulu án þess að setja mark. Son spilaði fyrir Hamburg og Bayer Leverkusen í þýsku 1. deildinni og er, eftir leikinn í gærkvöldi, búinn að skora níu mörk í ellefu leikjum á móti Dortmund og vinna sjö af þeim. Væntanlega ekki ofarlega á jólakortalista stuðningsmanna Dortmund.Son loves playing against Dortmund pic.twitter.com/tQxWpJqA99— Football on BT Sport (@btsportfootball) February 13, 2019 Meistaradeildin er sýnd á BT Sport á Englandi og voru þeir sem stýra Twitter-síðu fótboltahluta BT Sport í miklu stuði á meðan á leik stóð í gærkvöldi og vel eftir leik. Son er auðvitað aðalmaðurinn hjá Tottenham núna og kom eitt skemmtilegt tíst eftir að Son var búinn að skora markið þar sem nafn hans var sett inn í allskonar hefðbundin nöfn frá öðrum löndum. Uppslátturinn var: Besti leikmaðurinn frá hverju landi, en alls staðar kom Son við sögu. Besti leikmaður Englands var Son Smith, Portúgalinn var Sonaldo, Hollendingurinn Van der Son og sá íslenski Heung-min Sonesson.The best player from each country: Heung-min Son Son Smith Sonaldo Sonaldinho van der Son McSon O'Son Soniellsi Heung-min Sonensson pic.twitter.com/EoA1SGb3o8— Football on BT Sport (@btsportfootball) February 13, 2019 Sigurinn var sögulegur fyrir Tottenham því liðið hafði aldrei áður unnið leik í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar á heimavelli. Það hafði spilað þrjá leiki á heimavelli við AC Milan, Real Madrid og Juventus en tókst nú loks að vinna. Mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan.
Enski boltinn Tengdar fréttir Sjáðu upprúllun Tottenham og markið sem VAR tók af Ajax Tottenham er í mjög vænlegri stöðu í Meistaradeild Evrópu eftir 3-0 sigur á Dortmund á Wembley. Real Madrid slapp með skrekkinn gegn Ajax í Hollandi. 13. febrúar 2019 23:00 Tottenham í góðum málum eftir frábæran seinni hálfleik Tottenham er komið með níu tær í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir sterkan 3-0 sigur á Borussia Dortmund á Wembley í kvöld. 13. febrúar 2019 21:45 Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Sjá meira
Sjáðu upprúllun Tottenham og markið sem VAR tók af Ajax Tottenham er í mjög vænlegri stöðu í Meistaradeild Evrópu eftir 3-0 sigur á Dortmund á Wembley. Real Madrid slapp með skrekkinn gegn Ajax í Hollandi. 13. febrúar 2019 23:00
Tottenham í góðum málum eftir frábæran seinni hálfleik Tottenham er komið með níu tær í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir sterkan 3-0 sigur á Borussia Dortmund á Wembley í kvöld. 13. febrúar 2019 21:45