Ummæli Ramos rannsökuð Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 15. febrúar 2019 06:00 Ramos hefur fengið ófá spjöldin í gegnum tíðina. Sótti hann þetta viljandi? vísir/getty UEFA hóf í gær rannsókn á ummælum Sergio Ramos eftir leik Real Madrid og Ajax í Meistaradeild Evrópu á miðvikudag. Ramos braut á Kasper Dolberg á 89. mínútu leiksins í stöðunni 2-1 fyrir Real. Hann náði sér þar í gult spjald sem þýðir að hann verður í leikbanni í næsta leik. Vefsíðan FourFourTwo segir Ramos hafa viðurkennt að hafa viljandi náð sér í gult spjald eftir leikinn. Real er í vænlegri stöðu, með forystu í einvíginu og tvö útivallarmörk, og það er hagstæðara fyrir liðið að hafa Ramos ferskann og ekki í hættu á banni í 8-liða úrslitunum. „Miðað við hver úrslitin voru þá væri ég að ljúga ef ég segðist ekki hafa gert þetta viljandi,“ er haft eftir Ramos. „Þar er ég ekki að sýna andstæðingnum neina óvirðingu, né held ég að einvígið sé búið, en það þarf stundum að taka erfiðar ákvarðanir í fótbolta.“ Í gær skrifaði Ramos hins vegar á Twitter að „það særir mig að fólk haldi þetta, ég náði mér ekki viljandi í spjald.“Quiero dejar claro que me duele más que a nadie, que no he forzado la tarjeta, como tampoco lo hice contra la Roma en mi anterior partido de @ChampionsLeague, y que apoyaré desde la grada como un hincha más con la ilusión de poder estar en cuartos.#HalaMadridhttps://t.co/zL0Heok5Vp — Sergio Ramos (@SergioRamos) February 13, 2019 Eftir ummæli Ramos hefur UEFA ákveðið að hefja rannsókn á þessum ummælum og hvort Ramos hafi verið viljandi að brjóta af sér til þess að fá spjald. Bara á síðasta tímabili kom upp svipað mál þegar liðsfélagi Ramos hjá Real, Dani Carvajal, fékk tveggja leikja bann fyrir að hafa viljandi náð sér í gult spjald undir lokin á 6-0 sigri á Apoel. Þá hefur Ramos áður verið sagður hafa náð sér í spjöld viljandi til þess að komast hjá leikbönnum á seinni stigum. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Enski boltinn Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Sjá meira
UEFA hóf í gær rannsókn á ummælum Sergio Ramos eftir leik Real Madrid og Ajax í Meistaradeild Evrópu á miðvikudag. Ramos braut á Kasper Dolberg á 89. mínútu leiksins í stöðunni 2-1 fyrir Real. Hann náði sér þar í gult spjald sem þýðir að hann verður í leikbanni í næsta leik. Vefsíðan FourFourTwo segir Ramos hafa viðurkennt að hafa viljandi náð sér í gult spjald eftir leikinn. Real er í vænlegri stöðu, með forystu í einvíginu og tvö útivallarmörk, og það er hagstæðara fyrir liðið að hafa Ramos ferskann og ekki í hættu á banni í 8-liða úrslitunum. „Miðað við hver úrslitin voru þá væri ég að ljúga ef ég segðist ekki hafa gert þetta viljandi,“ er haft eftir Ramos. „Þar er ég ekki að sýna andstæðingnum neina óvirðingu, né held ég að einvígið sé búið, en það þarf stundum að taka erfiðar ákvarðanir í fótbolta.“ Í gær skrifaði Ramos hins vegar á Twitter að „það særir mig að fólk haldi þetta, ég náði mér ekki viljandi í spjald.“Quiero dejar claro que me duele más que a nadie, que no he forzado la tarjeta, como tampoco lo hice contra la Roma en mi anterior partido de @ChampionsLeague, y que apoyaré desde la grada como un hincha más con la ilusión de poder estar en cuartos.#HalaMadridhttps://t.co/zL0Heok5Vp — Sergio Ramos (@SergioRamos) February 13, 2019 Eftir ummæli Ramos hefur UEFA ákveðið að hefja rannsókn á þessum ummælum og hvort Ramos hafi verið viljandi að brjóta af sér til þess að fá spjald. Bara á síðasta tímabili kom upp svipað mál þegar liðsfélagi Ramos hjá Real, Dani Carvajal, fékk tveggja leikja bann fyrir að hafa viljandi náð sér í gult spjald undir lokin á 6-0 sigri á Apoel. Þá hefur Ramos áður verið sagður hafa náð sér í spjöld viljandi til þess að komast hjá leikbönnum á seinni stigum.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Enski boltinn Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Sjá meira