Samráð um að treysta viðskiptatengsl Íslands og Bandaríkjanna Kjartan Kjartansson skrifar 15. febrúar 2019 16:10 Vel fór á með þeim Pompeo og Guðlaugi Þór í Hörpu í dag. Vísir/Vilhelm Sérstökum samráðsvettvangi á sviði viðskipta á milli Íslands og Bandaríkjanna verður komið á fót til að auka viðskipti og fjárfestingar á milli ríkjanna. Þetta tilkynntu þeir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, og Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, á sameiginlegum blaðamannafundi eftir fund þeirra í Hörpu í dag. Pompeo fundaði með íslenska starfsbróður sínum og ræddu þeir meðal annars um viðskipti, öryggismál og norðurslóðir. Að þeim fundi loknum hitti bandaríski utanríkisráðherrann Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra. Þau eru sögð hafa rætt um loftslagsmál, kjarnorkuafvopnun, norðurskautsmál auk tvíhliða samskipta ríkjanna. Guðlaugur Þór tilkynnti að þeir Pompeo hefðu í dag ákveðið að stofna viðræðuvettvang í viðskiptamálum. Í honum fælist meðal annars tvíhliða viðræður embættismanna en einnig einkageirans með það markmið að auka viðskipti og fjárfestingar á milli landann og efla tengsl einkageiranna. Pompeo sagðist telja að samráðsvettvangurinn myndi skila árangri strax en einnig til lengri framtíðar. Viðskiptasamband ríkjanna væri sterkt en hægt væri að bæta það enn frekar. Mikilvægt væri að fá einkaaðila til að tala saman og sjá tækifærin og markaðina sem væru til staðar í hvoru landinu fyrir sig. „Hvort sem það verður með formlegum viðskiptasamningi, sem væri mjög góð útkoma ef okkur tækist það, eða með almennum skilningi á að draga úr kostnaði, fyrirstöðum og hindrunum í vegi fyrirtækja að vinna í löndunum þá væri það líka gott,“ sagði Pompeo þegar hann var spurður hvort að fríverslunarsamningur á milli Íslands og Bandaríkjanna væri jafnvel í spilunum. Guðlaugur Þór sagði að aðild Íslands að Evrópska efnahagsbandalaginu kæmi ekki í veg fyrir að hægt væri að gera fríverslunarsamning við Bandaríkin þar sem Ísland væri ekki hluti af tollabandalagi Evrópusambandsins. „Auðvitað viljum við náið viðskiptasamband við Bandaríkin og fríverslunarsamningur er auðvitað eitthvað sem við sækjumst eftir,“ sagði Guðlaugur Þór.Vanrækja ekki lengur vini sína Pompeo lofaði hlutverk Íslands innan Atlantshafsbandalagsins og skaut í leiðinni á fyrri ríkisstjórn Baracks Obama forseta sem hann gaf í skyn að hefði vanrækt bandalagsþjóðir eins og Íslands og Austur-Evrópuþjóðir sem hann heimsótti fyrr í ferð sinni til Evrópu. „Við tökum ekki lengur vini okkar, sanna bandamenn, félaga okkar sem gefnum hlut. Við höfum einfaldlega ekki efni á að vanrækja þá. Til þess eru hagkerfi okkar bundin of nánum böndum,“ sagði bandaríski utanríkisráðherrann.Hægt er að horfa á blaðamannafund Pompeo og Guðlaugs Þórs í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.Klippa: Blaðamannafundur Mike Pompeo og Guðlaugs Þórs Bandaríkin Norðurslóðir Utanríkismál Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Sjá meira
Sérstökum samráðsvettvangi á sviði viðskipta á milli Íslands og Bandaríkjanna verður komið á fót til að auka viðskipti og fjárfestingar á milli ríkjanna. Þetta tilkynntu þeir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, og Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, á sameiginlegum blaðamannafundi eftir fund þeirra í Hörpu í dag. Pompeo fundaði með íslenska starfsbróður sínum og ræddu þeir meðal annars um viðskipti, öryggismál og norðurslóðir. Að þeim fundi loknum hitti bandaríski utanríkisráðherrann Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra. Þau eru sögð hafa rætt um loftslagsmál, kjarnorkuafvopnun, norðurskautsmál auk tvíhliða samskipta ríkjanna. Guðlaugur Þór tilkynnti að þeir Pompeo hefðu í dag ákveðið að stofna viðræðuvettvang í viðskiptamálum. Í honum fælist meðal annars tvíhliða viðræður embættismanna en einnig einkageirans með það markmið að auka viðskipti og fjárfestingar á milli landann og efla tengsl einkageiranna. Pompeo sagðist telja að samráðsvettvangurinn myndi skila árangri strax en einnig til lengri framtíðar. Viðskiptasamband ríkjanna væri sterkt en hægt væri að bæta það enn frekar. Mikilvægt væri að fá einkaaðila til að tala saman og sjá tækifærin og markaðina sem væru til staðar í hvoru landinu fyrir sig. „Hvort sem það verður með formlegum viðskiptasamningi, sem væri mjög góð útkoma ef okkur tækist það, eða með almennum skilningi á að draga úr kostnaði, fyrirstöðum og hindrunum í vegi fyrirtækja að vinna í löndunum þá væri það líka gott,“ sagði Pompeo þegar hann var spurður hvort að fríverslunarsamningur á milli Íslands og Bandaríkjanna væri jafnvel í spilunum. Guðlaugur Þór sagði að aðild Íslands að Evrópska efnahagsbandalaginu kæmi ekki í veg fyrir að hægt væri að gera fríverslunarsamning við Bandaríkin þar sem Ísland væri ekki hluti af tollabandalagi Evrópusambandsins. „Auðvitað viljum við náið viðskiptasamband við Bandaríkin og fríverslunarsamningur er auðvitað eitthvað sem við sækjumst eftir,“ sagði Guðlaugur Þór.Vanrækja ekki lengur vini sína Pompeo lofaði hlutverk Íslands innan Atlantshafsbandalagsins og skaut í leiðinni á fyrri ríkisstjórn Baracks Obama forseta sem hann gaf í skyn að hefði vanrækt bandalagsþjóðir eins og Íslands og Austur-Evrópuþjóðir sem hann heimsótti fyrr í ferð sinni til Evrópu. „Við tökum ekki lengur vini okkar, sanna bandamenn, félaga okkar sem gefnum hlut. Við höfum einfaldlega ekki efni á að vanrækja þá. Til þess eru hagkerfi okkar bundin of nánum böndum,“ sagði bandaríski utanríkisráðherrann.Hægt er að horfa á blaðamannafund Pompeo og Guðlaugs Þórs í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.Klippa: Blaðamannafundur Mike Pompeo og Guðlaugs Þórs
Bandaríkin Norðurslóðir Utanríkismál Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Sjá meira