Vill ekki vanrækja bandamenn lengur Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 16. febrúar 2019 10:00 Vel fór á með utanríkisráðherrunum Mike Pompeo og Guðlaugi Þór Þórðarsyni í Hörpu í gær. Fréttablaðið/Eyþór Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, heimsótti Ísland í nokkrar klukkustundir í gær. Átti fundi með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra í Hörpu og Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í ráðherrabústaðnum. Á blaðamannafundi sögðu utanríkisráðherrarnir frá því að þeir hefðu ákveðið að stofna til samráðsvettvangs um viðskipti ríkjanna. „Það eru enn sóknarfæri í viðskiptasambandi okkar og í dag ákváðum við að stofna samráðsvettvang um viðskipti í því skyni að bæta viðskiptatengsl ríkjanna enn frekar,“ sagði Guðlaugur Þór. Pompeo fór fögrum orðum um samband ríkjanna tveggja og minntist á að íslenskir landkönnuðir hefðu komið til Ameríku löngu áður en Bandaríkin urðu til. „En nú hefur þetta snúist við og Bandaríkjamenn flykkjast til Íslands,“ sagði Pompeo og bætti við: „Viðskiptasamband okkar er sterkt og við vonumst til þess að styrkja það enn frekar. Það mun þessi samráðsvettvangur gera.“ Pompeo sagði viðræður um viðskipti mikilvægar af ýmsum ástæðum. Í fyrsta lagi væri mikilvægt að leiða saman einkaaðila og fræða þá um tækifæri í öðrum löndum. „Í öðru lagi teljum við að betri skilningur á viðskiptasambandinu leiði af sér tækifæri til enn frekari samvinnu. Hvort sem það felur á endanum í sér formlegan fríverslunarsamning, sem væri afar gott, eða lækkar kostnað og fækkar hindrunum.“ Guðlaugur Þór sagði fríverslun mikilvæga í huga íslenskra stjórnvalda. „Ísland sjálft er gott dæmi um þetta mikilvægi. Áður vorum við á meðal fátækustu þjóða Evrópu en erum nú ein sú ríkasta. Ein ástæðan er sá aðgangur sem við höfum að öðrum mörkuðum,“ sagði hann. „Það gleður mig að heyra orð ráðherrans og að við höfum ákveðið að taka þetta mikilvæga skref.“ Pompeo sagði að Bandaríkin hefðu vanrækt mikilvæga bandamenn í tíð fyrri ríkisstjórnar og nefndi að bandarískur utanríkisráðherra hafi síðast komið til Íslands árið 2008. „Undanförnum fjórum dögum varði ég í að heimsækja höfuðborgir í Mið- og Austur-Evrópu sem fyrri ríkisstjórn vanrækti einnig. En þetta mun ekki viðgangast lengur. Við munum ekki lengur líta á vini okkar, sannkallaða bandamenn okkar, sem sjálfsagða. Við höfum einfaldlega ekki efni á slíkri vanrækslu. Hagkerfi okkar eru of nátengd.“ „Við hlökkum til að vinna með ykkur að mikilvægum málum þegar þið takið við formennsku í Norðurslóðaráðinu í maí. Við vitum að þegar Bandaríkin hörfa fylla Kína og Rússland upp í tómarúmið sem myndast. Það er óhjákvæmilegt,“ bætti Pompeo við. Þá sagði hann að Bandaríkin hefðu skilning á mikilvægi norðurslóða og hættum á svæðinu. „Við höfum fylgst með andstæðingum okkar koma sér upp kerfum sem þeir telja að skaði stöðu Bandaríkjanna, Íslands og Evrópu á svæðinu. Það er enn óljóst í hvaða mynd aðgerðir okkar á svæðinu verða en ég er viss um að Bandaríkin og Ísland geta náð árangri með samvinnu á þessu sviði,“ sagði Pompeo. Guðlaugur Þór sagði mikilvægt að norðurslóðir væru friðsamlegur staður og án togstreitu, jafnt í náinni sem fjarlægri framtíð. Bandaríkin Norðurslóðir Utanríkismál Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fleiri fréttir Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Sjá meira
Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, heimsótti Ísland í nokkrar klukkustundir í gær. Átti fundi með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra í Hörpu og Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í ráðherrabústaðnum. Á blaðamannafundi sögðu utanríkisráðherrarnir frá því að þeir hefðu ákveðið að stofna til samráðsvettvangs um viðskipti ríkjanna. „Það eru enn sóknarfæri í viðskiptasambandi okkar og í dag ákváðum við að stofna samráðsvettvang um viðskipti í því skyni að bæta viðskiptatengsl ríkjanna enn frekar,“ sagði Guðlaugur Þór. Pompeo fór fögrum orðum um samband ríkjanna tveggja og minntist á að íslenskir landkönnuðir hefðu komið til Ameríku löngu áður en Bandaríkin urðu til. „En nú hefur þetta snúist við og Bandaríkjamenn flykkjast til Íslands,“ sagði Pompeo og bætti við: „Viðskiptasamband okkar er sterkt og við vonumst til þess að styrkja það enn frekar. Það mun þessi samráðsvettvangur gera.“ Pompeo sagði viðræður um viðskipti mikilvægar af ýmsum ástæðum. Í fyrsta lagi væri mikilvægt að leiða saman einkaaðila og fræða þá um tækifæri í öðrum löndum. „Í öðru lagi teljum við að betri skilningur á viðskiptasambandinu leiði af sér tækifæri til enn frekari samvinnu. Hvort sem það felur á endanum í sér formlegan fríverslunarsamning, sem væri afar gott, eða lækkar kostnað og fækkar hindrunum.“ Guðlaugur Þór sagði fríverslun mikilvæga í huga íslenskra stjórnvalda. „Ísland sjálft er gott dæmi um þetta mikilvægi. Áður vorum við á meðal fátækustu þjóða Evrópu en erum nú ein sú ríkasta. Ein ástæðan er sá aðgangur sem við höfum að öðrum mörkuðum,“ sagði hann. „Það gleður mig að heyra orð ráðherrans og að við höfum ákveðið að taka þetta mikilvæga skref.“ Pompeo sagði að Bandaríkin hefðu vanrækt mikilvæga bandamenn í tíð fyrri ríkisstjórnar og nefndi að bandarískur utanríkisráðherra hafi síðast komið til Íslands árið 2008. „Undanförnum fjórum dögum varði ég í að heimsækja höfuðborgir í Mið- og Austur-Evrópu sem fyrri ríkisstjórn vanrækti einnig. En þetta mun ekki viðgangast lengur. Við munum ekki lengur líta á vini okkar, sannkallaða bandamenn okkar, sem sjálfsagða. Við höfum einfaldlega ekki efni á slíkri vanrækslu. Hagkerfi okkar eru of nátengd.“ „Við hlökkum til að vinna með ykkur að mikilvægum málum þegar þið takið við formennsku í Norðurslóðaráðinu í maí. Við vitum að þegar Bandaríkin hörfa fylla Kína og Rússland upp í tómarúmið sem myndast. Það er óhjákvæmilegt,“ bætti Pompeo við. Þá sagði hann að Bandaríkin hefðu skilning á mikilvægi norðurslóða og hættum á svæðinu. „Við höfum fylgst með andstæðingum okkar koma sér upp kerfum sem þeir telja að skaði stöðu Bandaríkjanna, Íslands og Evrópu á svæðinu. Það er enn óljóst í hvaða mynd aðgerðir okkar á svæðinu verða en ég er viss um að Bandaríkin og Ísland geta náð árangri með samvinnu á þessu sviði,“ sagði Pompeo. Guðlaugur Þór sagði mikilvægt að norðurslóðir væru friðsamlegur staður og án togstreitu, jafnt í náinni sem fjarlægri framtíð.
Bandaríkin Norðurslóðir Utanríkismál Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fleiri fréttir Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Sjá meira
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent