Fótbolti

Mbappe með sigurmark PSG

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Mbappe á ferðinni
Mbappe á ferðinni vísr/getty

Kylian Mbappe tryggði Paris Saint-Germain sigur á St. Etienne í frönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

PSG tapaði sínum fyrsta leik í frönsku deildinni í byrjun febrúar en hefur komist aftur á skrið og er þetta annar sigurinn í röð.

Staðan var markalaus í hálfleik en á 73. mínútu skoraði Mbappe eftir sendingu frá Dani Alves.

Bæði lið áttu næg marktækifæri í leiknum en gekk illa að láta þau hitta á markið. Þegar upp var staðið var mark Mbappe það eina í leiknum og lauk leik með 1-0 sigri PSG.

PSG er með 62 stig eftir 23 leiki og með 12 stiga forskot á Lille.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.